Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 30
Ma&urinn með þúsund andlitin Russ Martino, hinn frægi enski grínleikari, stundum kallaSur „maðurinn með þús- und andlitin" var á leiðinni til Regent Street stöðvarinnar, en þaðan ætlaði hann með 18.06 lestinni til Kensington, þar sem hann átti að koma fram um kvöldið. Hann leit á klukkuna. Hann var óþarflega snemma í því. Hann labbaði fram og aftur um stöðvarpallinn, keypti sér blöð og sígarettur og dálítið af ávöxtum til þess að narta í. Þá rak hann allt í einu augun í nýuppsetta rafmagnsheilavog. „Styðjið þumalfingri yðar á stimpilpúðann, látið einn shill- ing í rifuna, ýtið á hnappinn og vélin segir yður, hver þér séuð og gefur nákvæma þyngd yðar.“ Vantrúaður tók Martino shill- ing úr vasa sínum, setti hann í vélina og ýtti á stimpilpúðann með þumalfingrinum. Raf- magnsheilinn suðaði, rauð, gul og græn ljós kviknuðu og svo þaut kort út úr vélinni í hendi Martinos^ Hann las: ,.Þér eruð Russ Martino, búið á 5 Cross Lane, 39 ára, 148 pund á þyngd, notið skó númer 42 og ætlið með 18.06 lestinni til Kensington.“ Martino las þetta yfir hvað eftir annað. Hann neitaði að trúa sínum eigin augum. Þá hljóp lítill feitur maður að vog- inni, stökk upp á hana, stakk pening í rifuna, ýtti með þumal- fingrinum á púðann og tók vigtarseðilinn upp. — Jú, það passar, tautaði hann, eftir að hann hafði í flýti lesið, hvað á seðlinum stæði. Svo henti hann honum frá sér og talaði að arka áfram. — Makalaust, finnst yður ekki? sagði Martino. — Hvað? — Sagði vogin yður ekki nafn yðar, heimilisfang, aldur og svo framvegis? — Jú, sagði maðurinn og kinkaði kolli. En það er ekkert makalaust við það. Ég starfa hjá fyrirtækinu, sem framleiðir þessar rafmagnsheilavogir. Það er mitt starf að ferðast um og prófa, hvort þær séu ekki í fullkomnu lagi. Þetta er svo nýleg framleiðsla ennþá, skilj- ið þér! — Já, — en hvernig í þreml- inrun getur hún vitað, hver maður er? — Fingrafarið, maður! Hún finnur smáfilmu-persónu-gata- kort yðar á hundraðasta hluta úr sekúndu og þá hefur hún nafn yðar, heimilisfang og fæð- ingarár! — En skónúmerið mitt? — Það er fótósella í þrepinu, sem þér stigið á. — Nú, jæja, en hvernig í skrattanum veit hún þá að ég ætla til Kensington klukkan 18.06? — Einfaldlega radar-fótóstat- gegnumlýsing á lestarfarseðlin- um. Hann var í brjóstvasa yðar, ekki satt? — Nú, þannig já. — Já, einmitt þannig! Litli, feiti, önniun kafni maðurinn hvarf brott og Russ Martino stóð eftir. Hann ætlaði að fara að halda áfram, þegar honum datt allt í einu dálítið í hug. Fjandakornið, það hlaut að vera hægt að leika á vogina! Ef hann dulbyggist nú? Það gat ekki verið að hann væri landsþekktur sem maðurinn með þúsund andlitin fyrir ekki neitt! Hann þreif í flýti upp greiðu, breitti greiðslunni, setti lítið og rytjulegt efrivararskegg upp, setti upp einglyrni og setti upp aðalsmannslegan svip. Með þessum litlu, en áhrifamiklu hjálpartækjum, hafði hann oft og mörgum sinnum gert sig al- gerlega óþekkjanlegan. Hann steig upp á vogina, ýtti með þumalfingrinum á púðann, og borgaði, hlustaði á suðið í vog- inni og greip vigtarseðilinn. Þar stóð: „Þér eruð Russ Martino, búið á 5 Cross, Lane, 39 ára, 148 pund á þyngd, notið skó númer 42 og ætlið með 18.06 lestinni til Kensington.“ Auðvitað! Hann hafði hegðað sér asnalega! Fingrafarið kom upp um hann, fótósellurnar og farseðillinn í brjóstvasanum líka! En bíddu hæg! Maður gefst nú ekki svona strax upp! Hann náði í farseðilinn setti hann í töskuna og fór inn á næsta salerni. Þegar hann kom þaðan aftur út eftir fimm mín- útur var hann dulbúinn sem gamall sjómaður með tréfót (tréfótinn notaði hann yfirleitt þegar hann dulbjó sig sem sjó- ræningja). Hann staulaðist að voginni, steig tréfætinum á þrepið og gætti þess vandlega að teygja hinn fótinn nógu langt í burtu. Svo stakk hann peningi í rifuna, ýtti á púðann með nefinu og beið. — Jæja, sagði hann sigri hrósandi og þreif vigtarseðil- inn, þá skulum við sjá hversu Framhald á bls. 39. 30 tíÍLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.