Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 4
Sagt er að bandarískir hermenn hafi notað myndir af Ritu Hayworth sem veggfóður í heimsstyrjöldinni síðari. Það voru þeir í Holly- wood sem fundu upp kyn- bombuna og það var þegar árið 1920. Sú fyrsta þeirra hét Mae West. Sagt er að gamlir menn þar vestra brosi út að eyrum og lifni allir við þegar þeir heyra nafn hennar nefnt, og segi að aldrei hafi verið uppi önnur eins kona og hún. Þeir eru hættir að fylgjast með gömlu mennirnir. Síðan þetta var hafa þeir í Hollywood „framleitt“ mikið af kynbombum. Á striðsárunum var það t. d. Rita Hayworth. Sagt er að bandarískir hermenn hafi veggfóðrað drjúga fermetra- tölu með myndum af henni. En hvað um það þá hefur engin komist með tærnar þar sem Marilyn Monroe hafði hælana. Það var sagt um hana að hún væri draum- ur sérhvers manns. En þrátt fyrir mikla frægð og vin- sældir var líf Marilyn engin sæla. Um það ber dauðdagi hennar vitni. Hún hefur nú aftur komist mjög í umræð- ur og er tilefnið nýtt leikrit fyrrum manns hennar, leik- ritaskáldsins Arthur Miller. Sagt er að Marilyn sé höfuð- persóna þessa verks og Miller hefur fengið allt annað en góða dóma. En nú eru sumir áhyggju- fullir í Hollywood. Það hef- ur engin tekið við af Mari- lyn. Að vísu segjast þeir eiga Jayne Mansfield en þeir taka það fram að hún sé engin Marilyn. Nokkrar leikkonur hafa þó verið nefndar sem líklegir arftak- ar Marilyn, svo sem Natalie Wood, Susan Kohner, Carol Lynley, Jane Fonda, Ann Sú sem koma skal? Claudia Card- inale. Margret og Kim Novak. En þessar leikkonur taka það allar skýrt fram að þær vilji ekki vera kyn- bombur heldur leikkonur. Nú er það Evrópa sem hefur forystu í þessum efnum. Það var Roger Vadim sem hóf upp merkið þegar hann gerði Brigitte Bardot heimsfræga. En nú hefur Bardott orðið að þoka fyrir yngri konum og þá aðallega Claudia Cardinale en hennar gengi fer alltaf stöðugt vaxandi. Og nú er spurningin: Hvað gera þeir í Hollywood? Nú er Marilyn Monroe aftur á dagskrá og tilefnið er nýtt leikrit fyrrum manns hennar Arthur Miller. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.