Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 23

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 23
sambönd austur fyrir, sem hann kom sér upp, er hann sá að hverju stefndi, og einnig, að honum hafi hreint ekki verið leitt að vinna fyrir Rússa. Vitað er, að Miiller lét ýmis hrósyrði falla um stjórn Stalíns í kunningjahópi á stríðsárun- um. Hann var aldrei talinn sérlega harður flokksmaður í nazistaflokknum. Hann trúði fyrst og fremst á veldi velskipu- lagðrar lögreglu og nákvæma spjaldskrá hennar. Vitað er, að Muller sagði Himmler frá því á sínum tíma, að hann hefði kynnt sér vel starfsaðferðir rússnesku ör- yggislögreglunnar. Og vitað er, að hann sagði um vorið 1943, að ,,hann teldi Stalín vera á réttri leið. Hann er miklu fremri vestrænum stjórnmála- mönnum og ef ég mætti ráða ættum við að komast að sam- komulagi við hann.“ Múller mun hafa náð mjög góðum samböndum austur á bóginn. Deild undir hans stjórn hafði þann starfa að láta rúss- neska njósnara halda áfram loftskeytasambandi við Moskvu svo unnt væri að fylgjast með fyrirmælum um Moskvu til njósnaranna. Þeir létu njósn- arana senda bæði réttar og rangar upplýsingar, Svo Rúss- arnir vissu varla sitt rjúkandi ráð. Og hvað er sennilegra en þessi refur hafi, þegar hann sá, að hverju fór, komið sér á þennan hátt í gott samband við yfirmenn í Moskvu austur, og sent þeim réttar upplýsing- ar, þegar hann sá að öll sund voru að lokast hvort eð var? Svo mikið er víst, að skömmu fyrir strðslokin var um þrjú hundruð rússneskum njósnur- um sleppt úr haldi þessarar deildar Múllers og þeir látnir komast til Rússanna. Stjórn- andi þessarar deildar, undir Múller, var maður að nafni Stolz, og hann gekk Rússum á vald um leið og Múller, en dó sama ár í Berlín. Störf Múllers í Moskvu voru í hæsta máta leynileg, eins og gefur að skilja, en hann var háttsettur innan öryggislög- reglunnar og starfaði undir stjórn Beria sáluga. Eftir að Stalín dó var Bería fljótlega rutt úr vegi, eins og kunnugt er, en Múller hélt bæði höfði og starfi, enda var þekking hans á ýmsum málum talin ómissandi. Síðar var hann svo sendur til Ungverjalands og þar var hann, er uppreisnin brauzt út. Eftir það var ekki talið rétt að hafa hann þar lengur Og nú óskaði Moskva L__ Framhald á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.