Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Page 27

Fálkinn - 28.02.1966, Page 27
James Bond. En á hinn bóginn klæðist hún ijómandi fallega í hvítar slæður með gulllíningum í hálsinn, í kjóla sem hafa orð- ið fyrir áhrifum pop-listarinn- ar og eru gjarnan myndaðir fyrir framan geometriskar skreytingar og í embættis- klæðnað úr svörtu leðri með herrahálsbindi. Loks afhjúpar hun þegar bezt lætur litríkar tattoeringar: rós á brjósti, hringaðan höggorm á lærinu, fiðrildi á öxlinni, en þessar tajtóeringar tákna á dulmáli uqdirheima Lundúnaborgar blþð, tryggð og ást. Hún ekur Rplls-Royce og Daimler Dart, sem jafngilda Aston-Martin hjá James Bond. í rauninni er Modesty fyrst þeirra kvenna sem nú eru alls staðar nefndar „Jane Bond“. í sapnanburði við lagskonur Sean Connery í „Operation Thunder“ eru hin franska Claudine Aug- er, Jamica-stúlkan Martin Bes- wick, og hin ítalska Luciana Paluzzi enn fegurri, enn ill- gjarnari og ennþá meira töfr- andi. Töfrandi. konur, herskáar og miskunnarlausar. Þannig myrðir Ursula Andr- ess í væntanlegri mynd Elio Pietri „Tíunda fórnardýrið“ mann nokkurn með byssu- brjóstahaldara sínum. Síðan ræðst Ursula á Marcello Mast- roianni með stígvélum útbún- um með sprengiefni meðan önn- ur fögur drápskona í sömu mynd, Elsa Martinelli, þjálfar skordýr með skammbyssur í í- búð sinni. Elsa hefur annars hélgað sig glæpnum. Það er hún, sem í annarri kvikmynd um frægan glæpaflokk klæðist stórkostlegum kjólum teiknuð- um af Yves Saint-Laurent og Idkur Evu Kant, ástkonu hins fræga Diabolik. Og í sama anda verður mynd Francois Forrest, þgr sem Jane Fonda leikur Bar- barellu undir stjórn Vadims. Tímanna tákn eða valdataka kyenna á sviði lögreglumála, sem hingað til hafa verið al- gjörlega í höndum karlmanna? Það fer alveg eftir löndunum, sem þessar herskáu myndir eru teknar í. í Bandaríkjunum og á Ítalíu auðmýkja þessi fögru njósnakvendi karlmennina og bola þeim burt sem dáðlausara og veikara kyninu. í Frakklandi, þar sem karl- maðurinn þykist enn allviss um yfirburði sína, og í Bretlandi, þar sem fyndnin er allsráðandi, eru þessar vopnuðu skjaldmeyj- ar ekki teknar eins alvarlega. En barátta kynjana, hin eilífa deila, hefur samt fundið nýjan orustuvöll. FALKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.