Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Side 22

Fálkinn - 14.09.1964, Side 22
Sverrir Ágústsson varðstjóri. Það er mikill áhugi fyrir flugi á íslandi. Við sögðum nýlega frá því að tala flugnema væri á annað hundrað hérlendis um þessar mundir. Þetta er nokkuð há tala og áreiðanlega á hún eftir að aukast mjög í náinni framtíð. Þetta er líka það samgöngutæki sem hvað bezt hentar okkur íslendingum í okkar erfiða landi og þótt vegir teygja sig nú æ meir um landið þá fer vegur flugsins stöðugt vaxandi. Hér er ekki aðeins um farþegaflug að ræða: fyrirtæki hafa í vaxandi mæli farið inn á þá braut að hagnýta sér flugið til vörudreifinga og sportflug vex stöðugt. Og öryggi flugsins fleygir stöðugt fram. Menn segja með réttu að það sé hættuminna að skreppa með flugvél norður til Akureyrar eða yfir Atlantshafið heldur en að vera í umferðinni á götum Reykjavíkur. Og daglega má segja að ný tæki komi á markað- inn sem auki enn öryggið. Þessir tveir voru á efstu hæðinni og stjórnuðu umferðinni í nágrenni vallarins: Sveinbjöm Bárðarson t. v. og Gísli Guð- jónsson. Flugið er hið stóra ævintýri líðandi stundar. Stórar þotur fljúga með ævintýralegum hraða um loftin blá og gera fjarlægðir að enguj heimurinn dregst saman og verður allur smærri. Menn vakna vestur í Ameríku og borða miðdegisverð áður en þeir stíga upp í glæsilegan farkost loftsins, ellegar þá þeir neyta hans um borð og síðan er kvöld- verður snæddur í Evr- ópu, eða einhvers stað- ar á öðrum stað hnatt- arins þúsundir mílna frá síðasta næturstað. Einn laugardag í fyrrihluta ágúst lögð- um við leið okkar á flugvöll. Það var gott veður, sól og heiður himinn og fólk var þúsundum saman nið- ur í Nauthólsvík eða upp í Öskjuhlíð að njóta sólarinnar sem ekki hefur látið sjá sig mikið hér sunnan- lands í sumar. Það var mikil um- ferð á flugvellinum. Flugvélar, stórar og smáar renndu eftir flugbrautunum og hófu sig síðan til flugs upp í heiðríkjuna. Eða þær komu þá utan úr heiðríkjunni og lentu mjúklega á malbikuð- um brautunum. Við lögðum leið okk- ar að stórri hvítri 22 FÁLKINN GREIIXI: JÓIM ORMAR ORMSSOIVI IVIYIMDIR: KÁRI JÓIMASSOIM í þessu greinarkorni segjum við frá heim- sókn í flugturninn á Reykjavíkurflugvelli þar sem flugumferðarmiðstöðin er til húsa, en hún stjórnar allri flugumferð á norðanverðu Atlantshafi á stóru svæði um- hverfis Iandið. Þarna eru margvísleg störf unnin og við víkjum lítillega að þess- um margþættu störfum í greininni. turnbyggingu á vellinum þaðan sem flugumferðinni yfir landinu og stóru svæði umhverfis það er stjórnað. Þetta er stór. og glæsileg bygging og skammt frá stendur gamli flugturninn sem löngu var orðinn allt of lítill. Við förum í lyftu upp á 6. hæð hússins og komum í nokkuð stóran sal þar sem fjórir menn sitja við stórt borð með allavega tæki fyrir framan sig. Við heyrum að þeir eru að tala við flugvélar og þegar þeir tala skrifa þeir á pappírsrenninga fyrir framan sig. Þetta eru gulleitir og bláleitir miðar og okkur er sagt að þeir gulu séu fyrir flugvélar sem eru á leið austur um hafið en hinir bláu fyrir þær sem fara vestur um. Það er mikið um uppköll og þessir menn virðast önnum kafniir. Það eru þessir menn,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.