Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Side 4

Fálkinn - 14.09.1964, Side 4
Krafa íslenzkra íþróttaunnenda. Háttvirta vikublað! Til eru þeir menn hérlendis sem reyna að gera lítið úr hinni íslenzku íþróttahreyfingu. Þetta eru þeir menn, sem lítið leggja til málanna en tala sem hæst þegar illa tekst til á móti erlendum liðum. Þessir menn skilja ekki að það getur tekið talsverðan tíma að vinna upp sterk kapplið hér og ein- staklinga. Við íslendingar eig- um ekki neitt verri íþrótta- menn en erlendar þjóðir en aðstaða þeirra hér til að leggja stund á íþróttir er slík að ekki er hægt að búast við neinum árangri. Þetta er hlutur sem margir virðast eiga erfitt með að kingja. Ég hef talsvert verið að velta þessum málum fyrir mér að undanförnu. Og ég held að ég hafi fundið lyftistöng fyrir ís- lenzka íþróttahreyfingu. Ég held að við ættum að taka að okkur eina Olympiumleika. Margir munu eflaust segja sem svo að þetta mundi verða nokk- uð kostnaðarsamt fyrirtæki en hvað sem því Jíður þá er það víst að fyrirtæki sem þetta mundi lyfta íþróttamálunum hér úr þeim leiðinlega öldu- dal sem þær eru í. Við tökum gjarna erlendar þjóðir okkur til fyrirmyndar og ég var að lesa það í ein- hverju dagblaðanna nú fyrir skömmu að Bandaríkjamenn hafa hafið herferð til fjáröfl- unar svo þeir geti haldið þessa leiki hjá sér. Þessi herferð er í því fólgin að hlaupið er um landið með gerfi Olympiueld. Þetta er gert til þess að vekja athygli almennings á þessu máli svo hann leggi eitthvað fé fram að mörkum. Því ekki að koma á svona kynningar herferð hér með því að hlaupa umhverfis landið, eða frá Akur- Donald Campell nofaði K.L.G. kerti í Bluebird sinn er hann setfi heimsmet i hraðakstri þann 17. júlí 1964 — 403,1 mílur á klst. 648,7 km. Öll mæljjtæki í Bluebird eru og gerð af K.L.G. framleiðandanum Smith & Sons. KRYDDRASPID FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN eyri til Reykjavíkur? Þetta mundi áreiðanlega vekja at- hygli og kynna íþróttirnar og verða til þess að menn legðu fram fé. Og þótt við mundum kannski ekki geta haldið þessa leiki strax hjá okkur þá mundi safnast hér það mikið fé að einu sinni yrði hægt að halda veglegt landsmót líkt og það sem UMFÍ mun halda næsta ár að Laugarvatni. Þetta er mál, sem þarf að koma í framkvæmd þegar í stað. Svo vænti ég þess fastlega að þið hendið ekki þessu bréfi í ruslakörfuna heldur birtið það sem allra fyrst. Með beztu kveðjum og þökk. íþróttaunnandi. Svar: Því aS hafa þetta boShlaup svona langt? Þvl ekki aS byrja smátt og hafa boShlaup umhverfis Tjörnina og fcera síSan út kvíarn- ar og lengja hlaupiS árlega? Frá öðrum sjónarhóli en venjulega. Kæri Fálki! Þú hjálpar stundum þegar þér er skrifað og þess vegna datt mér í hug að skrifa þér og vita hvort þú getur ekki hjálpað mér. Ég er fjórtán ára strákur og mér finnst stelpur mjög leiðinlegar. Þær eru svo flottar með sig og alltaf með stæla og mála sig í framan og það er ekki hægt að tala við þær. Það er ein stelpa sem fer í taugarnar á mér. Hún á heima rétt hjá mér og er alltaf á eftir mér óg lætur mig aldrei 1 friði. Strákarnir segja að hún sé skotin í mér og það getur vel verið en ég kæri mig ekki um neitt svoleiðis. Hún er heldur leiðinleg og veit ekkert um bítlana og svoleiðis og ef mað- ur er töff hrynur hún í rusl og veit ekkert hvað hún á að segja. Svoleiðis eru margar stelpur. En hún er alltaf nærri þar sem ég er og mér finnst það leiðinlegt Ég get t. d. varla farið í bíó nema hún fari þangað líka. Hún er ekkert svakalega ljót en mér er sama þótt hún væri sportmódel ég mundi ekki vÞ- á hana. Og rK 4 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.