Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 4

Fálkinn - 28.02.1966, Side 4
Upptökusalur Ríkisútvarpsins, sem rúmar um 100 manns er þétt setinn af ungu fólki sem er ýmist að brosa, hlæja eða klappa. Hvers vegna? — Jú, það er hinn snjalli Ómar Ragnarsson, sem flytur sinn annálaða gamanóð fyr- ir framan hljóðnemann. í stuttu máli, hér er að fara fram hljóðritun á 12 laga L. P.-plötu, sem S. G.-hljómplötur gefa út fljótlega eftir að þessi grein birtist. Hér er um að ræða eins konar heildarplötu yfir húmor Ómars á liðn- um árum. Hljóðritun þessarar plötu er að því leyti nýstárleg, að öll lögin voru tekin upp að viðstöddum áhorfendum og er það í fyrsta sinn, að sá háttur er hafð- ur á hérlendis. Hins vegar er þetta al- gengt í Bandaríkjunum. Hlátursliðið var þetta kvöld skipað nemendum úr Verzlunarskólanum, hláturmilt og elskulegt fólk. Þegar upptökunni var lokið, spurði ég Ómar að því, hvort að hann vildi ekki nefna nokkur lög, sem hann vildi vekja athygli á. Jú, það ætti að vera hægt, svaraði hann og blaðaði í bókinni sinni, sem svo margir hnyttnir brandarar eru rit- aðir í. Þá er fyrst frægast að telja lagið Kappakstur, en það er lýsing á slíkum akstri milli Fiats og Cadillacs. Bjargráðin er syrpa um stjórnmálin og bregð ég þar fyrir mig eftirhermum eins og reyndar í fleiri laganna. Þá er lýsing á dægurlagasamkeppni, en í henni taka þátt Nat „King“ Cole, BENEDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ HLEGIÐ DATT A NÝSTÁRLEGRI HLJÓMPLÖTUUPPTÖKU 4 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.