Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 29
tími fyrir mig að koma heim á.
Ég fór úr bílnum í þorpinu,
og gekk heim á leið. Ég var í
óvenjugóðu skapi, eins og ég
hefði allt í einu losnað við ein-
hverja byrði, sem til þessa
hafði næstum því keyrt mig
niður í jörðina. Það var yndis-
legt að ganga á móti sólinni og
anda að sér ilminum af mosan-
um í skóginum.
Ég var enn í sama létta skap-
inu, þegar ég kom heim að hús-
inu, og í fyrsta skiptið fannst
mér ekki veggirnir ljúkast um
mig eins og fangelsi.
Það var orðið dimmt, og ég
heyrði Charles koma heim. Ég
sá hann ekki, af því að ég lá
í baðkerinu, þegar hann kom,
og á meðan ég klæddi mig gat
ég heyrt hann fara í sturtu
í sínu eigin baðherbergi. Ég
valdi kjól, sem ég hafði ekki
notað í langan tíma, þröngan
kjól með óvanalegum grænum
lit. Mér brá, þegar ég uppgötv-
aði, hve hræðilega mikið ég
hafði lagt af. Ég horfði ótta-
slegin á þunnar kinnarnar og
skuggana undir augunum, sem
ég sá í speglinum. Giftingar-
hringurinn, sem ég hafði árang-
urslaust reynt að ná af mér
fyrir nokkrum mánuðum, rann
Félagsprentsmiöjan h f.
SPÍTAJLASTÍG 10 (við Óðinstorg)
SÍMI 11640.
Prentnn
A BÓKUM — BLÖÐUM
TÍMARITUM
ALLS KONAR
EYÐUBLAÐAPRENTUN.
Strikun á verzlunarbókum og
Iausblöðum.
Vandað efni ávallt fyrirliggjandi.
Gúmstimplar
afgreiddir með litlum fyrirvara.
Leitið fyrst til okkar.
Félagspremsrniöjan h.f.
Spitalastíg 10 — Sími 11640.
nú leikandi létt fram af fingr-
inum.
Ég var komin niður í stofu,
þegar Charles kom niður stig-
ann. Mér fannst hann verða
undarlegur á svipinn, þegar
hann sá mig.
Við töluðum ekki mikið
saman yfir matborðinu. Char-
les var þungbúinn. Einhvern
tíma hlaut sambandið á milli
okkar að hafa verið mikið öðru
vísi, en þJ5 var nú — stóð
honum nú orðið gjörsamlega á
sama um mig, eða var fram-
koman, sem hann notaði, til
þess eins að dylja hve þungt
honum var innan brjósts? Ef
ég losnaði við þessar ímyndan-
ir mínar, væri þá mögulegí íyr-
ir okkur Charles að taka upp
aftur fyrra samband okkar í
milli? Félagsskap og vináttu,
þó ekki væri annað? Ef ég
gæti í raun og veru trúað því,
að ég væri Lisa Landry . ..
Þegar við vorum staðin á
fætur, sagði ég:
— Ég hitti doktor Broderick
í dag.
Charles leit snöggt upp. —
Broderick? Áttu við lækninn
í bænum?
— Já, hann ...
Charles greip fram í fyrir
Framh. á bls. 36.
FÁLiminIn «.