Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 25
Til skamms tíma hefur ekki farið mikið orð af íslenzkri
húsgagnaframleiðslu. Hún hefur þótt heldur fátækleg og ein-
hæf og margir hafa haldið því fram að hún væri eftiröpun
framleiðslu annarra þjóða og lítt sjálfstæð. Vera má að þessar
raddir hafi eitthvað til síns máls í nokkrum tilfellum, en
ekki öllum.
Á seinni árum hefur orðið mikil breyting í þessum efnum.
Menn finna sér ný og fjölbreyttari viðfangsefni, fara nýjar
leiðir sem áður voru lítt þekktar og fáum kom til hugar.
, Og þetta er ekki nema eðlileg afleiðing þeirrar þróunar, að
menn sækja nú í auknum mæli út fyrir landsteinana til
menntunar í þessari grein.
Eitt þeirra fyrirtækja, sem varð til þess að hleypa nýjum
i straumum í húsgagnaframleiðsluna hér, er Valbjörk á Akur-
eyri. Þótt fyrirtækið sé ungt að árum hefur því vaxið vel
fiskur um hrygg og er orðið með stærstu fyrirtækjum sinnar
tegundar hér.
Valbjörk var stofnuð fyrrihluta árs 1953. Stofnendur voru
6 húsgagnasmiðir á Akureyri serri áður höfðu unnið á tveimur
verkstæðum en sameinuðust nú undir einu þaki. Forstjóri
fyrirtækisins varð Jóhann Ingimarsson en hann var þá ný-
kominn frá námi í Danmörku. Framleiðsla þessa nýja verk-
stæðis vakti þegar athygli fyrir ýmsa nýbreytni og fram-
leiðslan seldist vel.
Fyrst í stað var fyrirtækið til húsa í leiguhúsnæði og starfs-
mennirnir voru aðeins níu. Fljótlega varð þó þröngt um
■ starfsemina og þess vegna var hafizt handa um byggingu
nýs húsnæðis. Þetta húsnæði var tekið í notkun fyrir nokkrum
árum.
Við heimsóttum Valbjörk dag nokkurn, meðan við dvöldum
nyrðra. Við komum þar seinni hluta dags og spurðum eftir
forstjóranum, Jóhanni Ingimarssyni. Okkur var vísað inn af
verzluninni og inn á verkstæðið. Strax þar við dyrnar komum
við auga á háan hlaða af litlum kössum og á þeim stóð Table
Bench. Það barst á móti okkur hávaði úr trésmíðavélum og
loftið var mettað af viðarlykt.
Við gengum inn eftir verkstæðinu, þar til við komum í
hinn enda hússins, þar sem var fyrir efnisgeymsla og þar
fundum við Jóhann.
— Það er að verða þröngt um ykkur hér, Jóhann, er það
fyrsta sem við segjum þegar hann hefur tíma til að sinna
okkur.
— Já, þetta húsnæði er þegar orðið of lítið. Við lukum
byggingu þess fyrir nokkrum árum og höfum nú til umráða
nær fimmtán hundruð fermetra gólfpláss en það er orðið
allt of lítið fyrir okkur. Við höfum nú í hyggju að stækka
við okkur, byggja hér fjögurra hæða hús.
Og undir leiðsögn Jóhanns hefjum við gönguna um saiina.
Hann sýnir okkur gang hlutanna frá því í efnisgeymslunni og
þar til verið er að ganga frá þeim til sendingar.
— Hvað vinna hér margir?
— Hér vinna nú rúmlega 30 manns.
— Ég sé að þið hafið góðan vélakost
— Já, við erum nokkuð vel búnir vélum Okkur hefur
nýlega bætzt sjálfvirkur rennibekkur sem er hinn bezti gripur
— Seljið þið mikið af húsgögnum suður?
— Já, verulegur hluti af framleiðslunni fer suður.
— Er þá ekki miklum vandkvæðum bundið að reka hér
húsgagnaf r amleiðslu ?
— Jú, það má til sanns vegar færa. Við fáum talsvert af
efni að sunnan og eins seljum við þangað talsvert af framleiðsl-
unni. Það verður því töluverður flutningskostnaður sem lendir
á okkur. En það hefur einnig töluverða kosti, hér fyrir norðan.
Hér er t. d. mikið af góðum mönnum og það hefur ekki svo
lítið að segja. Það hefur í mörgum tilfellum allt að segja.
— Og hvað er helzt nýtt í framleiðslunni hjá ykkur?
— Það er alltaf eitthvað nýtt. Við höfum frá fyrstu tíð
lagt mikið kapp á að hafa sem mesta fjölbreytni, og ég vona
að það hafi tekizt vel hjá okkur. Annars eru straumbreytingar
nú varðandi húsgögn. Eikarhúsgögn ryðja sér nú mjög til
rúms. Þá eru línurnar einnig að breytast; þessar ávölu línur,
sem hafa verið mikils ráðandi eru að hverfa og kantaðar að
koma í staðinn.
— Seljið þið mikið með afborgunum?
— Já, það er töluvert um slíkt, en þó hefur mér fundizt
það minnka nú seinni árin. En þessir afborgunarskilmálar
hafa töluverða erfiðleika í för með sér fyrir okkur.
— Stendur fólk illa í skilum?
— Nei, ekki almennt en það er þó alltaf töluvert um van-
skil.
— Finnst þér fólk gera meiri kröfur til húsgagna nú en
áður?
— Já, það gerir það. Það fylgist betur með því, sem er
að gerast í þessum efnum, og gerir þess vegna meiri kröfur,
bæði hvað viðkemur efni og útliti. Og það er ekki nema
eðlilegt, að það vandi vel til, þegar það kaupir húsgögn.
Þetta eru ekki dauðir hlutir eins og sumir virðast halda.
Þetta eru hlutir. sem fólk kemur til með að hafa daglega
fyrir augunum, og það verður með tímanum hluti af því
sjálfu, ef svo má að orði komast. Og við erum ekki hræddir
Framh. á bls. 39.
Jóhann Ingimarsson
hefur frá upphafi
verið forstjóri
Valbjarkar og jafn-
framt hefur hann
teiknað framleiðsluna.