Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Page 17

Fálkinn - 28.02.1966, Page 17
allt um ellu . allt um el hið síðasta, ef ekki það allra síðasta, af hinum svokölluðu „Music Hall“ leikhúsum, sem starfrækt eru í Bandaríkjunum. Það sem merkilegast er við Apollo er það að staðurinn er rekinn á mikið til sama hátt og hann var rekinn um 1930. Kvöldsýning á Apollo hefst með kvikmyndasýningu, en um leið og sýningu lýkur hefjast skemmtiatriði af ýmsu tagi, sem standa stundum langt fram á nótt. Vanalega eru stórar stjörnur efst á skemmtiskránni, en ýmsar minni týrur til upp- fyllingar. Þarna gefst áhorfendum tækifæri til að sjá kvik- mynd, að vísu oftast nauðaómerkilega, og svo t. d. hljómsveit Duke Ellington og fleiri skemmtiatriði, fyrir Htinn pening Þrátt fyrir góða aðsókn flest kvöld vikunnar, er þó oft fjölmennast á miðvikudagskvöldum. Þá er hið svokallaða „Amateur Nite“ á Apollo. Þar gefst ungum og óþekktum skemmtikröftum tækifæri til að spreyta sig. „Amateur Nite“ hefur verið haldið á Apollo frá þvi að elztu menn muna. Þar hafa ýmsar stjörnur verið uppgötvaðar, svo sem þær Sarah Vaughan og Ella Fitzgerald. ' - Það var einmitt á slíku kvöldi, sem hljómsveitarstjórinn Chick Webb heyrði Ellu syngja. Og áður en varði var hin 16 ára Ella Fitzgerald orðin söngkona með vinsælustu hljóm- sveit Harlem í þá daga. Ella söng með Webb hljómsveitinni þar til Chick Webb lézt, árið 1939, en þá tók hún sjálf við stjórninni og var stjórnandi hljómsveitarinnar fram til árs- ins 1941. Þau ár sem Ella söng með hljómsveit Chick Webb, aflaði hún sér vinsælda og mikillar virðingar á meðal jazzleikara fyrir hina kristalstæru rödd, mikið raddsvið, og hæfileika til að syngja jafnvel hin ómerkilegustu dægurlög með svo drífandi sveiflu, að þau virtust hreint ekki sem verst. Ella hafði frá upphafi mjög persónulegan stíl, sem með árunum hefur orðið aðalsmerki hennar — og ógrynni af minniháttar söngvurum hafa reynt að tileinka sér. r ' Þegar hin mikla blues-söngkona Bessie Smith lézt í sept- ember 1937, virtist í fljótu bragði ekki vera neinn söngvari né söngkona, sem kæmi til. greina sem arftaki hennar Að vísu var Mildred Bailey mjög vinsæl, en blues-söngvari var hún ekki. Sennilega eiga Bandaríkjamenn ekki eftir að eignast aðra eins blues-söngkonu ' sem Bessie Smith. Rödd hennar var því miður ekki hljóðrituð mikið eftir 1930, svo að um hljómgæði á plötum hennar er vart hægt að tala. Skömmu eftir 1930 fleygði hljóðritunartækninni fram. en þá byrjaði að bóla á tveim röddum, sem á vissan hátt má segja að yrðu arftakar Bessié Smith, a. m. k. í eyrum almenn- ings. Þetta voru raddir þeirra Billie Holiday og Ellu Fitzgerald. Billie söng inn á plötur með Teddy Wilson árið 1933. en Ella með hljómsveit Chick Webb 1935. Bill og Ella voru raddir þriðja tugs aldarinnar: Billie Holiday — hrjúf og bítandi rödd með frasa líka Armsti'ong, gat látið hina ljúfustu ástarsöngva hljóma bitra og vanþakk- láta. f einkalífi sínu var hún jafn bitur gagnvart heiminum sem söngvar hennar. Ferill hennar endaði of snemma; rödd hennar tók að gefa sig smátt og smátt. Um Ellu var annað að segja. Rödd hennar var hvell og björt og létt sveifla var henni í blóð borin. Að vísu voru lögin, sem hún hljóðritaði upp og ofan að gæðum. Ella Fitzgerald og Billie Holiday voru sem dagur og nótt. Ella efldist sem söngkona með hverju árinu sem leið. og varð með tímanum söngkona sem hljóðritaði aðeins jazz og dægurlög af fyrsta flokks gæðum — og þá með aðstoð hinna frægustu hljóðfæraleikara. Fyrstu plötu sína gerði Ella þann 12. júní 1935, „Are you here to Stay?“ ásamt hljómsveit Chick Wvbb. Tveim árum seinna söng hún lag eftir sjálfa sig ,,A-tisket, A-tasket“, inn PÍANÓLEIKARINN, sem kemur með Ellu Fitzgerald til Reykjavíkur, er ekki beint af verri endanum. Nú fyrir nokkrum vikum síðan var hann t. d. pía- nóleikari Duke Ellington hljómsveitarinn- ar í forföllum hins gamla meistara. Hann er James Henry Jones, — kallaður Jimmy Jones til hversdags. Jimmy Jones er jafn- gamall Ellu, fæddur 1918 í Chicago. Hann byrjaði að leika á gítar sem unglingur, en skipti fljótlega yfir á píanó. Jones vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í tríói fiðluleikarans Stuff Smiths árið 1943. Skömmu seinna krækti Sarah Vaug- han í hann sem undirleikara. Hann vann með Söru þar til í apríl 1952, þegar hann varð að hætta spilamennsku í tvö ár vegna veikinda. Árið 1954 réðist hann á ný sem undirleikari hjá Söru Vaughan, og lék sem undirleikari hennar og annarra söngvara af og til. allt um ellu . ailt um el FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.