Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Síða 11

Fálkinn - 28.02.1966, Síða 11
vellystingum. Hún býr í glæsi- legri þakíbúð við Hyde Park í einu ríkmannlegasta hverfi Lundúna. Sér til afþreyingar slípar hún gimsteina á einka- vinnustofu sinni. En líklega mundi henni samt leiðast, ef brezka upplýsingaþjónustan leitaði ekki til hennar annað slagið vegna hinna skelfilegu hæfileika hennar. Þá fer „Prinsessan" (það er gælunafn hennar) ásamt Willie Garvin, sökunaut sínum, sem er eins laglegur og hann er sterkur, og veitir njósnurum og morðingjum eftirför. Hún á í leynum vopnabúr, sem gerir hin meinlausustu snyrtitæki kvenna að lifshættulegum vopn- um: varaliturinn hennar getur geymt hylki með tára- og eitur- gasi, sígarettukveikjarinn henn- ar er eldvarpa, greiðan rýting- ur, falski hárhnúturinn er not- aður sem kyrkingarreim, ilm- vatnssprautan getur sent upp loftbelgi, sem aðvörunarmerki, vandlega lakkaðar neglur henn- ar leyna tíu smáblöðum, sem eru eins beitt og rakvélarblöð og hælarnir á skónum hennar leyna ýmist handsprengjum eða hvellhettum .... Og þó er ekki allt talið! í fóðrinu á síðbuxunum, í leður- beltinu og í bryddingunum á peysunni sinni geymir Modesty Blaise boga og örvar sem má fella saman og hún skýtur í mark með óaðfinnanlegri ná- kvæmni. Hún hefur fundið upp annað vopn „kongovopnið" sem er úr hörðum viði og í laginu eins og handvog sem maður heldur á í greip sinni og end- arnir eru ætlaðir til að slá með á taugastöðvar óvinarins til að drepa hann eða lama. Auðvitað koma allir þessir smáhlutir ekki á óvart nú á tímum, þegar útvarpssenditæki eru höfð í holum tönnum, og sígarettukveikjarar með inn- byggðum myndavélum og ,,transistorkokteilar“ þar sem hátalarinn er hafður í olífunni eru algengir hlutir í hinni raun- verulegu baráttu við njósnar- ana. En það er ef til vill dálítið ógnvekjandi að þessi vopn skuli vera komin í hendurnar á töfr- andi konum, sem gera nútíma fegurð grimmdarlega og ógn- andi. Monica Vitti, sem leikur Modesty Blaise undir stjórn bandaríska framleiðandans Jos- eph Losey, tekur persónuna engan veginn alvarlega og gef- ur henni' góðan skammt af kímni, sem Peter O’Donnell hef- ur sennilega ekki gert ráð fyr- ir. „Ég er algjör andstæða Mod- esty“ segir hún. „Ég er heigull og kulda eða útsjónarsemi á ég ekki til. Ég get jafnvel ekki slegið mann utan undir né hlaupið upp í sporvagn, sem er kominn á hreyfingu. Énda leik ég hana aðeins mér til skemmt- unar. Ég lít á Modesty sem hrífandi stúlku, andríka, kven- lega og jafnvel blíða. Ofsinn er henni ósjálfráður. Hún drep- ur full sakleysis. Hún er við- kvæm og lætur sig dreyma um rólegt hjónaband. Ennfremur hafnar hún aðal- Ieynivopni kvenhetjunnar, því sem gerir menn að steini. Á úrslitastundum er Modesty tal- in svifta sér í skyndi úr peysu og brjóstahaldara og sýna and- stæðingnum ber brjóstin. „Þessi aðferð,“ skrifar O’Donnell er óbrigðul til að blýfesta alla Framh. á bls. 26. KVENNJÓSNARINN TEKUR SJÁLFUM JAMES BOND FRAM — KARLMENN STRÁFELLDIR MEÐ SKÓM, BRJÖSTA- HÖLDURUM . . . OG FLEIRU Myndirnar Yves Saint-Laurent leggur síðustu hönd á einn kjólanna sem Elsa Martinelli klæðist í „Tíunda fórnardýrinu“. — Og á hinni síðunni: Ursula Andress og hennar banvæni brjósthaldari. MtiíijjiH ii iit Fást utan Reykjavíkur: Akranes: Verzlunin Huld Borgarnes: Kaupfélag Borgfirð- inga Ólafsvík: Verzlunin Sunna Stykkishólmur: Verzlun Sigurðar Ágústssonar ísa fjörður: Verzl. ísól — Verzl. Iðunn Sauðárkrókur: Verzlunin Skemman Akureyri: K.E.A. — Amarobúðin — Verzl. Drífa Fást í Reykjavík: OCULUS, Austurstræti LONDON, Austurstræti STELLA, Bankastræti VERA, Hafnarstræti : AÐALBÚÐIN, Lækjar- torgi TÍBRÁ, Laugavegi GYÐJAN, Laugavegi SÍSÍ, Laugavegi ÞORSTEINSBÚÐ, Snorra- braut TEDDÝBÚÐIN, Lauga- vegi Siglufjörður: Verzlunin Tún- gata 1 Dalvík: Verzlunin Höfn Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga Verzlunin Askja Neskaupstaður: Verzlunin Fönn Hafnarfjörður: Verzlun Bergþóru Nýborg Keflavík: Verzlunin Fons — Verzlunin Edda — Verzlunin Steina — Verzlunin Þorsteins* búð (SÍiiu) irmí) Heimsfrœgt vörumerki (Forðist eítirlíkingar) HEILDSÖLUBIRGÐIR: NATURANA-umboðið Laufásvegi 16. — Sími 18970.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.