Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Qupperneq 25

Fálkinn - 28.02.1966, Qupperneq 25
ferjuhúsinu við Hudson River. Við horfðum á þá taka nokkra farþegana til meðferðar og tók- um þá síðan fasta. Fyrirliðinn hét „Dossy“ Doyle. Mörgum mánuðum seinna, þegar Doyle hafði afplánað refsingu sína, mætti ég honum á götunni. „Raftis,“ sagði hann, „þú ert alveg búinn að eyði- leggja mig. Síðan þú tókst mig fastan hefur mér verið ómögu- legt að fá neinn til að vinna með mér.“ Allir leynilögreglumenn í vasaþjófadeildinni eru þjálfað- ir af reynslu í að koma auga á allar óeðlilegar hreyfingar. Til dæmis, þegar farið er upp í fullan strætisvagn, er öllum eðlilegast að leita þangað í vagninn, sem rýmst er um þá. Ef leynilögreglumaðurinn kem- ur auga á einhvern, sem virðist kunna bezt við sig í mestu þrengslunum, þá vaknar strax grunur hjá honum. Maðurinn, sem hann er að horfa á getur verið vasaþjófur eða haft rang- snúnar tilhneigingar og leyni- lögreglumaðurinn hefur ekki af honum augun. Ég minnist þess, er ég tók ungan og bráðduglegan lög- reglumann með mér til Penn- sylvaniu stöðvarinnar, þar sem vasaþjófar höfðu herjað mjög. í klukkutíma vorum við aðeins á verði. „Það er eitthvað að,“ sagði lögreglumaðurinn, „en ég er ekki viss um hvað það er.“ Nú sagði þjálfun hans til sín. Hann virti fyrir sér mannfjöld- ann, ekki aðeins með augun- um, heldur með öllum skilning- arvitum, leitandi eftir hverri þeirri óeðlilegu hreyfingu, sem ^æti komið honum á sporið. Skömmu seinna sagði hann: „Ég er alltaf að horfa á sama fólkið. Það virðist vera að hraða sér upp í lestina. Það hverfur, en einir fjórir menn birtast sífellt aftur.“ Hann benti mér svo lítið bar á, á fjóra menn, sem stóðu dreift. Þeir voru all- ir vel klæddir. Farangur þeirra var ólastanlegur. Eftir andar- taksstund smeygðu tveir þeirra sér samt inn í eina biðröðina. Við gripum hnuplarann svo að segja með hendina í vasa fórn- arlambsins. Þeir höfðu allir komið við sögu lögreglunnar áður. Við fórum fyrst að ná veru- legum árangri í viðureigninni við vasaþjófana, þegar ég fékk leyfi til að fjölga í deild minni úr tuttugu og tveimur í nærri hundrað menn. Eins og í öll- um öðrum deildum lögreglunn- ar voru nýju lögreglumennirn- ir valdir með tilliti til vask- legrar framgöngu í starfi þeirra sem götulögreglumenn. Einu skilyrðin, sem við settum voru þau, að menn okkar væru á engan hátt óvenjulegir í útliti, — til þess að bæri ekki á þeim neins staðar. Síðan var það okkar að ákveða, hvort starfið hæfði þeim Vel eða illa. í þessu starfi eru mörg leiðindaverk, eins og að ferðast með neðan- jarðarjárnbrautunum um mesta annatímann og sumir menn þreytast fljótt á því. Þeir eru færðir milli deilda án þess að lækka þá í tign. Til þess að nýir menn vendust starfinu sem fljótast, sendi ég þá út af örkinni hvern um sig með vönum manni og unnu þeir saman í mánuð. Síðan var skipt um þar til allir höfðu starfað með öllum þjálfuðu mönnun- um. Þetta tók fjörutíu og fjórar vikur og á þeim tíma lét ég þá ganga undir hvert munnlega prófið eftir annað. Enn var það eitt, sem deild mína vantaði tilfinnanlega — konur. í vefnaðarvöruverzlun- um, þar sem kvenþjófar stálu fyrir hundruð þúsunda dala á ári hverju, var leynilögreglu- mönnunum vandi á höndum. Á sama augnabliki og kvenþjófur varð var við einn karlmann í kvennaþröng við búðarborð, varð hún tortryggin og hafði sig á burt. Því hafði ég verið að heimta lögreglukonur til min árum saman. Að lokum fékk ég þær, fyrst fjórar, síðar tólf. Þær svifu inn í verzlanirn- ar eins og hefndarenglar og á einu ári minnkuðu þjófnað- irnir um helming. En það sem reið baggamun- inn í herferð okkar gegn vasa- þjófunum, voru ný fylkislög. Áður en þau voru samþykkt, gátum við ekkert annað að gert ef við gripum vasaþjófa í að reka sig utan í mann, sem hann ætlaði að stela af, en að saka hann um óspektir á al- mannafæri. Fyrir það fékk hann aðeins fimm eða tíu dala sekt. Eftir nýju lögunum mátt- um við taka alla vasaþjófa fasta, sem við sæjum rangl- andi um í mannþyrpingum eða væru að hrinda fólki til, og dómarinn gat dæmt þá í allt að tveggja ára fangelsi. Á einu ári fjölgaði handtök- um um helming, síðan þreföld- uðust þær. Brátt handtókum við á annað þúsund vasaþjófa árlega, þar af fóru mörg hundr- uð í fangelsi og önnur hundruð voru rekin úr borginni. Við höfðum að lokum stemmt stigu við þessum hvimleiða atvinnu- vegi, sem áður var stundaður af 24 af hverjum 25 glæpa- mönnum borgarinnar. Vitanlega er lögreglan og dómstólarnir ekki eina virka vopnið gegn vasaþjófnuðum. Allir geta háð sína einkastyrj- öld gegn þeim, með því að fylgja fáeinum einföldum regl- um. Fyrir karlmenn eru regl- urnar þessar: 1. Berið aldrei seðlaveskið í öðrum vasa, en brjóstvasa innan á jakkanum 2. Hafið nægilega smámynt í vösum til þess að þurfa ekki að taka fram seðlaveskið í mannþröng. 3. Ef rekist er á yður í mann- þröng, þá gangið ekki út frá því sem gefnu að það sé tilvilj- un. Ef yður er hrint af ein- hverjum, sem þykist vera að flýta sér út úr rangri lest, eða sjáið mann vera að reyna að draga að sér athygli vegfar- enda, þá getur eins vel verið Tveir kunningjar fóru saman á álkuveiðar. Það var kalt um morguninn og annar hafði með sér kaffi á hita- brúsa, en hinn var með brennivínsflösku. Þegar þeir höfðu setið í bátnum í nokkra klukku- tíma kom loksins ein álka í skotfæri. Kaffiflöskumaður- inn skaut og hitti ekki. Nú fannst hinum hann verða að reyna, og stakk hálftómri flöskunni undir þóftuna og hleypti af. Álkan steyptist. — Þetta getur maður nú kallað að hitta, sagði kaffi- maðurinn. — Það er ekki orð á því hafandi, sagði hinn. — Þegar maður miðar á heilan fuglahóp væri það klaufska að hitta ekki einhvern þeirra. að hann sé að skapa þjófnum tækifæri til að komast að vasa yðar. 4. Skiljið aldrei veskið eftir í jakkavasa yðar ef þér farið úr honum í rakarastofu. knatt- borðsstofu eða öðrum almenn- um stöðum. Hann er upplögð veiði fyrir vasaþjófa. Fyrir konur eru þessar regl- ur: 1. Haldið á handtöskunni í vinstri hendi og haldið hend- inni um opið á henni. Hand- töskur, sem hanga á handleggn- um eða öxlinni eru auðveld bráð. 2. Leggið ekki handtöskuna frá yður inni í verzlun eða neinum öðrum almennum stað. 3. Hafið töskuna í huganum. Verið tortryggin gagnvart fólki, sem hrindir eða rekst utan í yður. Það geta verið töskuþjóf- ar, sem eru að reyna að dreifa athygli yðar eða komast að því hvar þér geymið peningana. Vasaþjófar hafa « íína stéttaskiptingu. Neðstir standa þeir ( sem stela aðeins af sofandi drykkjumönnum FALKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.