Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 25

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 25
2 Mynd 2: Lúxushótelið Tenerife Playa, þar sem margir af farþegum í páskaferðum Sunnu búa. Mynd 1: Þessi mynd var tekin á baðströnd á Kan- aríeyjum, 20. janúar sl. Hitinn var þá, eins og venjulega nærri 30 stig sól að mestu óslitið frá morgni til kvölds. Og fólkið nýtur lífsins glatt og áhyggjulaust. 1 Við höfum undanfarið veitt því athygli, að mikið hefur verið skrifað um Kanaríeyjar í erlendum blöðum. Ástæðan er sú, að ferðamannastraumur þangað hefur á undanförnum árum margfaldazt og fram- kvæmdir þar, til að geta tekið sem bezt á móti ferðamönn- um — og að sjálfsögðu grætt á þeim hafa verið geysilegar. Eru Kanaríeyjar nú að verða einhver vinsælasti ferðamanna- staður í heiminum, enda lofts- lag þar frábært, allan ársins hring. f stað þess að fara að semja grein upp úr erlendum blöðum um þetta efni snerum við okkur til Guðna Þórðar- sonar, framkvæmdastj. Ferða- skrifstofunnar Sunnu, sem hef- ur undanfarin ár beitt sér fyrir ferðum íslendinga til Kanarí- eyjanna, og báðum hann um að segja lesendum okkar nokkuð frá þessum töfraeyjum. Síðustu árin hefur gerzt á Spáni ævintýraleg þróun í sambandi við ferðamál. Vegna hinnar spönsku sólar og hlýja sjávar, auk fjölbreytilegs lands- lags í söguríkum byggðum, hefur Spánn orðið eitt eftir- sóttasta ferðamannaland álf-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.