Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 21
sem ég kynntist af tilviljun. Hann átti heima nokkuð ofarlega í landinu og hafði verið á nokkurra mánaða námskeiði hjá Scotland Yard. Borgin sem hann átti heima í var á stærð við Reykjavík og skiptist í tvö hverfi. Annað hverfið var ákaflega frumstætt, þar sem menn bjuggu í hinum frumstæðu kofum sínum, en hitt hverfið var öllu skárra, því þar bjuggu hinir innfæddu í húsum, sem hvítir menn höfðu byggt og síðan yfirgefið. Inn í það hverfi máttu menn ekki koma nema vera klæddir einhverjum fötum en ekki fer alltaf mikið fyrir fatnaðinum þarna suður frá. Þessi kunningi minn, er var Múhameðstrúar, fór með -mig einn daginn í kynnisferð um borgina og það er eitthvað það furðulegasta, sem ég hef séð. Þessi kunningi minn mátti eiga fjórar konur en hann átti víst þegar sjö eða átta, hvernig sem hann hefur farið að sniðganga þessi lög. Og þegar við vorum í hinu frumstæða hverfi þessarar borgar þá kom hann auga á stúlku sem hann hafði mikinn áhuga á og ekki er að orðlengja það hann festi sér hana og meira en það: Hann hafði einnig komið auga á aðra sem hann ætlaði að athuga um síðar. Hann var af efnaðri fjöl- skyldu, og hafði þess vegna efni á að eiga nokkrar konur. Og fyrst við erum farnir að tala um þetta, langar mig til að víkja að öðru. Á milli íbúanna er mikill stéttarmunur. Þeir sem þarna ráða, eru höfðingjarnir, og þeir sem til þeirra flokks teljast sitja og standa eins og þeir vilja. Þessir höfðingjar eiga öll tækin og áhöldin, sem notuð eru við veiðar og akuryrkju. Þeirra vald yfir íbúunum er algjört. Þetta eru oft á tíðum skemmtilegir karlar og furðu- legir í háttum. Þeir ganga allir með húfur svona ekki ólíkar prjónahúfunum okkar og ég er viss um að þeir vildu gjarnan eignast slíkar húfur. En ekki vildi ég ganga með slíkt höfuðfat í hitunum þarna suður frá. — Hittirðu nokkra íslendinga þarna suður frá? — Já, svo furðulega vildi til. og það er skemmtileg saga að baki því. Hingað til landsins kom árið 1933 Eistlendingur nokkur og fór að vinna við sjávar- útveginn. Hann var hér á fiskiskipum og gekk í Sjómannaskólann, en rétt fyrir stríðið hafði hann ekkert að gera og fór þá til Bandaríkjanna og var skipstjóri þar öll stríðsárin. Hann kom hingað aftur strax eftir stríðið var hér í tvö ár og kvæntist íslenzkri 'j konu, Fjólu Sveinsdóttur. Svo fluttu þau til Bretlands og hann gekk í sjóherinn en þótti lítið ganga fyrir : sér, og einn daginn seldi hann allar eignir sínar, keypti sér skútu og ætlaði til Suður Afríku. Þegar hann kom suður á móts við Sierra Leone bilaði eitthvað i skútunni, og hann leitaði hafnar til að fá gert við hana. Og það er ekki að orðlengja það, að honum féll þarna svo vel, að hann settist þarna að , og hóf að kenna innfæddum fiskveiðar og verkun { sjávaraflans. En þegar fram í sótti, þótti honum » það heldur leiðinlegur starfi og nemendurnir ekki allt 'of námfúsir svo hann seldi skútuna og keypti i sér lítið veitingahús í Freetown. Þetta hús rak hann { með miklum skörungsskap í nokkur ár en þá frétti hann að einn stærsti klúbburinn þarna væri til sölu, x ásamt stóru landsvæði, sem heitir Capc Aberdeen og x er þarna rétt hjá. Hann réðist í að kaupa klúbbinn, ? ásamt landsvæðinu, og þetta er einhver vinsælasti ! samkomustaðurinn í Sierra Leone. t' Þegar ég hafði verið nokkurn tíma í Freetown, l frétti ég af tilviljun af þessum hjónum og það með, , að konan mundi ekki hafa hitt neinn landa sinn • árum saman. Ég ákvað þess vegna að heimsækja þau, en það drógst nokkuð á langinn, en einn daginn lagði ég af stað yfir flóann, þangað sem þau eiga heima. Þetta var um þann hluta dags þegar heitast er í veðri, og innfæddi þjónninn, sem ég hitti í hinni stóru klúbbbyggingu, tók mér heldur fálega, þegar Framh. á bls. 40. Og með þessari mynd segir: Afríkumaður að kenna forn-Grikkjum stærðfræði. Einnig segja þeir Afríkubúa hafa kennt Grikkjum stafrófið. Þessl mynd á að tákna Ham kenna bræðrum sínum, Sam og Jafet, stafrófið. Þá á hraðritunin einnig rætur sínar að rekja til Afríku að sögn Ghana- manna. Þessi mynd sýnir Tyro, afrískan ritara Ciceros, kenna hrað- ritun árið 63 fyrir Krist. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.