Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Síða 7

Fálkinn - 28.02.1966, Síða 7
Pétur leit fyrst dagsins ljós á Stokkseyri austur, í húsinu Björgvin, hinn 4. febrúar 1906 og er því sextugur um þessar mundir. Foreldrar Péturs voru Þóra Pétursdóttir, ættuð af Álftanesi og Daníel Arinbjarn- arson, Árnesingur að ætt. Dótt- ur áttu þau Þóra og Daníel og var hún sjö ára er sonurinn fæddist. Ekki var stórborgarbragnum fyrir að fara á Stokkseyri, en þarna bjó duglegt og nægju- samt fólk á sjávarbakkanum, stundaði sjó af elju og dugn- aði, og flestir höfðu jafnframt einhvern búskap. Pétur hinn ungi gekk þarna í barnaskóla var í sveit á sumrin sat yfir ám og smalaði og vann að fiskþurrkun á stakkstæðum þorpsins, er hann hafði aldur til. Garðrækt var allmikil á Stokkseyri og að stinga upp kálgarðinn var skylduverk á vorin og upptekn- ing í hretum og rigningum á haustin varð heldur ekki um- flúin. Fólkið hafði í sig og á með mikilli vinnu og stakri ráðdeildarsemi. Það var ekki óeðlilegt, þótt drengur sem var uppalinn á sjávarkambinum ætti drauma og framtíðarvonir í sambandi við Ægi konung. Pétur vildi á sjóinn og fór það fyrst 14 ára gamall. Frá Stokkseyri var róið á opnum áraskipum og piltur- inn kunni þessu vel, taldist nú maður með mönnum, kominn í skiprúm hjá þekktum for- manni. En eins og fleiri ungir menn, vildi Pétur brátt fara burtu og sjá sig um. Eftir þrjár vertíðir á Stokkseyri fór hann á síldar- bát, Mars frá Siglufirði og var nú í fyrsta skipti á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Þetta var sumarið 1924. Þeim gekk vel framan af og menn voru farn- ir að spá sæmilegri vertíð. Svo í ágústbyrjun gerði leiðinda- veður og þar með var draum- urinn búinn: Það veiddist ekki meiri síld að sinni. Bátarnir ösluðu um hafið fyrir Norður- landi, en hvergi sást torfa vaða. Það varð úr að flestir af Mars- inum fóru heim, skuldugir eftir úthaldið, því þá var ekki til siðs að menn fengju greidda aflatryggingu og kostinn urðu þeir að borga og ferðirnar báð- ar leiðir, — í lest flutninga- skipa við lélegan aðbúnað. Ekki leizt hinum unga Stokkseyringi farsællega á þessi málalok. Hann fór hvergi og var áfram á Mars, sem nú var látinn veiða í reknet. Þeir veiddu sæmilega um haustið og þegar upp var gert, átti Pétur fjögur hundruð krónur í vasanum og hélt nú til síns heima glaður í bragði. Þótt margt hefði breytzt á stríðs- árunum 1914—1918 og fornar venjur og hættir hefðu úr gildi fallið, þá var þó enn siður að börnin ynnu heimilum sínum: Afrakstur vinnu þeirra rynni til foreldranna. Kannski hefur Daníel í Björgvin verið á undan sinni samtíð eða hann hefur viljað hvetja son sinn til frek- ari afkasta, er hann tók það snemma upp, að eftirláta syni sínum helming þess fjár er hann vann sér inn. En hvað sem um það er, þá varð þetta piltinum hvatning. Pétri varð það fyrst fyrir eftir að til Reykjavíkur kom, að fá sér ný föt og fara síðan í heimsókn til systur sinnar, sem var í vist hjá Gísla Guð- mundssyni skipstjóra á togar- anum Otri. í þessari heimsókn réðist það, að Gísli tæki pilt- inn á togarann, strax þegar saltfiskveiðar hæfust um vetur- inn. Þótt vinnan væri ströng á togurunum, voru plássin mjög eftirsótt. Á skipi sem fisk- aði vel, gat háseti átt von á allt að helmingi hærra kaupi en fyrir vinnu í landi. Togar- arnir voru líka mikil skip. Flestir álitu að þeir gætu ekki sokkið í rúmsjó, hversu slæmt sem veðrið væri. Um haustið fékk Otur á sig sjó, nokkrir menn slösuðust og urðu að fara í land. Pétur var þá kominn austur á æsku- stöðvarnar og fékk þangað skilaboð um að koma strax til skips, nokkru fyrr en ákveðið hafði verið. Af þessu varð samt ekki. Engar ferðir voru milli suðurlandsundirlendisins og Reykjavíkur um þetta leyti vegna snjóþyngsla, og Pétur sat eftir með sárt ennið, þegar skipið lagði út í næsta túr. Svo síðast í janúar 1925 tók hann sig upp og fór suður. Enn var Heiðin ófær farartækjum og þeir gengu — óðu snjóinn í hné og þaðan af meira, en ver- mennirnir sem hann var sam- ferða voru svona slarki vanir á leiðinni í verið og kærðu sig kollótta. Togarinn Otur var að koma úr söluferð til Englands, þegar Pétur kom til Reykjavíkur. Það var ekki venja að stanza lengi við land í slíkum tilfell- um. Verkamenn hömuðust við uppskipun á kolum og salti eða öðrum varningi sem skipin höfðu meðferðis og síðan var haldið út á miðin svo fljótt sem vera mátti. Meðan verið var að skipa upp úr Otri, skall á fárviðri. Flestir togararnir voru fyrir vestan, fiskuðu á Halanum. Þetta var hið fræga Halaveður. Þegar því slotaði fóru skipin að tínast til hafna, flest brotin og illa til reika. Tvö komu ekki fram. Leit að þeim var strax hafin. Togarinn Otur lagði af stað í leitina um leið og vitað var að Leif heppna og Robertson vantaði. Þessi árang- urslausa leit að skipunum tveim með sextíu og átta manns varð fyrsta ferð Péturs Daníelssonar á togara. Nú vissu allir að togarar gátu. sokkið. Gísli Guðmundsson á Otri var mikið ljúfmenni og vel liðinn af skipshöfn sinni. Slíkum manni vildu allir yngri menn- irnir á skipinu líkjast. Pétur var eflaust í þeirra hópi, sem ætluðu í Stýrimannaskólann og feta síðan þrep mannvirðinga upp í stöðu togaraskipstjóra. Nokkru eftir vertíðarlok 1926, skall á verkfall kolanámu- manna í Bretlandi. Verkfallið hafði m. a. í för með sér, að öllum togaraflota íslendinga varð að leggja vegna kolaleysis. Nú voru góð ráð dýr. Togara- menn gengu um í landi og höfðu lítið að gera, enda vart bætandi á hinn þrönga vinnu- markað í höfuðstaðnum. Nokkx-ir af Otri, og þar á meðal Pétur tóku að sér að steypa upp húsið Bjarg á Sel- tjarnarnesi. Þeir unnu í ákvæð- isvinnu og fengu krónu fyrir sementspokann. Pétur var nú ákveðnari en nokkru sinni fyrr, að fara á Sjómannaskólann og verða skipstjórnarmaður. Hann ákvað að komast í siglingar, helzt á Eimskipafélagsskipin, en þau voru fá og margir um hvert pláss. Hann var ákveð- inn að komast um borð, hvaða starf sem í boði væri. Kæmizt maður um borð, var veik von um hásetapláss, ef það losnaði. Svo kom Gullfoss til hafnar og þar vantaði messadreng og káetudreng. Pétur fór um borð og hitti Jónas Lái'usson bi'yta. Bi'ytanum leizt allvel á þennan tvítuga pilt, sem í mörg ár hafði verið háseti á fiskiskip- um, en taldi vonlítið að hann vildi verða káetudi'engur, fullorðinn, ef hann vissi í hverju starfið væri fólgið: Hann átti að bursta skó, hjálpa til í uppvaskinu, hreinsa gubbu- bakka og pússa kopar. Yfir- leitt ganga í þau verk sem óhreinlegust voru. Ekki mun Pétur hafa unnið þessi verk fyrr, en útþráin réði og hann tók að sér starfið. Þótt hann hefði stundað sjóinn allt frá bainæsku, þá birtist honum þó þarna alveg ný hlið sjómennsk- unnar. Að snúast innan um fár- sjóveika farþega, hughreysta og hlynna að þeim sem veik- astir voru og telja í þá kjark sem voru sjóhræddir: „Þetta væri nú bara smábræla og að veði'ið færi nú að batna.“ Fyrsta koman til útlanda var líka ævintýri. Leith var fyrsti áfangastaðurinn og Edinborg, með sínu Prinsessustræti og blómaklukku og svo tók Kaup- mannahöfn við. Pétur var nú káetudrengur í nokkrar ferðir. Mánaðarkaupið, sem á togur- unum gat farið upp í sex til sjö hundruð krónur var þarna 35 kr., en var betra en ekki, þar sem togararnir voru bundn- ir. Eftir nokkurn tíma vantaði annan þjón á fyrsta pláss á Gullfossi og yfii'þjónninn sagði að bezt væri að Pétur kæmi í starfið og hjálpaði sér. Og þar með var Pétur orðinn þjónn til sjós. Kaupið hækk- aði líká í 75 ki\ á mánuði. Þetta var góður skóli. Strang- ur agi ríkti um borð. Mönnum leiðst ekki að gera hlutina öðruvísi en í'étt. Þegar togar- arnir svo loks fóru á veiðar var Pétur farinn að kunna hinu nýja starfi svo vel, að hann ákvað að vera kyrr. Eftir eitt ár í þjónsstarfinu fór hann samt yfir á Otur sem háseti og var þar nokkurn tíma, þangað til Gísli skipstjóri veiktist og annar tók við. Sá skipstjóri kom með hluta af áhöfn með sér og mai'gir af skipshöfn Oturs urðu að fara í land. Magnús Jóhannsson, sem vei'ið hafði stýrimaður á Otri var nú orðinn skipstjóri á togaranum Jóni foi’seta. Pét- ur hitti Magnús og bað um pláss og sagði Magnús það sjálfsagt þegar eitthvað losn- aði. Pétur gekk í land, hafðí ekkert að gera og undi illa hag sínum. Hann leigði herbergi innarlega á Lindargötu. Um þessar mundir kom Jón forseti til hafnar og nú stóð svo á að þar vantaði háseta. Magnús skipstjóri mundi Framh. á bls 26. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.