Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 13
öðru lagi lét hún sér ekki nægja að stanga úr tönnun- um, heldur borðaði hún það líka sem úr þeim kæmi. Kom og í ljós. að móðir drottningar var ambátt og sjálf var hún fædd í þrældómi. Kóngur fylltist nú fullkominni auðmýkt yfir hinni yfirnáttúrlegu vizku Amlets og gaf honum dóttur sína fyrir konu. Varð auðmýkt hans svo mikil, að hann tók hvert það orð sem Amlet lét út úr sér falla, sem him- neska vísbendingu. Daginn eftir brúðkaupið uppfyllti kóngur, að því er hann hélt, ósk Fenge vinar síns og lét hengja fylgdar- menn Amlets. Þessu lézt Amlet kunna stórlega illa og heimtaði fé í mannbætur. Var honum greitt mikið gull, sem hann lét steypa svo passaði inn í kistla tvo. Leið svo af ár, en áður en Amlet yfirgaf Danmörku hafði hann beðið móður sína, að láta drekka erfi sitt nákvæmlega ári eftir að hann yfirgæfi landið og tjalda höllina innan með miklum tjöldum við það tækifæri. Hélt hann nú heim til Jótlands og tók enga fjármuni með sér utan kistlana tvo. Er hann kom til hallarinnar, stóð erfidrykkja hans sem hæst. Áður en hann gekk inn gaf hann sér tíma til að skipta um föt og klæddist ræflum þeim, er hann hafði kiæðst, þegar hann lék fífl til að blekkja Fenge stjúpa sinn og frænda. Urðu menn að vonum mjög undrandi, er Amlet birtist þarna allt í einu í sjálfs sín erfidrykkju og gátu þó ekki varizt hlátri yfir útgangi hans. Spurðu menn hann, hvað hefði orðið af fylgdarmönnunum, en Amlet rétti fram kistlana, og sagði þá vera þar niður komna. Tóku menn þetta sem eina af hans vitleysum og hentu gaman að. Amlet fannst sjálfsagt að menn fengju nóg að drekka í þessari sérstæðu veizlu og gekk sjálfur í lið með skenkjurum konungs. Bar hann ölið ósletilega fram og girti upp skikkju sína, til að verða fljótari í ferðum. Sverð sitt dró hann öðru hverju úr slíðrum og reyndi bit þess á nöglum sér, og spratt þá á stundum blóð undan. Tóku þá nokkrir veizlugesta sig til og negldu sverðið fast í slíðrin. Þegar gestirnir voru orðnir mjög ölvaðir, þótti Amlet stundin vera runnin upp. Reif hann þá og skar niður hin miklu tjöld og bar eld að. Gátu gestirnir, sem lágu ölóðir undir hinum þykku tjöldum enga björg sér veitt. En Fenge hafði gengið brott úr salnum til svefn- herbergis síns. Þangað fór nú Amlet og tók sverð kon- ungsins og hengdi sitt, sem gestirnir höfðu fest í slíðrin, upp í staðinn. Vakti hann konung og kvaðst nú vera l kominn til að hefna föður síns. Kóngur rauk upp að vonum og vildi verja sig, en náði ekki sverðinu úr slíðrum, og Amlet felldi hann. Amlet fannst vissara að gefa sig ekki fram, fyrr en hann vissi, hvernig menn tækju þessum ósköpum öllum. Strax morguninn eftir þyrptust menn að og aðgættu verksummerki. Tóku þeir tíðindunum misjafnlega, en þó ekki verr en svo, að Amlet gaf sig fram við þá og flutti langa og mergjaða ræðu, þar sem hann skýrði frá allri sinni uppgerð, og hvernig hann hefði leikið á fólk til að koma fram hefndum fyrir morðið á föður sínum. Fór enda svo, að landsmenn fyrirgáfu honum Framhald á bls. 42. Dauði her Amlets. Shakespeare Iét Hamlet aldrei komast til Englands. En Amlet Jótlandsprins, sem er fyrirmynd Shakespeares að Hamlet, fór til Bretlands og lenti þar í ótal ævintýr- um og lifði meðal annars í tvíkvæmi um sinn. Saxó Grammaticus hefur skráð sögu Amlets í Danmerkursögu sinni og hér er endursagður kaflinn frá Bretlandsdvöl Amlets. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.