Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 28

Fálkinn - 28.02.1966, Side 28
RÓMANTÍSK AIJTÍMASAGA FKÁ HERRAGAKÐl í DÖLUM Í SVÍÞJÖÐ Það var Ijós í herbergi Mari- anne, þegar Ulf kom aftur frá verksmiðjunum niðri við vatnið. Hún hafði dregið gluggatjöldin fyrir, en glugginn út að garð- flötinni stóð opinn. Lá húp og las, eða var hún eitthvað að sýsla fyrir sjálfa sig? Hann langaði til að ganga þangað og kalla nafn hennar lágt og var- lega til að henjsi yrði ekki hverft við. Hún my«di draga glugga tjöldin frá og halla sér út um gluggann. Þá gæti hann séð með vissu, hvernig augu hennar væru á litinn. . í rökkrinu. Nei, hvaða hugarórar voru þetta! Án þess að taka augun af iitla, bjarta ferhyrningnum á vegg álmunnar, gekk hann inn í aðalhúsið. Louise átti að minnsta kosti þá háttvísi, að bjóða sig ekki aftur. Ef til vili hafði hún einnig orðið óttaslegin og séð sem var, að þau hefðu sýnt of mikið fyrirhyggjuleysi áður, hugsaði hann. FIMMTI KAFLI. Þegar Jansson kom aftur tii skrifstofunnar nokkrum dögum seinna, vannst Ulf loks tími tii að athuga launalistana. Þeir voru enn í skjalatöskunni. Eigin- lega var það ófyrirgefanlegt kæruleysi af honum að .gleyma að læsa þá inni í peningaskápn- um, hugsaði hann. Þeir voru kvittaðir og höfðu þar af leið- andi mikið peningagildi. Ef þeir hefðu til dæmis brunnið, gat hver einasti verkamaður kraf- izt launanna á ný! Vitanlega voru varla neinar líkur til þess að þeir myndu gera það — en þrátt fyrir allt... Hann kveikti í pípunni, tók iistana upp úr töskunni og byrj- aði að raða þeim. Listana frá sögunarmyllunni lagði hann sér og listana yfir starfsmenn tré smíðaverkstæðisins sér. 1 þriðja bunkanum lagði hann lista yfir þá, sem unnu á setrinu, þá sem unnu að timburflutningum og að síðustu einn lista frá steinnám unni. Þrír listar frá hverri verk smiðju og þrir að auki. Það gerði níu lista. En fyrir framan sig hafði hann aðeins sjö. Hvar í fjáranum voru hinir tveir? Hann stakk hendinni niður i skjalatöskuna og leitaði í ölium hóifunum. Beygði sig niður og leit á gólfið, ef einhver pappír skyldi hafa runnið niður án þess að hann tæki eftir því. En þeir fundust hvergi. Hann studdi fingrinum á bjöliuhnappinn og hringdi. Augnabliki síðar stóð Marianne í dyrunum. — Sástu ekki um, að við hefð- um alla listana með okkur frá verkstæðisskrifstofunni um dag- inn? spurði hann. — Jú, ég lagði þá í skjala- töskuna, svaraði Marianne. Hvers vegna spyrðu? — Það vantar tvo. — Það er ómögulegt. Það var alls ekkert á borðinu, þegar við fórum þaðan, — Nei, mig minnir einnig, að borðið hafi verið autt, sagði Ulf hugsi. En þú hlýtur að hafa misst tvo einhvers staðar. — Hvernig hefði ég átt að gera það? Ég tróð þeim i skjala töskuna áður en ég stóð upp frá borðinu og síðan lagði ég hana í aftursætið á bílnum, þegar við ókum af stað til steinnámunnar. Andlit Ulfs tók svipbreyting- um. Hún sá, að hann mundi einnig... — Gott og vel, en hvar eru þeir þá? spurði hann skyndilega óþolinmóður. Þú ert sú eina, sem hefur haft þá undir hönd- um. Hann blaðaði í listunum á borðinu og forðaðist að líta á hana. — Ég get farið og leitað í verkstæðisskrifstofunni aftur, sagði Marianne. — Já, gerðu það. Ég vona að þú finnir þá. Það hljómaði eins og hóturi. Hann renndi fingrunum gegnum hárið. Smámunasemi Louise vap sannarlega betri en þetta hirðu- leysi, hugsaði hann gramur. Marianne lokaði hljóðlega á eftir sér hurðinni. Hvað i ósköp- unum gat hafa orðið af listun- um? Hún hljóp niður veginn að vatninu og inn í litla skrifstofu- klefann, þar sem þau Ulf höfðú setið með þúsundir króna milli sín í ótal smáum launaumslög- um. Borðið var vitanlega autt. Hún leitaði í skúffunum og skimaði um gólfið undir borð- um og stólum. Að lokum stóð hún kyrr_ á miðju gólfinu og hrukkaði ennið. Hún var hand- viss um, að hún hafði troðið öllu saman niður í skjalatösku Ulfs, enda gat ekki hjá því farið að hún yrði þess vör, ef tvær tví- brotnar fólíon arkir hefðu orðið eftir á borðinu. Síðan höfðu þau ekið upp að steinnámunni. Ulf hafði kysst hana — heitt og af ástríðu — í augnabliks... ... þakklæti fyrir að ég aftr- aði honum frá að hrapa til bana, hélt hún áfram hugrenningum sínum. Ekkert annað! Mundu það! En lijarta hennar barðist eins og það vildi gera visvitandi upp- reisn móti skynseminni. Hún elskaði Ulf: Það var tilgangs- laust að bera á móti því lengur. Tilfinningar hennar til Hákons höfðu aðeins verið stundarhrifn- ing. Þá hafði hún verið of ung til að skilja hvað það þýddi að elska, en síðustu tvö árin hafði hún þroskast — ört og sársauka- fullt. — Og hún hafði verið ólýs- ánlega einmana. Einmanaieik- inn varð aðeins afborinn, meðan ekkert var til að þrá. Marianne var kalt. Húðin á örmum hennar kipraðist saman. Það var ónotalegt inni á skrif- stofunni. Hún fór út, læsti á eftir sér og hengdi lykilinn á nagla í dyrastafnum. Golan virt- ist köld, enda þótt sólin væri hátt á lofti. Hún varð að fara uppeftir aftur og segja Ulf frá því, að listarnir fyndust ekki heldur hér. í smiðjudyrunum stóð Tolv- 4 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.