Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 13

Fálkinn - 28.02.1966, Side 13
lega og virti Rainsford fyrir sér með spurnarsvip: — Ég neita að trúa því, að menntaður nútímamaður eins og þér, gangið með úreltar grill- ur um gildi mannslífa. Vissu- lega hlýtur reynsla yðar í stríð- inu .... Hann þagnaði. — Hún gerði mig ekki að viðbjóðslegum, kaldrifjuðum morðingja, hélt Rainsford á- fram reiðilega. Hershöfðinginn hristist af hlátri. — Hvað þér eruð einstak- lega gamansamur. Maður á ekki von á því nú til dags, að rekast á ungan og menntaðan mann, jafnvel ekki í Ameríku, sem er haldinn svo barnalegum og ef ég mætti svo orða það, viktoríönskum grillum. Það er eins og að rekast á neftóbaks- dós í lúxusbíl. Nú jæja, vafa- laust hafið þér átt púritanska forfeður, eins og svo margir ameríkanar virðast eiga. En ég skal ábyrgjast, að þér gleymið öllum slíkum grillum, þegar þér farið á veiðar með mér. Þér eigið nýja og óvenjulega skemmtun í vændum hr. Rains- ford. — Ég þakka. Ég er veiðimað- ur, en ekki morðingi. — Hvaða, hvaða, sagði hers- höfðinginn algerlega ósnortinn. — Aftur þetta ósmekklega orð. En ég held að ég geti sann- að yður að efasemdir yðar eru reistar á sandi. — Nú? — Lífið er fyrir hina sterku, þeir eiga að njóta þess og ef nauðsyn krefur svipta aðra því. Hinir minnimáttar í veröldinni, eru þar einungis hinum sterku til skemmtunar. Ég er sterkur og því skyldi ég ekki notfæra mér það? Ef mig langar til að fara á veiðar, því skyldi ég þá ekki láta það eftir mér? Ég veiði dreggjar mannfélagsins, sjómenn af flækingsskipum, Laskara, svertingja, Kínverja, hvíta menn eðamongóla. Hrein- ræktaður hestur, eða hundur er meira virði en heill hópur af þeim. — En þeir eru menn, sagði Rainsford og var farið að hitna í hamsi. — Einmitt, sagði hershöfð- inginn. — Og það er þess vegna sem ég notast við þá. Þeir eru mér til ánægju. Á sinn hátt eru þeir færir um að draga álykt- anir og þessvegna eru þeir hættulegir. — En hvernig nærðu þeim á þitt vald? Vinstra augnalok hershöfð- ingjans blikkaði kankvíslega: — Þessi eyja er kölluð Skipa- gildran, svaraði hann. — Stundum þegar sjávarguð- inn reiðist, sendir hann þá til mín og stundum þegar forlögin 'Framh. á bls. 30. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.