Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 37
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI Hin skjóta brottför Plútanusar, Panda og Jollypop olli minni ringulreið meðal kaffihúsgesta en koma þeirra hafði valdið. Fólkið var sannfært um, að það hefði orðið fyrir göldrum og tók brátt að sýna sig aftur. Eina merkið um komu þremenninganna var sítrónuhrúgan sem þeir höfðu skilið eftir. „Þetta hlýt- ur að hafa verið auglýsingabrella,“ tautaði Söngfugl yfirþjónn. „Og þetta er ókeypis sýnishorn. Það er hægt að búa til góðan ávaxtasafa úr þeim.“ Plút.anus hafði flutt tvímenningana til þess staðar, sem hann kallaði: Kyrrlátasta staðinn í „Ytriheimi.“ Nú sátu þeir í litlu steinherbergi og umhverfis þá ríkti dauða- kyrrð. „Með yðar leyfi þá er ég að velta því fyrir mér, hvaða ferðamannastað við erum á,“ sagði Jolly- pop og leit með vanþóknun á herbergið, sem var illa búið húsgögnum. Plútanus virtist hafa náð sér fljót- lega. „Þetta er vel einangraður staður af „Ytri stað“ að vera,“ tautaði hann. „Það er ekki að undra,“ hrópaði Panda og gægðist út um litlu gluggana, sem voru með rimlum fyrir. „Við erum í fangelsi." Panda og Jollypop voru mjög æstir yfir, að Plútanus skyldi hafa flutt þá í fangelsi. Meðan Panda fór að berja á hurðina til að draga að sér athygli varðarins, ávítaði Jollypop Plútanus. „Sem virðulegur meðlim- ur þjónastéttarinnar,“ sagði hann „er ég mjög hrygg- ur yfir að vera í þessari aðstöðu. Hvað mun hinn ytri heimur segja um þetta?“ „Ytri vitleysa,“ sagði Plútanus. „Fyrir mann úr innri heimi er þetta mjög fræðandi.“ Meðan hafði Panda náð athygli eins varð- anna. „Hleyptu okkur út,“ hrópaði Panda. „Við eig- um ekki að vera hér.“ „Þetta segja þeir allir,“ svar- aði fangavörðurinn. „Já ... en það eru mistök að láta okkur vera hér.“ „Þetta segja þeir líka allir,“ sagði fangavörðurinn og gekk burt. Útlitið var svart fyrir Panda og Jollypop. Plútanus galdramaður hafði flutt þá í fangelsi og svo virtist sem þeir ætluðu ekki að komast út aftur. „Ég geri yður ábyrgan fyrir þeim hnekki, sem ég bíð,“ hrópaði Jollypop reiðilega. „Ég krefst þess að þeir sjái svo um að mér verði sleppt úr þessu leiðinda húsi. Plútanus hristi höfuðið, þrátt fyrir þá staðreynd að hann stóð á því. „Mér finnst einmitt mjög friðsælt hér. Ef ykkur líkar ekki hér, hvers vegna farið þið þá ekki?“ „En hurðin er læst,“ sagði Panda. „Já, ég gleymi alltaf hvað þið eruð hjálparvana," hélt Plút- anus áfram. „Þið getið ekki einu sinni komizt í gegn- um læstar dyr. Ég skal opna allar dyr í þessu húsi.“ Og allar klefahurðirnar opnuðust augnabliki síðar ... FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.