Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 23

Fálkinn - 28.02.1966, Side 23
í þetta skipti í líki Jean Rosemary Shrimpton og finnanda hennar, tízku- ljósmyndarans, sem sjálfur var í tízku, David Bailey. Augnablikið var í hæsta máta vel valið. Jarðvegurinn hafði verið undir- búinn af James Bond The Beatles og Albert „Tom Jones“ Finney. Það geng- ur ensk flóðalda yfir gervalla Ameríku og Jean Shrimpton varð fyrsta kven- lega markmið þessarar skyndilega til- komnu Englandsdýrkunar. Á þrem árum hefur þessari tuttugu og tveggja ára fyrirsætu tekizt að skarta á 30 forsíðum tízkuþlaða í gamla og nýja heiminum. Mynd hennar hefur birst í milljóna upplögum í aug- lýsingum og tízkumyndum. Hún hefur verið útnefnd „fegursta stúlka heims“ og í heimalandi hennar hefur þegar verið gerð kvikmynd um starf hennar og frama. Mánaðarlaun hennar eru um 150.000 ísl. króna og fjögur heimsþekkt snyrtivörufyrirtæki, sem heyja harð- vítuga samkeppni sín á milli, nota and- lit hennar á auglýsingar sínar á sama tíma. Um gervallan hnöttinn er Jean Shrimpton þekkt í dag sem ,,Andlitið“. f tízkuheiminum gengur hún undir hinu gáskafulla gælunafni „Rækjan", sem er stytting úr eftirnafninu. (Shrimp þýðir rækja í Englandi og þykir mikið lostæti þar í landi.) Jean þykir mesta lostæti, sem Eng- land hefur hingað til framleitt til út- flutnings. Og hún er einnig jafn skyn- ug og rækjan. Og svo sjálfsgagnrýnin, að jaðrar við meinlætasemi. í dag veit hún ekki gerla hve mikla peninga hún á í banka, en hún hefur lagt sparifé í lítið hús í Kensington. Eina „óhófið“, sem hún hefur veitt sér, er lítill, yfir- lætislaus Morgan, grænn sportbíll. Fatareikningur hennar er það ótrú- legasta af öllu Fimm módelkjólar samanlagt! Önnur föt hennar eru verk- smiðjusaumuð keypt í litlum táninga- vörubúðum. Og svo gerist það öðru hvoru, að hún heimsækir klæðskera pg. pantar hjá honum karlmannsfrakka! — Það er engin hentugri flík til, en harlmannsfrakki. Svo er öllum vösun- um fyrir að þakka, að maður þarf ekki að draga með sér handtösku! „Rækjan" hefur það, sem í hinni feg- urðardýrkandi Ameríku kallast hin gullvægu ummál 86—59—89, það er brjóst, mitti og mjaðmir, reiknað í cm. Hún er 1,74 á hæð og þyngd venjulega í kringum 57 kg. Það sem gerir hana að „fegurstu stúlku i heimi“ er andlitið, sem er barnslega sakleysislegt og syndsamlega lostafullt um leið og svo hinn fullkomni líkamsvöxtur, þar sem „hvert gramm er á réttum stað“. — Hún er Æskan, segir brúðumamm- an Eileen Ford, sem heimsækir Norður- lönd iðulega í leit að sýningarstúlkum fyrir módel-umboð sitt í New York. — Hún er einhyrningur, þetta kynja- dýr sögunnar, sem einfaldlega er ekki til! segir brezki hirðljósmyndarinn og leiktjaldamálarinn Cecil Beaton. — Hún er ómótstæðilega lostafull, segir hinn þekkti blaðamaður Nicky Haslam. — Hún er fegursta stúlka í heimi! segir hið stóra franska kvennablað Elle. — Vitanlega þykir mér allt lofið gott, segir „Rækjan“ sjálf. En það á ekkert skylt við veruleikann. Þegar ég er óförðuð, er ég ljót. Og ég hef of stóra fætur of langa handleggi, of langan háls, of langar hendur — allt á mér er of langt! Enginn á jafn'auðvelt með að skipta um gervi og „Rækjan“, þessa stundina er hún álfamær, á næsta augnabliki er hún drottning eða gáskafullt stelpu- tryppi. Hún vinnur á öllum stundum sólarhringsins í London, París eða New York, og Ijósmyndari, sem var að taka af henni tízkumyndir til klukkan fjögur einn morguninn, varð þess allt í einu var. að hún var sofnuð. Myndatakan tókst jafn vel fyrir því — stór, sviprík augun voru alltaf opin! Samt gefur „Rækjan“ vísvitandi lít- inn kost á sér. í fyrra hafnaði hún vinnu, sem hefði aflað henni tæpra milljón króna samanlagt. Eins og flest- ar frægar sjónvarpsstjörnur er hún hrædd um, að andlit sitt verði ofnýtt. Hún spáir því sjálf, að henni muni ekki takast að halda sér á toppinum lengur en tvö ár til viðbótar, enda þótt sérfræðingar á þessu sviði telji, að hún geti verið hlutgeng þar eins lengi og verkast vill. Líkur benda til, að innst inni vilji hún það ekki. Hún segir. að það sé of einmanalegt „þarna uppi“. Henni finnst hún vera einangruð.. Hún á aðeins tvær verulega góðar vinkonur og svo hefur hún einkavin sinn, hinn vinsæla, unga enska leikara Terence Stamp. „Rækjan" og Terry sýna sig sjaldan á mannamótum. Hún hefur andstyggð á samkvæmum og mestar mætur á rólegu heimilislífi. Hún segist vera dæmigerð einsmanns kona, enda þótt það skorti sannarlega ekki á tækifærin til að lifa öðrú lífi í heimi sýningarstúlknanna, — þótt þetta með „syndina" sé að vísu mjög ýkt. Sennilega er það svo, að sýningarstúlkur og fyrirsætur hræsna minna en stúlkur almennt Ég held að þær hafi mjög svipaða sið- ferðiskennd og nútímakonur í öðrum atvinnugreinum, einkaritarar, kennslu- konur og blaðakonur. „Rækjan“ var einkaritari í „fyrra lífi“ sínu Hún kom til London 17 ára gömul og innritaðist í einkaritaraskóla. f júní 1961 vakti hún í fyrsta skipti athygli sem fyrirsæta í fjórtán blað- síðna tízkugrein í ensku útgáfunni af Vogue. Ljósmyndari hafði hitt hana á götunni skömmu áður og stungið upp á, að hún léti taka af sér tízkumyndir. Samstarfsmönnum hans fannst lítið til hennar koma. En hinum tuttugu og þriggja ára gamla ljósmyndara og klæð- skerasyni David Bailey rataðist rétt af munni. í dag heldur , Rækjan“ því fram, að hann hafi gert hana að því, sem hún er. Nákvæmlega eins og prófessor Higgins varð David hinn ungi ástfanginn af sköpunarverki sínu. Þau voru óaðskilj- anleg í lengri tíma og hann skildi við konu sína. En þá sleit „Rækjan“ allt í einu sambandið. Vinir þeirra segja, að henni hafi gramizt það, að hann vildi ráða öllu um framaferil hennar. Og síðan gerðist hún vinkona leikarans Terence Stamp. „Rækjunni“ er hjartanlega skemmt, þegar hún er kölluð „dýrasti fatasnagi í heimi“. Aftur á móti finnst henni, að starfið hafi sínar dökku hliðar. Allir öfunda hana af því að fá að litast um í heiminum. — En þannig er það alls ekki, segir hún. Ég sé lítið annað en sæg af flug- völlum og ljósmyndastofum, en ég veit varla nokkurn tíma, hvar á hnettinum ég er stödd. Svo æðisgenginn er hrað- inn. Eins og stendur fer „Rækju“-sóttin eins og faraldur um allan heim. Sumar konur hafa beðið um andlitsaðgerð til þess að gera þær líkar „Rækjunni". Og andlitssnyrtivörur eru komnar á markaðinn, sem eftir auglýsingunni að dæma eiga að gefa sama árangur! Allar konur vilja fá að vita leyndar- dóminn um fegurð Jean Shrimpton. - Ég er eina sýningarstúlkan, sem ekki leynir þyngd sinni, segir hún sjálf. Ég er 57 kíló. Og ég held ekki, að til séu nein önnur ráð til að léttast, en að borða minna, það er allt og sumt. — Og hvað öðru viðvíkur? Ég nota ekkert ilmvatn, aðeins ofurlítið ,,lotion“ þegar ég hef farið í bað. Og hárið þvæ ég sjálf þrisvar í viku. Ég vind það upp á mjög stórar rúllur. Síðan bursta ég það með enskum bursta úr villisvína- hárum. Og sem sagt — óföi'ðuð er ég ljót. Og þá vitið þið það! FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.