Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 12

Fálkinn - 28.02.1966, Side 12
ÆSISPENNANDI SAGA ÚR SAFNI ALFREDS HITCHCOCKS — Eftir byltinguna í Rúss- landi, yfirgaf ég landið, vegna þess að ekki var sæmandi fyrir liðsforingja í her keisarans að vera þar um kyrrt. Margur aðalsmaðurinn tapaði aleigu sinni, en ég var svo forsjáll að koma stórum fúlgum undan til Ameríku, svo að ég mun aldrei þurfa að opna testofu í Monte Carlo eða gerast leigu- bílstjóri í París. Auðvitað hélt ég áfram að veiða, grábirni í Klettafjöllunum, krókódíla í Ganges og nashyrninga í Aust- ur Afríku. Það var einmitt í Afríku, sem Höfða-vísundurinn stangaði mig og ég var úr leik í sex mánuði. Strax og ég hafði náð mér að fullu, fór ég að veiða jagúara við Amazonfljót- ið, vegna þess að mér hafði yerið tjáð, að þeir væru sér- staklega kæn dýr. Það var ekki yétt. Kósakkinn stundi. s — Þeir höfðu ekkert að gera f veiðimann, sem hafði öll ekilningarvit í lagi og kraft- mikinn riffil. Ég varð fyrir bitrum vonbrigðum. Ég lá í tjaldi mínu eina nóttina með skerandi höfuðverk, þegar hinn hræðilegi sannleikur rann allt í einu upp fyrir mér. Mér voru farnar að leiðast villidýraveið- ar! Og minnist þess, að veiðarn- ar höfðu verið allt mitt líf. Ég hef heyrt því fleygt, að banda- rískir kaupsýslumenn falli oft- ast nær alveg saman, þegar þeir hætta þeirri kaupsýslu, sem hefur verið allt þeirra líf og tilvera. — Jú, það er rétt, sagði Rainsford. Hershöfðinginn brosti: — Ég hafði enga löngun til að falla saman, sagði hann. — Eitthvað varð ég til bragðs að taka. Nú ræð ég yfir talsverðu hugmyndaflugi herra Rainsford og vafalaust er það ástæðan fyrir því að ég nýt elt- ingaleiksins. — Ég efast ekki um það Zaroff hershöfðingi. — Þess vegna, hélt hershöfð- inginn áfram: — Þess vegna spurði ég sjálfan mig hvers vegna villi- dýraveiðar væru hættar að höfða til mín. Þér eruð miklu yngri maður en ég, herra Rains- ford og hafið ekki stúndað veið- ar eins lengi, en þér getið upp á svarinu. — Hvað var það? — Einfaldlega þetta: Veið- arnar voru ekki lengur það sem maður getur kallað „jafn- an leik“. Þær voru orðnar of auðveldar. Ég náði ævinlega bráð minni. Alltaf og ævinlega og það er ekkert eins þreyt- andi og fullkomleikinn. Hershöfðinginn kveikti sér í nýrri sígarettu. — Ekkert dýr hafði mögu- leika gegn mér lengur. Þetta er ekki grobb, aðeins stærð- fræðileg staðrc; nd. Dýrið hef- ur ekkert nerra fæturna og eðlisávísunina. Eðlisávísun er ekki sambærileg við hæfileik- ann til að álykta. Það var var hræðilegt augnablik fyrir mig, þegar ég gerði mér þetta ljóst. Rainsford teygði sig fram á borðið og hlustaði með athygli á það, sem hershöfðinginn hafði að segja. — Það kom yfir mig eins og innblástur, hvað ég ætti að gera, hélt hann áfram. — Og hvað var það? Hershöfðinginn brosti eins og sá maður, sem horfzt hefur í augu við erfiðleikana og yfir- unnið þá: — Ég varð að finna upp nýja veiðibráð, sagði hann. — Nýtt villidýr? Þér eruð að gera að gamni yðar? — Engan veginn, sagði hers- höfðinginn. — Ég geri aldrei að gamni mínu, þegar veiðar eru annars vegar. Ég þarfnaðist nýrrar dýrategundar og ég fann hana. Síðan keypti ég þessa eyju, byggði þetta hús og hér stunda ég veiðarnar. Eyjan hæfir til- gangi mínum fullkomlega, hér eru. frumskógar með flóknum slóðum, hæðum og kviksyndi. — En dýrið, Zaroff hers- höfðingi? — Ó, það sér mér fyrir hin- um fullkomnustu veiðum, sem um getur. Engar veiðar komast í hálfkvisti við þær. Ég fer á veiðar á hverjum degi og verð aldrei leiður á því, vegna þess að ég hef orðið mér úti um bráð, sem stendur mér jafn- fætis vitsmunalega séð. Rainsford varð ringlaður á svip. — Ég vildi komast yfir hið fullkomna veiðidýr, útskýrði hershöfðinginn. — Svo spurði ég sjálfan mig: Hverjir eru kostir hinnar fullkomnu bráð- ar? Og svarið var vitaskuld hún verður að hafa til að bera hugrekki, klókindi og umfram allt, hún verður að vera fær um að álykta. — En ekkert dýr getur á- lyktað, mótmælti Rainsford. — Kæri vinur, sagði hers- höfðinginn. — Ein er sú skepna sem getur ályktað. — En þér getið ekki átt við . . . . , hrópaði Rainsford. — Því ekki það? — Ég get ekki trúað að yð- ur sé alvara, Zaroff hershöfð- ingi. — Þetta er ekki annað en grátt gaman yðar. — Því skyldi mér ekki vera alvara? Ég er að tala um veið- ar. — Veiðar! Guð minn góður, Zaroff hersöfðingi, það sem þér eruð að tala um er morð. Hershöfðinginn hló góðlát-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.