Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Qupperneq 18

Fálkinn - 28.02.1966, Qupperneq 18
• • • „OF FRÆG FYRIR AÐDAENDUR SINA cr á plötu einnig með Webb hljómsveitinni. Platan varð met- söluplata, hin fyrsta af fjölmörgum. Árið 1937 vann hún einnig kosningar um vinsæla listamenn í fyrsta sinn. Það var samt ekki fyrr en 1952, að Ella Fitzgerald náði þeirri stöðu, sem hún hefur í dag. Á plötu með átta lögum eftir Gershwin, og undirleik Ellis Larkins, sýndi hún, að með smekklegum lögum og góðum undirleik er engin söng- kona sem jafnast á við hana, þegar um persónulegan stíl, góða meðferð og drífandi sveiflu er að ræða. Á eftir Gershwin plötunni komu svo aðrar í kjölfarið: Cole Porter plata, Jimmy McHugh plata, o. fl. o. fl., — hver annarri betri. Það er varla hægt að skrifa um Ellu Fitzgerald án þess að minnast á samstarf hennar og Norman Granz. Granz, fyrrum heimspekinemi við Kaliforníuháskólann, sér um útgáfu á plöt- um Ellu og hefur skipulagt hljómleika hennar í mörg ár. Það var Norman Granz, sem stofnaði JATP, „Jazz at the Philharmonic“, sem varð heimsfrægt á sínum tíma. JATP fór fyrstu tónleikaför sína til Evrópu árið 1946. í JATP voru þá níu jazzleikarar auk Ellu. Fyrstu tónleikar þeirra voru í Stokkhólmi, og seldust allir miðar að tónleikunum upp á örfáum tímum. Sagan segir, að Ella hafi verið ákaflega taugaóstyrk á sviði, sérstaklega þær mínútur, sem hún ekki var að syngja. Þetta lýsti sér einna helzt í því, að Ella var í vandræðum með hvað hún ætti að gera af höndunum á sér. Eitt sinn er hún var óvanalega óstyrk, lánaði Granz henni vasaklútinn sinn, sem hún tók fegins hendi, og ríghélt síðan í klútinn með máðum höndum á meðan hún stóð á sviðinu. Síðan á Ella alltaf að eiga að vera með eitthvað í höndunum, þegar hún syngur. Ég sel þessa sögu ekki dýrari en ég keypti hana, en því má bæta við, að í þau skipti, sem ég hef séð Ellu Fitzgerald'syngja, hefur hún verið með einhvers konar slæður í höndunum. Ella Fitzgerald og JATP fóru hvað eftir annað í Evrópu- ferðir, sem voru hver annarri vinsælli. Miðar að tónleikum þeirra seldust upp á svipstundu, plötur af tónleikum þeirra seldust í ógrynni eintaka. Tónleikar JATP í Bandaríkjunum voru vinsælir, en áttu oft í erfiðleikum. Erfiðleikarnir stöf- uðu oftast af því, að JATP gerði ekki upp á milli litarháttar áheyrenda sinna. Eitt sinn er Granz var með flokk sinn í Houston, Texas, neitaði hann að selja eingöngu hvítu fólki aðgang. Eftir hljómleikana voru Ella, Granz, og fleiri, hand- tekin fyrir meint brot á umferðarreglum borgarinnar, — eða eitthvað álíka! Hlutir sem þessir hafa ekki stuðlað að því að auka sjálfs- traust Ellu Fitzgerald. Nú hin síðari ár hafa t. d. verið uppi háværar raddir um það'. að Ellu bæri að hafa sinn eigin sjónvarpsþátt, eins og hver einasta ljóshærð söngkona, sem stendur upp úr meðalmennskunni virðist hafa. En því miður sýnist sem enginn vilji taka þá áhættu að láta sjónvarps- þátt með Ellu Fitzgerald auglýsa framleiðslu sína í Suður- ríkjunum. Það eru nokkuð mörg ár síðan að Ella var handtekin í Houston. Síðan hafa hlutirnir breytzt töluvert. Hver veit nema „The Ella Fitzgerald Show“ verði komið á markaðinn, þegar islenzka sjónvarpið hefur sýningar sínar. Það er einnig annar hlutur, sem Ella Fitzgerald hefur haft áhyggjur af undanfarið. Hún telur sig vera of fræga fyrir hina raunverulegu aðdáendur sína. Sem ein af vinsælustu söngkonum heims er hún svo dýrkeypt að aðeins dýrustu staðirnir hafa efni á því að ráða hana. Tryggustu aðdáendur hennar, jazzunnendurnir, hafa ekki lengur efni á því að sækja þá staði, sem hún syngur fyrir. Henni finnst hún því hafa svikið einmitt það fólk, sem kom henni þar sem hún er í dag í hjarta sínu er hún ennþá jazzsöngkona, þó að oft og tíðum sé söngskrá hennar hlaðin mörgu öðru en jazzlögum, Til þess að bera í bætifláka fyrir þetta, hefur Élla nýlega gert L. P.-plötu með eintómum jazzlögum, útsettum af Marty Paich. Hún hefur einnig gert plötu í samvinnu við Duke Ellington hljómsveitina, — í fyrsta skipti í s.l. átta ár. Ella Fitzgerald er heldur ekki dús við veröldina, sem lætur stjórnast af metsöluplötum og vinsældalistum. í blaðaviðtali nýlega sagði hún m. a.: „Þegar ég byrjaði að syngja með Chick (Webb) fékk ég 25 dollara kaup á viku. Tveim árum seinna var kaupið 75 dollarar, og eftir tíma sem virtist mörg ár, fékk ég loksins 125 döllara á viku. Þá var ekki til ánægð- ari manneskja en ég. Núna gerir einhver unglingur plötu, sem nær milljona sölu á einni nóttu, og áður en hann hefur fengið ráðrúm til að læra nóturnar er hann orðinn frægur og forríkur.“ Það má vera, að álit Ellu á „bítla“-tónlist sé að nokkru leyti byggt á tónlistaráhuga 16 ára sonar hennar, Raymonds. Raymond Brown, jr., er sonur Ellu og hins þekkta bassaleik- ara Ray Brown, sem hlotið hefur heimsfrægð fyrir leik sinn með Oscar Peterson tríóinu s.l. 15 ár. Hjónaband þeirra Ellu og Brown endaði með skilnaði árið 1952. Ray yngri er nú í Framh. á bls. 37. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.