Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Síða 16

Fálkinn - 28.02.1966, Síða 16
állt um ellu allt um eilu allt um ellu allt um ellu Frægðin á einnig sínar góðu hliðar. í dag er Ella Fitzgerald húseigandi í Kaliforníu. Þar búa í nágrenni við hana margar stærstu stjörnur skemmtanalífsins og hús þeirra eru útbúin með beztu lífsins þægindum. Þarna hefur hún hvílst og safnað kjarki fyrir næstu tónleikaför, sem lýkur hér í Reykjavík í lok febrúarmánaðar. Vinsældir Ellu hafa einnig gert hana að einni af tekju- hæstu söngkonum Bandaríkjanna. Hún hefur því ávallt haft ráð og völ á hinum beztu undirleikurum á ferðum sínum. Hinn þekkti píanóleikari Hank Jones lék með henni frá 1948 til 1953, og síðan hafa leikið með henni ýmsir hinna fræg- ari jazzleikara Bandaríkjanna t. d. Ellis Larkins, og ekki má gleyma Tommy Flanagan, sem „Time magazine“ telur vera einn smekklegasta jazzpíanóleikara, sem völ er á. Píanóleikarinn, sem kemur með Ellu Fitzgerald til Reykja- víkur er ekki beint af verri endanum. Nú fyrir nokkrum vikum var hann t. d. píanóleikari Duke Ellington hljóm- sveitarinnar í forföllum hins gamla meistara. Hann er James Henry Jones, — kallaður Jimmy Jones til hversdags. Jimmy Jones er jafngamall Ellu, fæddur 1918 í Chicago. Hann byrj- aði að leika á gítar sem unglingur en skipti fljótlega yfir á píanó. Jones vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í tríói fiðluleikarans Stuff Smiths árið 1943. Skömmu seinna krækti Sarah Vaughan í hann sem undirleikara. Hann vann með Söru þar til í apríl 1952, þegar hann varð að hætta spilamennsku í tvö ár vegna veikinda. Árið 1954 réðist hann á ný sem undirleikari hjá Söru Vaughan, og lék sem undir- leikari hennar og annara söngvara af og til. Jimmy Jones er slyngur útsetjari, og hefur hann skapað sér nafn meðal jazzleikara fyrir útsetningar sínar Hann hef- ur einnig haslað sér völl sem afburða einleikari. Hinn dún- mjúki ásláttur, og hinir skemmtilegu en sparlega samsettu hljómar hans, eiga vafalaust eftir að vekja aðdáun jazzunn- enda í Reykjavík. Línur hans í uppbyggingu eru ekki ósvipað- ar því sem Kristján Magnússon gerði fyrir nokkrum árum, þegar Kristján var upp á sitt allra bezta. Hljómleikar þeirra Ellu Fitzgerald og Jimmy Jones verða þeir fyrstu, en vonandi ekki þeir síðustu, sem þau halda á íslandi. í ráði er, að íslenzkir jaZzleikarar komi einnig fram á hljómleikum, en þegar að Þetta er ritað var ekki búið að ganga frá því hverjir það yrðu. Þó að þetta sé í fyrsta sinn, sem Ella kemur til íslands, verður það ekki í fyrsta sinn, sem hún kynnist íslenzkum jazzi og jazzleikurum. Fyrir tæpum sjö árum kom Ella fram á hljómleikum í Vínarborg. Hljómleikar þessir nefndust „All Star Festival", og eins og nafnið gefur til kynna, voru á hljómleikum þess- um stjörnur frá mörgum löndum heims. Þeirra frægust var Ella Fitzgerald. Þetta sumar var mikið um að vera i Austurríki. Þá var þar haldið hið svokallaða „Friðarmót Æskunnar11. Það var allsögulegt æskulýðsmót, sem ekki á við að ræða um hér. í sambandi við þetta mót voru nokkrir íslenzkir listamenn ráðnir til að koma fram á vegnum íslenzku þátttakendanna. Þeirra á meðal voru þeir Árni Jónsson, óperusöngvari, Ásgeir Beinteinsson, píanóleikari, og svo nokkrir jazzleikarar sem höfðu það hlutverk að leika undir söng fyrir Hauk Morthens. Eins og skiljanlegt er, voru strákarnir ekki lengi að þefa ' uppi jazzklúbbana í Vínarborg, bæði til þess að hlusta á góðan jazz, og svo til að sýna hvað þeir gætu. Spiluðu þeir nokkrum sinnum á Tabarin klúbbnum, og í eitt sinn kvöld nokkúrt í klúbbi austurríska klarinettuleikarans „Fatty“ Georges, sem rak helzta stað Vínarborgar í kjallara steinsnar frá skrúð- húsdyrum dómkirkju Heilags Stefáns. Kvöld þetta heimsótti Ella Fitzgerald „Fatty“ í klúbb hans, og hlustaði m. a. á íslendingana leika. Hvort Ella hreifst til- takanlega af túlkun drengjanna á hljómlist forfeðra hennar, skal ég ekki geta mér til um. En hitt held ég, að ég muni rétt, að hún hafi rætt svolítið við Sigurbjörn Ingþórsson, bassaleikara, sem henni fannst efnilegur. Aftur á móti skraf- aði hún lengi við Jón Pál, gítarleikara, og man ég að Jón lét þess getið, að hann mundi ekki hafa nokkuð á móti því að líkjast Herb Ellis. Ella spurði þá Jón hvort hann ætlaði sér að verða gítarleikari eða fyllibytta, — en Herb Ellis, sem lék þá af list á gítar með píanóleikaranum Oscari Peterson, var víst töluvert drykkfelldur — að sögn. Út frá þessari spurn- ingu Ellu hljóp hiti í samræðurnar milli þeirra Jóns, og þegar ég fór sátu þau og þvörguðu. Það var hálf kostuleg sjón, — Jón Páll fölur á vangann og mjósleginn, en Ella aftur á móti mikil um sig og dökk á brún og brá. Ella Fitzgerald er fædd í Newport News, smábæ í Virginía- fylki, þann 25. apríl 1918. Hún byrjaði snemma að syngja. Þegar hún var 16 ára gömul tók hún þátt í samkeppni ungra söngvara á Apollo leikhúsinu í New York. Um þær mundir heyrði trommuleikarinn og hljómsveitarstjórinn Chick Webb hana syngja, og réði hana til að koma fram með hljómsveit sinni. Apollo leikhúsið á 125. götu í Harlem er fyrir marga hluti ákaflega merkilegur samkomustaður. Apollo er sennilega eitt Ella með Chick Webb — 1938. allt um ellu allt um ellu allt um ellu allt um ellu 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.