Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 27

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 27
Mynd 4: íslendingar í páska- ferð Sunnu á síðastliðnu vori á meðan páskahretið færði ís- lendingum snjó og 14 stiga frost. Mynd 2: Við sundlaugina á Hótel Tenerife Playa. Myndin er tekin að aflokinni „Siesta“- hvíld að loknum hádegisverði. Mynd 5: Frá Puerto de la Cruz á Tenerife. Sér út yfir sjólauga- baðstaðinn San Telmo. Þennan stað kannast nú margir íslend- ingar orðið við úr páskaferð- unuin. Mynd 3: Ferðamannaborgin Puerto de la Cruz, þar sem skrautleg lúxushótel rísa með ævintýralegum hraða. Mynd 1: Sólelskir hótelgestir við sundlaug eins af lúxus- hótclunum á Kanaríeyjum. ekki út til eyjanna með öllum sínum ofsa, því sjávarloftið temprar hann. Tenerife er stór eyja, næst- um því eins mikil að flatar- máli og Borgarfjarðar- og Mýrasýslur til samans. Gróð- urinn minnir á hitabeltislöndin. Þarna í Orotavadalnum er óhemju bananarækt og blóma- breiður í öllum regnbogans litum. En þegar ekið er upp um hlíðar fjallakonungsins Teide, sem er yfir 3.700 metra hár, liggur leiðin í gegnum allt gróðurbelti Evrópu, eftir því sem landið hækkar, unz loks taka við berir hraunflákar og svo snjór. Er einkennilegt að sjá til þessa snækrýnda konungs neðan frá ferðamannaborginni Puerto de la Cruz þar sem fólkið liggur fáklætt í sólbaði við sólheitar sjólaugar undir bananatrjám, og pálmum, sem notaðir eru til að skreyta um- hverfið. Það var einmitt hér í Orotavadalnum, sem hinn frægi ferðalangur og rithöfund- ur Humbolt var á ferð fyrir meira en 100 árum og taldi Orotavadalinn fegursta blett á jörðinni, og hafði þó þessi land- könnuður farið víða um heim. „Hér vildi ég kjósa að setjast að,“ segir þessi kunni víðförli rithöfundur. Það er flugtæknin, sem rofið hefur einangrun Kanaríeyja og orðið til þess að fólk á þess kost á tiltölulega ódýran og auðveldan hátt að njóta þar dýrðlegra daga í hlýju gróðrar- lofti undir suðrænni sól, jafnt á vetri sem á sumri. Og síðan flugtæknin opnaði fólki nýja ferðamöguleika hefur gesta- fjöldi á Kanaríeyjum marg- Framhald á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.