Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 28
faldazt næstum með hverju ár- inu sem líður. Fyrir fimm árum var lítið afskekkt fiskimannaþorp ein- mana við ströndina, þar sem hinn undurfagri Orotavadalur opnar faðm sinn að hafi . íbú- arnir voru um 14 þúsund tals- ins og lifðu á fiskveiðum. Þá var aðeins eitt hótel, í brezkri eign, stórt og glæsilegt, sem staðið hafði í hæðum þarna spölkorn frá sjónum. Það var eftirsóttur draumastaður í aug- um þeirra tiltölulega fáu, sem höfðu komið þangað og margir sem um þennan stað fréttu fóru þangað um langan sjóveg og áttu ekki orð til að vegsama dásemd hans. Nú eru risin fimm ný lúxus- hótel í ferðamannaborginni nýju, auk fjölda smærri hótela og heimavista, en þrjú stór gistihús til viðbótar eru í smíð- um og von á mörgum fleirum. Mörg stór sambýlishús hafa risið með miklum fjölda einka- og leiguíbúða fyrir Evrópubúa og Ameríkumenn og einn helzti banki Spánar er að byggja í ferðamannaborginni ungu byggingasamstæðu með um 400 íbúðum, sem búnar eru öllum nýtízku þægindum. Gistiher- bergi í þessari ungu ferða- mannaborg, sem risið hefur sjálfstæð og aðskilin við hliðina á hinum friðsama fiskimanna- bæ eru þegar um fimm þúsund talsins og aukast að jafnaði um 2 þúsund á ári. Risið er frá því í fyrra margt nýrra skemmtistaða og í heil hverfi verzlana, þar sem verzlað er með margskonar alþjóðlega há- tollavöru, svo sem úr, viðtæki, myndavélar, áfengi, ilmvötn og austurlenzka listmuni. Yfirleitt flest það sem nöfnum tjáir að nefna. Kanaríeyjar njóta þeirrar sérstöðu, að eyjarnar eru al- gjört fríríki, svipað og Hong Kong, og engir tollar greiddir af neinu, hvort um er að ræða heilar bifreiðar eða lítil arm- bandsúr. Þrátt fyrir hinar gífurlegu hótelbyggingar, er aðsóknin svo mikil að illgerlegt er að fá herbergi á beztu gistihúsunum, nema með margra mánaða fyr- irvara. Ég hef oft komið til Kanarí- eyja og á ýmsum tímum árs, en aldrei um hávetur fyrr en nú. Það er einkennilegt að fljúga á fáum mínútum norðan úr kulda og vetrarsúld Evrópu- landa og koma í þetta blóma- hafa og bananalanda og sjá fólkið flatmaga í sólinni frá morgni til kvölds, milli þess, sem það bleytir sig í næstum því 20 stiga sólheitum sjó. Það eru einkennilegar janúarmyndir það, og enginn staður í Evrópu, sem er gjöfulli á sól og hita um vetur, enda má með nokkr- um sanni segja að Kanaríeyjar tilheyri fremur Afríku en Evrópu, þó fólkið sé flest af spönskum stofni, spánska sé þjóðtunga og þjóðlífið spánskt, nema hvað það minnir marga mjög á Suður-Ameríku, enda myndi ég flokka Kanaríeyjar sem eins konar milliland á milli Evrópu og Suður-Ameríku og landafræðilega á það líka vel við. Þegar Forn-Rómverjar fundu þessar eyjar á siglingum sínum suður fyrir Vestur-Afríku gáfu þeir þeim nafnið „Paradísar- eyjar“ og það er flestra mál, sem til þekkja að eyjarnar beri það nafn með réttu. Lifir Muller Framhald af bls. 23. ekki eftir hor.um aftur. Þá hrökklaðist hann til Albaníu, þar sem hann dveJ.zt nú. Ekki hefur verið látið uppi, hvernig ferill Múllers hefur verið rakinn, en eitthvað munu þeir menn hafa komið þar við sögu, sem mestan þátt áttu í að hafa upp á undirmanni hans, Adolf Eichmann. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan stjórnum Póllands, Tékkóslóva- kíu og Júgóslavíu var kunn- ugt um það, hver hinn alb- anski lögregluforingi Nakos- chiri, raunverulega væri. Og enginn vafi er á því, að allar þessar stjórnir eiga þá ósk heitasta að fá Heinrich Múller, manninn sem skipulagði og stjórnaði útrýmingarherferð nazistanna í löndum þeirra, framseldan, ekki á morgun, heldur í dag. Og enginn vafi er á því, að líf hans yrði ekki langt, eftir að lögregla þessara landa næði honum hvað þá ef ísraelsmönnum tækist að ná honum á sitt vald. En það er ekki heiglum hent að ná honum. Múller stjórnar sjálfur þeim mönnum, sem eiga að gæta hans og gera „nauð- synlegar varúðarráðstafanir“, rétt eins og fyrrum. Og vart verður slakað á, eftir að hann veit, að feluleiknum er lokið. Austur-þýzka stjórnin hefur stjórnmálasamband við Alba- níu. Hún getur því krafizt framsals Múllers, sem hvers annars ótýnds glæpamanns. En glæpir hans fyrnast samkvæmt austur-þýzkum lögum, 8. maí 1965. Og ósennilegt er að Hoxa afhendi vin sinn í hendur hálf gerðra villitrúarmanna í Aust- „Jú, jú, jú," grét frænka. ur-Þýzkalandi fyrir þann tíma. „Veslings litla Rósa. Ég kaupi Enda kannski ekki svo þægi- rósir — margar...“ legt fyrir alla aðila þar, ef Strax eftir heimkomu mína Múller opnaði munninn... til Parísar fór ég út í Clignan- Framhald á bls. 31. Sorgarhalturinn Framhald af bls. 10. í stólnum sínum. Við hellum í glösin, klingjum, dreypum á — og rekum upp stór augu. „Mon Dieu — Þetta er edik! Það var þó merkilegt...“ fliss- ar frænka, „nú þá á ég í öllu falli dálítið hvítvín. sittu bara kyrr...“ Frænka fjarlægðist með glös- in og finnur reyndar furðu fljótt hvítvínið, sem stóð upp á skáp. Við dreypur varlega á. Jú, það er svo sem nógu gott. Bragðið var þó dálítið ein- kennilegt, vegna þess að frænka hefur gleymt að skola glösin. En við dýfum kökunni í vökvann og hlæjum svo húsið hristist... Ástæðan fyrir næstu heim- sókn minni var sorgleg. Það var til að tilkynna að Róbert frændi, sem var giftur Rósalíu, sem var ennþá eldri systir Irenu, væri dáinn. Fjölskyldan hafði þó aðeins komið saman á nokkurra ára fresti. Irene frænka flóði í tárum. „Ó, ó, að Rósa litla skyldi deyja,“ snökkti hún og kross- aði sig. „Nei, nei, það er ekki Rósalía, heldur Róbert, sem er dáinn,“ sagði ég. „Hvað!“ Frænka hristi hrokkinlokkana sína. „Nú já, það eru nöfnin, þau eru svo lík. En mikið er það samt sorg- legt...“ „Já, en heyrðu nú! Þú og Maximin frændi verðið endi- lega að fara til jarðarfararinn- ar. Það er á miðvikudag klukk- an tvö.“ Frænka gleymdi að gráta og varð alveg agndofa. „En það — það er jafn langt og á enda veraldar. Þangað rötum við aldrei — aldrei!“ „Ójú, víst frænka litla. Auð- vitað hefði ég sótt ykkur og komið aftur með ykkur, en ég þarf einmitt að fara burtu vikutíma. En það gengur samt sem áður. Og þú verður endi- lega að láta frænda hafa hvíta silkihálsklútinn. Ekki þann bláa. Heldur ekki þann rauð- köflótta. Og — í öllum bæn- um — gleymdu ekkj að kaupa blóm til að kasta niður á kist- una í gröfinni. Þá er það öruggt að þið komið, vegna Rósalínu, er það ekki? célagsprentsmiðjan h.f. Spítaiastíg 10 Sirni 11640. Prentun á bókum blöðum tímaritum. Alls konar eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst tU okkar. Félagsprentsmiðjan h.f. Spítalastig 10 — Sími 11640. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið timanlega. KORKIÐJAN H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. ^ALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.