Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 9
fara einstaklega varlega með. Fyrst eftir að við fengum hann mátti ég hvorki kveikja á út- varpinu né spila plötur enda fann ég það út að húsbóndinn á heimilinu elskaði fóninn meira en börnin sín. Aldrei hafði hann bannað mér að snerta þau, þvert á móti. Hann hljóp til að kveikja á fóninum, en ef börnin hans grenjuðu leit hann á mig með svip, sem sagði greinilegar en nokkur orð: „Nú mátt þú.“ Og þá hljóp ég. Og það þurfti að vefja teppi upp í stórar rúllur, skrúfa í sundur allt sem hægt var að skrúfa í sundur og hrista ryk- ið af málverkunum um leið og þau voru tekin af veggjunum. Það er annars undarlegt hvers konar æði getur gripið mann, þegar maður stendur í rálíka og þessu. Ég gekk hreinlega berserks- sgang. Ég sagaði meira að segja sundur kojurnar, sem blessuð börnin sváfu í, í trausti þess, að nú fengi ég tveim herbergj- unum meira. Það vakti mikla hneykslun. Blessaðir eldri drengirnir (ég hef víst gleymt að taka það fram, að þeir heita Gísli og Eiríkur), ráku upp skelfingar- vein. „Hvað ætlarðu eiginlega að gera mamma?“ spurði Gísli hneykslaður og reiður. „O, ég ætla að saga kojurn- ar í tvennt," sagði ég manna- lega og mældi lengdina með málbandi. Dauðaþögn. Ég krítaði með hvítu þar sem ég ætlaði að saga, svo mundaði ég sögina. „Ertu vitlaus mamma?“ sagði Eiríkur. „Hvað heldurðu að hann pabbi segi?“ En þetta beit ekki á mig. Ef elsku maðurinn minn hefði verið heima og komið klukkan fimm hefðu kannski sigið á mig tvær grímur. En hann var sko í Kaupmannahöfn og yrði þar um sinn. Ég bar mig borg- inmannlega og tautaði í barm- inn: „Hann fær ekki að vita það fyrr en um seinan.“ „Við skulum skrifa pabba og klaga þig,“ sögðu stóru dreng- irnir í kór og ég varð guðs lifandi fegin. Á meðan þeir voru að prenta með stórum upphafsstöfum heljarlangt bréf til pabba síns notaði ég tæki- færið og friðinn og sagaði koj- urnar í sundur svona líka lista- vel. Framhald á bls. 40. 1 þessu blaði hefst ný íslenzk framhaldssaga eftir unga íslenzka skáldkonu, Ingibjörgu Jónsdóttur. Ingibjörgu er óþarft að kynna, hún hefur sknfað nokkrar skáldsögur, sem út hafa komið und- anfarin ár og notið mikilla vinsæla. I vetur hefur hún skrifað nokkrar gamansögur í Fálkann undir dulnefninu ,,Sigrún“. Þessi saga, „Búið í blokk“, sem er ósvikin gamansaga, segir frá vandamálum fjölbýlishúsa í gamni og alvöru, en eins og allir vita, sem í þeim hafa búið, koma sífellt upp margvísleg vandamál meðal hinna mörgu íbúa. Höfundurinn býr sjálf í fjölbýlishúsi, en samt skyldu menn ekki ætla, að það séu endilega íbúar hennar eigin húss, sem hún lýsir, þeir finnast út um allan bæ . . . .!g sagaði meira að segja i sundur kojurnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.