Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 21
rann upp fyrir yður urðuð þér næstum trylltur. En yðar skarpi heili fann fljótt út, að þér yrðuð að ryðja Brant úr vegi og síðan fá mig dæmdan fyrir morðið á honum. Það hefði verið hin fullkomna lausn fyrir yður — þegar við vorum báðir úr sögunni, myndi enginn geta afhjúpað yður. En yður mistókst leikurinn, Maitland! Við síðustu orð Davids hrökk Paul örlítið við og andartak kom á hann hræðslusvipur, en hann náði sér brátt og gamli hrokasvipurinn náði aftur yfir- tökunum. — Nei, yður skjátlast. Áætl- anir mínar standast Brant er þegar dauður, og nú eruð það bara þið Kathy, sem þekkið söguna. En dautt fólk talar ekki... Ég greip andann á lofti. Var þetta Paul, sem talaði? Þetta var tal geðveiks manns. — Þér hafið brotizt hér inn f nótt, Henderson, og enginn veit hvers vegna. Enginn veit heldur um yður og Kathy. Þér gætuð hafa brotizt hingað inn til þess að fjarlægja eitthvað, sem hefði getað sannað, að þér hefðuð myrt Brant... Þetta var allt svo ótrúlegt, að enn flaug mér í hug, hvort þetta væri ekki allt saman draumur, en Paul hélt áfram, ískaldri og rólegri röddu: — Kathy vaknaði og stóð yður að verki hérna niðri. Þess vegna urðuð þér að drepa hana. Þér skutuð hana með sömu byssunni og þér notuðuð, þegar þér myrtuð Johnny Brant... Ég var á leiðinni hingað, en kom því miður of seint til þess að bjarga Kathy. Ég reyndi að hindra flótta yðar. Við slóg- umst, og þá hljóp skotið úr byssunni, — skotið sem særði yður banasári, Henderson! Paul horfði sigri hrósandi á okkur. Þetta var sem sagt hans áætlun. Ég ætlaði að reka upp öskur og fleygja mér fram fyrir David, en ég gat hvorki hreyft legg né lið. Þetta var eins og hræðileg martröð. David horfði stöðugt á Paul. Það varð andartaks þögn, og loftið var hlaðið rafmagni. Spennan var óþolandi. Allt í einu gekk David feti framar. Ég lyfti hendinni til að stöðva hann og ætlaði að æpa: •— Nei, nei, hann skýtur þig! En ég kom engu hljóði upp. Paul lyfti skammbyssunni örlítið. Það heyrðist smá smell- ur, þegar hann spennti byss- una. Á næsta andartaki reið skot- ið af. En það var ekki David, sem hneig niður. Það var Paul. Um leið féll skammbyssan úr hendi hans. Ég var of örmagna til þess að gera mér skýrt grein fyrir öllum hlutunum, en ég sá þó, að margir lögregluþjónar komu hlaupandi inn frá veröndinni, og ég heyrði óskýrt kunnuga rödd Rutledges yfirlögreglu- þjóns, er sagði: — Grípið hana, drengir — hana svimar! Svo varð allt dimmt. Það leið langur tími frá þessum hræðilegu atburðum áður en ég gat farið að hugsa um þá aftur. Ég fékk alvar- legt taugaáfall, en David vék ekki frá mér og hugsaði ein- staklega vel um mig. Ég syrgði Paul — harmaði þá ógæfu, sem hann hafði leitt yfir sjálfan sig. Og svo gat ég heldur ekki varizt þeirri hugsun að ég hefði á vissan hátt átt þátt í hinum hörmulegu afdrifum hans. Ég hafði aldrei elskað hann. Ég vissi ekki hvað raunveruleg ást var, fyrr en ég kynntist David. Ótal hugsunum skaut upp í höfði mér. Það var enn heil- margt í sambandi við ,,Johnny“ Davids, sem ég skildi alls ekki. Þegar ég hafði náð mér það mikið, að ég gat rætt um það, sem gerzt hafði, spurði ég David: — Hvers vegna fórstu með mig til Akurlendanna þriggja? Það var þó alls ekki þitt heimili. — Áður en ég hitti þig hugs- aði ég aðeins um hefnd, og þess vegna leigði ég mér her- bergi hjá frú Turnley, sem tók til fyrir Brant. Hún hafði lykil að Akurlendunum þremur og ég komst yfir hann og lét gera mér annan eftir honum. Ég þurfti að komast inn í húsið. — Þú talaðir aldrei um sjálfan þig, David, hélt ég áfram. Ég varð bókstaflega að neyða þig til að tala um sjálfan þig- — Ég GAT ekki talað um mig, Karen, því ég vildi ekki Ijúga að þér. Ekki eftir að mér þótti orðið vænt um þig. Þar að auki var ég hræddur um að missa þig, ef ég segði sannleik- ann. — En þegar þú fórst til Parísar þessa viku, var það líka í sambandi við . .. — Ég fór aldrei til Parísar. Johnny Brant var þar og það var hann sem sendi þér þetta skeyti. Það var samsæri hjá Paul og honum. Ætlunin var að maðurinn þinn kæmi að þér í örmum elskhuga þíns, það er mínum, og í bardaganum, sem yrði á milli okkar yrði ég myrt- ur. Eða að minnsta kosti hélt Brant, að það myndi ganga þannig fyrir sig. Hann hafði enga hugmynd um að Paul teldi hann vita of mikið og ætlaði að ryðja HONUM úr vegi fyrst! — Hvers vegna vildi Paul láta mig búa hér á Akurlend- unum þremur? Því það var þó það sem hann vildi? — Hann vissi ekki, hvar mig var að finna, en upp á mér varð hann að hafa. Þess vegna not- aði hann þig hér sem beitu fyrir mig. En hann vissi bara ekki, að ég hafði sagt Rutledge yfirlögregluþjóni alla söguna: um bílslysið, um fangelsisvist- ina og að ég grunaði Paul um að hafa drepið Johnny Brant. Þar að auki sagði ég Rutledge að ég grunaði Paul um að ætla að ryðja mér úr vegi, með því að ginna mig út að Akurlend- unum þremur. Til allrar ham- ingju trúði Rutledge mér og þess vegna kom hann hingað til þess að reyna að vinna trún- að þinn. Það tókst ekki, eins og við bæði vitum. Við ákváð- um því að leggja gildru fyrir Paul, án þess að þú vissir. — Þið notuðuð mig sem sagt fyrir agn? Ég átti að bíða hér ein og bíða eftir Pau! ... David rétti fram hendurnar. — En ég gætti þín þó allan tímann. Ég hefði aldrei látið neitt koma fyrir þig. Þú trúir því, þegar ég segi það, er það ekki Karen? Maðurinn þinn var morðingi. Þú varst miklu öruggari úti í Akurlendunum þremur en heima með honum. Ég vakti yfir þér, dag og nótt, allan tímann! Ég elska þig, Karen! Þegar allt þetta vonda er liðið hjá, getum við, þú og ég, gert framtíðaráætlanir okkar — saman! David tók mig í faðm sér og ég hallaði höfðinu að öxl hans — óendanlega hamingjusöm. (SÖGULOK). Því miður verðuin við að hætta við birtingu á framhaldssögunni, sem birzt hefur í tveimur siðustu blöðum og biðjum við lesendur okkar afsökunar á því. í þessu blaði hefst, eins og les- endur sjá, ný íslenzk framhaldssaga, eftir unga íslenzka skáldkonu, Ingi- björgu Jónsdóttur, AÐ BÚA I BLOKK. Saga þessi er ósvikin gamansaga, er segir frá vandamálum fjölbýlishús- anna, sem flestir þekkja, annað hvort af afspurn eða eigin raun. Sagan er myndskreytt af Ragnari Lár. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.