Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 17
sem er heitara heldur en hérna," svaraði hann. „Það á að
mynda nýjan loftvarnabyssuflokk, og Þá vantar einn foringja
og um fimmtíu menn!"
Það var þá farið að berjast í Norður-Afríkuí og mér
datt í hug að það væri þangað, sem ég ætti að fara. Mér
var annars alveg sama um það og ég sagðist vera tilbúinn
til þess. Ég var svo heppinn, að ég gat fengið að taka
með mér smáhóp af mönnum, sem höfðu verið í gömlu
hersveit minni, og var ég mjög ánægður með það, því þeir
voru beztu strákar og okkur kom vel saman.
Nýi flokkurinn var staddur nálægt London, og alveg til-
búinn að fara. Ég átti að stjórna framliðinu og varð því
sendur undir eins af stað, með allar byssur, bíla og annan
útbúnað flokksins, norður til Glasgow, þar sem við áttum
að stíga á skip.
Mér finnst fólkið í Glasgow gott, þó að mér tækist illa
að skilja mál þess, og miklu alúðlegra heldur en fólkið I
Edinborg, en Glasgow þykir mér hins vegar Ijót og leiðinleg
borg. Ég bjó í stærsta, dýrasta og einu leiðinlegasta hóteli
borgarinnar. Herbergið mitt var beint fyrir ofan eldhúsið. Það
var júlí og mjög heitt í veðri. Auk þess var búið að láta
allt dótið mitt um borð í skipið og hafði ég aðeins þau föt,
sem ég var í. Ég var í stórum þungum reiðstígvélum. Ég
var alveg að drepast úr hita og leiðindum, og það gekk seint
að ferma. Niðri við höfnina var aðeins eitt atriði, sem gladdi
Framhald á bls. 31.
Hver sótraftur var
á sjó dreginn til
að forða Bretiun
frá því að
verða Þjóðverjum
að bráð við
Dunkerque. Þá
höfðu flestir misst
vopn sín og eigur.