Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 36

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 36
PANDA DG JÖFRAMADURINN MIKLI „Hvað eruð þér að gera í mínu herbergi?“ endurtók Bergur greifi. „É — ég er frá viðgerðarþjónustunni,“ tautaði Goggi „É — ég var sendur til þess að_ líta á sjónvarpið yðar.“ „Jæja, drundi í greifanum. „Ég trúi ekki þessum þvættingi. Ég hef ekki sent eftir við- gerðarmanni.“ „Það hljóta þá að vera einhver mistök," stundi Goggi. „Hvað um það. ég hef komið því f lag og ... „Mér sýnist það!“ öskraði Bergur greifi. Samt er nú einhver óskapnaður á skerminum, og allur á hvolfi. Ekki hafði greifinn fyrr sleppt orðinu en „óskapnaðurinn“ kom hálfur út úr skerminum og hvessti augun á greifann, öskureiður. „Hvernig dirfizt þér að kalla mig óskapnað. Ég er Plútanus.“ Greifinn hörfaði nokkur skref aítur á bak og starði skelfdur á fyrirbærið. Svo áttaði hann sig og hljóp að veggnum. „Skjóttu fyrst, spurðu svo,“ urgaði í honum um leið og hann greip eina byssuna. Eftir mikla áreynslu hafði Panda loks tekiztz að komast út úr skápnum. Hann flýtti sér strax til íbúð- ar Bergs greifa, þar sem hann vissi að Goggi og Plútanus myndu vera. „Bara að ég sé ekki of seinn!“ stundi hann. „Goggi ætlar að stela auðæfum greifans og ég er viss um að það verða einhver læti.“ Auðvitað voru lætin þegar byrjuð. Á þessu augnabliki var greifinn að skjóta í allar áttir, meðan skotmarkið, Goggi, æddi um f skelfingu. Plútanus virtist aðeins truflast vegna hávaðans, því kúlurnar hrukku af honum jafnóðum. „Hvað er þessi Ytra-Heims búi að gera?“ spurði hann Gogga, sem hafði leitað skjóls bak við hann. „Og hvaða hávaða skrapatól er það, sem hann heldur á?“ „Hann er taugaóstyrkur!“ hvísl* aði Goggi. Sendu hann á kyrrlátan stað, þar sem hann getur hvílt sig.“ Þegar Panda loks hljóp inn í íbúð Bergs greifa starði Plútanus á rjúkandi byssu, sem lá á gólfinu, en Goggi var að fást við innmúraðan peningaskáp. „Datt mér ekki í hug,“ hrópaði Panda, öskureiður. „Þjófur ertu að stela peningum greifans.“ „Notaðu ekki svona ljót orð, litli kall “ sagði Goggi. Lokaðu dyrunum og hegðaðu þér vel, eða þú skalt hafa verra af.“ „En þú ert að stela,“ þráaðist Panda við, „og ...“ „Hver er að stela “ spurði Goggi. „Ég er að pakka eigum greifans saman, því hann þurfti að bregða sér dálítið snögglega frá.“ „Hvert fór hann,“ spurði Panda undr- andi. „Á mjög kyrrlátan stað,“ svaraði Goggi. „Mann- garmurinn var svo óstyrkur, að Plútanus sendi hann á kyrrlátan stað, samkvæmt ósk minni. Tilvalið fyr- ir greifann. finnst þér ekki?“ Panda skildi nú loks, hvað komið hafði fyrir „Auðvitað er það ekki ánægju- legt fyrir greifann," æpti hann og stappaði niður fótunum. „Þú hefur látið hann hverfa. Það er and- styggilegt af þér.“ f'ÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.