Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Page 30

Fálkinn - 14.09.1964, Page 30
-■/- *-f- -f- -4- —V "V ^ LITLA SAGAIM EFTIR WILLY BREIIMHOLST LORELEY Charlei Lucky, skrípatrúður í Ritz-sirkusnum, var lang- þreyttur á einlífinu. Hann hafði ekkert á móti því að skrölta í sirkusvögnunum frá einum bæ til annars, hið frjálsa farandlíf var honum einmitt að skapi, en hann hafði megnustu óbeit á öllum hús- verkum, gekk að því hvern dag með djúpum trega að steikja buff, þvo upp, þurrka af, gera hreint. Því var engin furða þótt allt væri á rúi og stúi í vagninum sem hann bjó í. En svo kom að því að nýr skemmtikraftur bættist í sirk- usinn. Það var ungfrú Lorelei sem tróð upp með sitt númer næst á eftir hléinu. Og þar með fékk Charlie að kynnast henni náið því hann tróð upp næst á eftir henni. í byrjun hugsaði hann hreint ekki um hana öðruvísi en sem afbragðsgott sirkusnúmer, en brátt varð hann þess áskynja að hún kunni að steikja aldeilis guð- dómlegt buff, meyrt og góm- sætt og auk þess var hún vík- ingur að vinnu, þvoði upp og snurfusaði vagninn hans á augabragði. Já, og hún gerði sér meira að segja far um að gleðja hann með blómum, léttu staupi, kvöldskatti að lokinni sýningu og ýmsu smáræði og áður en Charlie vissi af var hún búin að hreiðra um sig í vagninum hans. En þó þannig væri komið var langt í land að hjónabandi. Slíkt og þvílíkt kom honum ekki til hugar. í hartnær fjöru- tíu ár hafði hann komist af klakklaust konulaus og hann mundi bjarga sér næstu fjöru- tíu árin á sama hátt. En ungfrú Lorelei var á annarri skoðun. — Þú ekki bráðum halda þú skulir gera bónorð, ha? spurði hún á því hrafnamáli sem tíðk- aðst með sirkusfólki og farand- leikurum kvöld eitt að lokinni sýningu er þau nutu lífsins í vagni Charlies og höfðu fengið sér einn lítinn. Charlie hnykkti við. Hann lagði frá sér glasið. — Varst að segja eitthvað? tuldraði hann. — Já, é segja: Þú bráðum gera bónorð. Þú gifta þér við mér! Skilurðu? Forstandspíur ekki búa saman við mann sem ekki er hennar mann, ver- stehen Sie? Ha? Charlie var þrumulostinn. Þetta kom svo óvænt. — Þú meinar: ég gifta mér við þér? — Já, við með hinanden, gift oss, sko, mann og kona! — Æ! Charlie fékk ekki stunið upp einu orði. Hvorugt þeirra talaði fleira. Það var ekki vikið einu orði að þessu efni næsta dag, ekki heldur þar næsta dag. En svo flutti Lorelei í mestu kyrrþey aftur í vagninn sinn — og þegar Charlie hafði hvað eftir annað fengið buff sem voru svo seig að hann vann hvorki á þeim með hníf né skærum, þá gafst hann upp skilyrðislaust, henti frá sér pönnunni og labb- aði til ungfrú Lorelei og bank- aði upp á. — Þú gifta þér með mér? spurði hann. — Já. Þar með var allt klappað og klárt og þau giftu sig. En jafnvel þó ungfrú Lorelei gæti steikt buff allra tíma, iðraðist Charlie gjörða sinna furðu fljótt. Hann varð þögull og fáskiptinn. Gaf sig aldrei að neinum og svaraði vart þp á hann væri yrt. Það var ekki fyrr en sirkusinn kom í lítinn bæ þar sem Charlie átti vin frá æskuárunum sem var rak- ari, að hann létti á hjarta sínu. — Ég hefði sko aldrei átt að gifta mér, sagði hann hrein- skilnislega, þegar klippingunni var lokið og hann var staðinn upp til að borga. i — Svoh? Hvað er kdnan þín gömul? — Tuttugu og átta! Hún! er á góðum aldri, en.. . hurðu annars, láttu mér fá flösku með rakspíra og skegghníf. Hann fékk rakspíra og skegghníf. 30 falicinn

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.