Fálkinn - 28.02.1966, Page 10
ÞEGAR hún var komin alveg að varðmann-
inum lyfti hann höfðinu. Um leið og
hann sperrti upp augun undrandi, steig hún
ákveðin eitt skref og sveiflaði hægra fætinum
í fallegum boga. Stígvélaklæddur fótur hennar
hitti hann beint í nárann. Eitt augnablik var
líkami hans sem lamaður, síðan féll hann hægt
til jarðar. Það var óþarfi fyrir hana að bera
klútinn með svæfingarlyfinu fyrir vit hans.“
í fjórum setningum hafið þér kynnzt Modesty
Blaise, kvenhetju óaldarflokkanna, og þér hafið
kynnzt njósnaraskáldsögunum og einnig kvik-
mynd þar sem þessi hættulega og ruddalega
kvenpersóna er leikin af Monicu Vitti.
Modesty Blaise er fyrrverandi glæpakvendi,
sem hefur stjórnað flokki smyglara og innbrots-
þjófa, sem nefndur var „Netið“. Tuttugu og sex
ára að aldri hefur hún dregið sig í hlé með á
að gizka 10 millj. króna ránsfeng og lifir nú í