Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 26

Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 26
Dirk Bogarde í hlutverki Barrett. Jamex Fox í hlutverki Tony. Sarah Miles í hlutverki Vera Wendy Craig í lxlutverki Susan. Vegur brezkra kvikmynda hefui' farið mjög vaxandi seinni árin. Bretar hafa eignast stóran hóp dugandi manna sem senda frá sér hverja stórmyndina á fætur annari. Háskólabíó hefur nú í sumar tekið til sýningar þrjár brezkar kvikmyndir sem eru í sérflokki. Fyrst sýndi kvikmyndahúsið myndina A Taste of Honey sem byggð var á samnefndu leikrit Shelagh Delaney. Það var Tony Richardson sem leikstýrði þeirri mynd en hann skrifaði ásamt höf- undi leikritsins kvikmynda- handritið. Tony Richardson var einnig leikstjóri næstu brezku stórmyndarinnar er Háskólabíó sýndi. Það var myndin The Loniliness of The Löng Distance Runner sem gerð var eftir smásögu Alan Silitoe en hann skrif- aði sjálfur handritið að myndinni. Þessi mynd fékk heldur fálegar viðtökur hjá reykvískum kvikmyndahús- gestum þó hér væri á ferð- inni mjög fágæt mynd. Myndin var aðeins sýnd í þrjá daga og innan við þúsund manns munu hafa gert sér það ónæði að sjá hana. Eftir því sem þáttur- inn hefur frétt mun Há- skólabíó þó sýna þessa mynd aftur einhvern tíma í haust og verður hún þá tekin fyrir í þessum þætti. Þegar þessi þáttur er skrif- aður verður þess ekki langt að bíða að Háskólabíó sýni enn eina stórmyndina frá Bretum: This Sporting Life. Er vonandi að henni verði betur tekið en þeirri síðustu því þetta er mjög athyglis- verð mynd. Ef þessi mynd er enn þá á dagskrá þegar þetta blað kemur út skal fólk enn einu sinni hvatt til að sjá hana. Nú einhvern tíma í haust mun Kópavogsbíó taka til sýningar myndina The Servant. Hún er eins og þær þrjár töldu hér að ofan mynd í sérflokki bæði að efni og vinnubrögðum. Hún er byggð á skáldsögu Robin Maugham, en leikritahöfundurinn Harold Pinter hefur skrifað kvikmyndahandritið. Skal nú stuttlega vikið að efni myndarinnar. Tony, ístöðulítill og ósjálfstæður ungur maður snýr heim til Englands frá Suður Afríku. Hann kaupir stórt hús í einu af betri borgarhverfum Lundúna og ræður sér þjón að nafni Barrett. Súsan, unnusta Tony fellur ekki allskostar við þjóninn og vill að hann sé rekinn. Tony finnst þetta óþarfa afskiptasemi af sínu húshaldi, er viðkvæmur fyrir þessari afskiptasemi og tekur þetta ekki til greina. Barrett sem skilur veikleika Tony not- færir sér hann til að ná þeim tökum á Tony að hann verður brátt ómissandi á heimilinu. Einn daginn kemur Barrett með unga stúlku sem hann kynnir sem systur sína. Ástarsamband tekst milli Tony og systurinnar Vera og Susan fellur í skuggann. En einn daginn kemur í ljós að Vera er ekki systir Barretts heldur lagskona og Tony vísar þeim báðum á dyr. Hann stendur einn eftir, einmana og yfirgefinn og allt fer í hirðuleysi í húshaldinu. Dag nokkurn hittir hann Barrett á bar nokkrum og tekur hann sáttum að nýju. Smátt og smátt nær Barrett þeim tökum á Tony sem hann vill og gerist húsbóndi á heimilinu og það styttist í þau endalok sem óflýjanleg eru. Það er Dirk Bogarde sem fer með hlutverk þjónsins í þessari mynd. Fyrir túlkun sína á þessu hlutverki hlaut hann verðlaun British Academy. Dirk er fæddur í London 1919. Faðir hans var einn af ritstjórum The Times og móðir hans leikkona. Dirk fékk snemma mikinn áhuga á leiklist og fór ungur að vinna í leikhúsum og fékk nokkur smáhlutverk. Árið 1940 var hann kallaður í herinn og var í honum til ársins 1946 og var þá orðinn Susan geðjast ekki að Barrett. Hún segir við Tony: Alltaf þegar þú opnar dyr í þessu húsi stendur þessi maður fyrir utan. KVIKIVIYIMDA- ÞÁTTIIR: KÓPAVOGSBÍÓ SYNIR:

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.