Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Page 14

Fálkinn - 14.09.1964, Page 14
FÁLKINN birtir nú endurminningar bresks hermanns sem tók þátt í hernámmu. Við vitum hvaða augum íslendingar litu hið erlenda setulið, hitt er engu ófróðlegra að vita hvaða augum þessir framandi stríðsmenn htu á okkur. Og við gefum Alan Boucher orðið. Dvöl hans hér varð honum giftudrjúg, því hér fann hann sér konu. Og siðar lauk hann doktorsprófi í íslenzkum bókmenntum, liðsforinginn sem hafði stjórnað loftvarnabyssum á Görðum á Álftanesi. Hér birtum við fyrstu greinina af þrem í greina- flokki þeim, sem Boucher hefur ritað fyrir Fálkann um þátttöku sína í styrjöldinni. Greinin er frum- samin á íslenzku. Árið 1939 var ég að ljúka við nám í enskum bókmenntum við háskólann í Cambridge og hafði þá enga hugmynd um hvað ég ætlaði að gera. Helzt langaði mig að gerast rithöfundur, en námsstjórinn minn, Tillyard prófessor, hafði bent mér á það, að hyggilegast væri að hafa ofan af sér með öðrum hætti, áður en maður færi út í skáldskap. Mér fannst hann hafa á réttu að standa. Faðir minn, sem hafði kostað mig til náms, var nýlega orðinn fyrir miklu fjárhags- legu tapi. Vist væri bezt að reyna að fá vinnu. En hvaða framtíðaratvinnu ætti maður að velja? Fyrir sex mánuðum síðan hafði Neville Chamberlain, for- sætisráðherra Bretlands, horfið aftur frá Munich, með regnhlíf og miða frá honum Hitler í hendinni. „Það verður friður í okkar tíð,“ sagði hann þá. En nú, sumarið 1939, leit alls ekki friðsamlega út á megin- landinu. Hitler fannst landi sínu vera ógnað af Pólverjum og þeir Ribbentrop og Molotov voru allt í einu orðnir beztu vinir. Á framtíðaratvinnu í venjulegum skilningi virðist þa lítill kostur. Ég ákvað því að ganga í fasta herinn hans konung- legu hátignar Georgs sjötta Englandskonungs, og fékk skipunarbréf sem foringi í stórskotaliðinu. Fyrsta aðsetur mitt var á Salisbury Plain, víðáttumiklu og hæðóttu svæði 1 Englandi, þar sem ég eyddi mörgum vikum 1 það að læra á vélhjóli og að aka bíl, og þar að auki lék ég mér lítils- 14 FÁLKINN sið. En aðalatriðið á hverjum degi var borðhaldið í mötuneyti foringjanna, með öllum í smoking eða hátíðar- , einkennisbúningi, var drukkið minni konungs með mesta hátíðarleika. Þegar ég var búinn að læra allt þetta svolítið og var buinn að eyðileggja einn mjólkurvagn í ökukennslunni, var ég sendur heim í frí, til þess að hvíla mig í nokkrar vikur. Það var nú komið fram að ágúst. í byrjun september réðst þýzki herinn inn í Pólland, og þann 3. september sögðu Frakkland og Bretland Þýzkalandi stríð á hendur. Kl. 12, þegar stríðsyfirlýsingin kom í gildi, var blásið við- vörun á loftvarnarlúðrunum í London. Fólk þyrptist niður í kjallara um alla borgina, og vissi enginn, við hverju ætti að búast. Svo var blásið til merkis um að hættan væri liðin hjá, og fólk fór aftur og hélt áfram starfi sínu þar sem frá var horfið. Sama daginn fékk ég skeyti frá hermálaráðuneytinu. Mer var skipað að fara undir eins til herbúða nokkurra við Bulford, sem er aumur staður og langt frá öllum mannlegum þægindum. Þangað fór ég og var ekki hrifinn. í Bulford hitti ég aðra, sem voru ekki hrifnari en ég, og við áttum að vera félagar í nýrri hersveit með stórum loftvarnarbyssum, en engin skotvopn höfðum við enn þá — ekki einu sinni haglabyssu. Seinna fengum við byssurnar, en þá vantaði flugvélar til að skjóta á. í staðinn þurftum við að láta fægja byssurnar, þangað til þær gljáðu og æfa okkur með því að miða á ímyndaðar flugvélar. (Það var einn hermaður hjá mér, sem „átti“ ímyndaðan hund og fór um allt með hann. Hann talaði oft við hundinn). Loks fengum við að skjóta á raunverulega flugvél með raunverulegum sprengi- kúlum. Flugvélin var áhafnarlaus, fjarstýrð, en okkur var ekki leyft að hitta hana, því hún kostaði svo mikið. í nóvember fórum við af stað með byssurnar okkar yfir Ermarsund til Frakklands. Við vorum hluti af British Expeditionary Force (bresku leiðangursliðsöflunum). Veturinn 1939—40 var mjög kaldur í Frakklandi, en stríð- samur var hann ekki. Þýzki herinn við landamærin hreyfðist ekki. Franski herinn beið rólegur og öruggur bak við Maginot-virkið mikla og vissi vel, að enginn her væri til, sem gæti brotizt í gegnum það. Brezki herinn vaktaði 1 opinu milli virkisins og sjávarins. Hersveit mín var stödd hjá Arras við Vimy-ásinn fræga, þar sem var barizt svo grimmdarlega í fyrstu styrjöldinni. Þar fundust margar leifar frá þeim bardaga — skotgrafir og gömul ryðguð vopn. Einn liðþjálfi hjá okkur missti þumalinn, þegar gömui háttar með fahbyssum og skipaði vakt, girtur.sverði að f^rnum sprengja, sem hann gróf upp, sprakk í hendi hans. Uppi hjá

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.