Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 39

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 39
Litla sagan Framhald aí bls. 30. gáfuð þú ert, virðulega raf- magnsheilavog! Hann las: „Þér eru Russ Martion, búið á 5 Cross Lane, 39 ára, 148 pund á þyngd, ef við sleppum tréfætinum, og vegna uppá- tækja yðar verðið þér að koma fram með stimpilblek á nefinu í kvöld, ef þér náið 18.30 lest- inni til Kensington. 1806 lestin er fyrir löngu farin!“ Willy Breinholst. Kvikmyndir Framhald af bls 29. >• Var það myndin Cottage to Let. Af seinni myndum hans má nefna Who Goes There? Happy Family, Apes of the Rock og The Weapon. Þessi mynd er ekki í hópi „stórmynda“ en hún uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til gamanmynda: hún er skemmti- leg og þess vegna vel þess virði að sjá hana. Skíðaíþróttin 1'i i ni blh. 37 margir snjöllustu skíðamenn heims. Þrátt fyrir þetta munu Norðurlöndin og þá sérstak- lega Noregur ætíð verða talin brautryðjendur á sviði skíða- íþróttarinnar á seinni tímum, einnig hvað snertir skíðatækni, sem verður fegurri og full- komnari með hverju ári sem líður. Þess má geta, að fyrsta skíða- Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. DAGUR mót sem haldið var í Noregi fór fram á „Grorud“ árið 1862, en síðan er ekki hægt að koma tölu á öll þau skíðamót sem haldin hafa verið þar og á Norðurlöndum yfirleitt, í síðast- liðin 100 ár, enda mundi slíkt verða efni í stóra bók. í vetrarstyrjöldinni milli Finna og Rússa 1939—1940 voru stofnaðar harðsnúnar skíðahersveitir innan finnska hersins sem komu mikið við sögu í þeim ójafna handarleik og gátu þær sér slíkt frægðar- orð, að aldrei mun gleymast en sem mun geymast í hjörtum finnsku þjóðarinnar um aldur og ævi. Hersveitir þessar voru útbúnar þannig, að fatnaður þeirra ásamt skíðum, vopnum og öllum útbúnaði var mjall- hvítt og gerðu þær óvininum marga skráveifu, þar sem ill- mögulegt var að koma auga á hina hvítklæddu hermenn. Enda áttu þessar skíðahersveit- ir sinn stóra og sögulega þátt í hinni hetjulegu vörn finnska hersins gegn risanum í austri, þótt svo færi að lokum eins og kunnugt er, að Finnar yrðu að lúta í lægra haldi fyrir ofur- eflinu. Skíðaíþróttin hér á landi á sér ekki langa sögu, þó getið sé þess í fornum sögum að skíðaferðir hafi verið iðkaðar, og þá helzt í sveitum norðan- lands. En saga hennar er þó nógu löng til þess, að á nokkr- um áratugum hafi orðið til ís- lenzkir skíðagarpar, sem getið hafa sér góðan orðstír bæði heima og erlendis. Einnig virðist áhugi almenn- ings hér fara vaxandi fyrir skíðaíþróttinni og enda þótt hér sunnanlands hafi verið erfitt að stunda hana undan- farna vetur vegna snjóleysis, þá má þó með sanni segja, að hver stund og hver skafl er notað ef veðrið er ákjósanlegt. Og þegar vora tekur fara hópar skíðamanna inn í óbyggðir, upp á hæstu jökla til að halda áfram að njóta þessarar hollu íþróttar og leggja þá oft á sig mikið erfiði og langar göngur til að geta notað þessi undra- verðu tæki, sem kallast skíði og sem virðast hafa komið mikið við sögu mannkynsins frá því sögur hófust. Þó er það eitt sem gleður okkur mest í sambandi við skíðaferðir, og það er hvað hin íslenzka æska hefur sýnt mikinn áhuga fyrir þessari íþrótt íþróttanna, — eins og Norðmenn kalla hana, — en það ánægjulegasta er þó, að hópur hinnar uppvaxandi kyn- slóðar sem stundar skíðaferðir, fer vaxandi með hverju árinu sem líður, þrátt fyrir snjólétta vetur og erfiðar aðstæður. (Að mestu þýtt úr „Pá Ski“, eftir Einar Bergslund). L. J. í umferðinni Framh. af bls. 15, Eitt er víst, að hetjan við stýrið hugsar meira um drauma- dísina, sem nú situr við hlið hans en veginn framundan og umferðina á undan og eftir. Hvar og hvernig ökuferðin end- ar, fer svo eftir ýmsu, en af frá- sögum blaðanna er augljóst, að furðu oft eyðileggjast bílarnir gersamlega, án þess að stórslys verði á mönnum. Þetta breytist vitanlega með bættum vegum. Þá verður, eins og áður var sagt, hraðinn um það bii helm- ingi meiri og dauðaslysum fjölgar. Ökukennsla ríkisins, jafnvel skyldimám. Á íslandi hafa yfirvöldin ekki gert mikið að því, að hindra ó- hæfa menn í að öðlast ökurétt- indi og halda þeim, þótt fátt sé í sómanum um akstur þeirra. Þó munu engir hafa fengið meiraprófsréttindi nýlega út á Faðir vor, eins og talið var fært fyrir nokkrum árum. Hinsveg- ar er ekki langt síðan að mað- ur með skaddaða útlimi, litla greind og gallaða skapgerð lauk meiraprófi, er þá óþarft að ræða kröfurnar, sem gerðar eru til hinna, sem aðeins ætla að ljúka minnaprófi. Sennilega myndi fátt auka öryggi í umferð eins mikið og vönduð ökukennsla, sem ríkið annaðist og bæri alla ábyrgð á. Kæmi jafnvel til greina, að gera ökukennslu að skyldunámi í skólum, sem kenna 17 ára ung- lingum eða eldri. Kemur þar plrki aðeins til, að oftast verða menn því betri bílstjórar sem þeir læra fyrr, á hitt ber einn- ig að líta, að maður, sem kann að aka bíl, hagar sér oftast mun skynsamlegar í umferð al- mennt, hvort sem hann nú hjól- ar eða gengur. í sambandi við ökukennslu á vegum ríkisins ber ekki að- ins að kenna einfaldar umferð- arreglur og hvernig aka skal bíl, einnig skyldi farið vandlega yfir öll meginatriði umferðar- sálfræðinnar en sú fræðsla, sem unglingurinn hlyti þannig, myndi koma honum að gagni á fleiri sviðum. Nútímamanni er miklu nauðsynlegra að fræð- ast um sjálfan sig og afstöðu sína til annarra í flóknu og fjölbreyttu þjóðfélagi en eyða tíma í að nema heiti fljóta í Síberíu á Rússnesku eða hvað það nú annars kann að vera ó- raunhæfa námsefnið, sem fyr- ir löngu ætti að vera búið að leggja fyrir róða. Með því að tengja ökukennsl- una sem mest skólunum er mun auðveldara að glöggva sig á því, hvenær og hvort unglingurinn á að fá ökuréttindi. Sumir geta vafalaust, eins og nú, fengið þau 17—18 ára, aðrir á aldrin- um 20—25 og sumir aldrei. Þeir fengju þá líka frí úr öku- kennslutímum eins og sum börn fá frí úr sundi nú. Veiting ökuréttinda við 17 ára aldur skyldi og háð því, að unglingurinn hafi ekki gert sig sekan um að hafa brotið lands- lög. Hafi hann ekki hreinan skjöld hvað það snertir, ber að fresta veitingu ökuréttinda og mun ég síðar rökstyðja það nánar. Framhald á næstu síðu. helgað fegurö fagurra angna EINGÖNGU til augnfegurðar — óviðjafn- anlegt að gæðum — við ótrú- lega lágu verði undravert litaval í fegurstu demantsblæ- brigðum sem gæða augun skínandi töfraglóð. Fyrir það er Maybelline nauðsyn sér- hverri konu sem vill vera eins heillandi og henni er ætlað. Maybelline er SÉRFRÆÐI- LEG augnfegrun! Sjálfvirkt smyrsl og óbrigðul Mascaravökvi og pensiklregnar augnlinur. Sniyrsl og Augnskuggastifti. Sjálfvirkir augnabrúna- penslar og augnaháraleiðarar. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.