Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Page 29

Fálkinn - 28.02.1966, Page 29
mans Olof, lítill og lotinn og pirði á hana því auganu, sem sýnilegt var. Hitt var eins og venjulega hulið af loðinni auga- brúninni. — Hún er úti að ganga sér til skemmtunar, tautaði hann. — Nei, þvert á móti, svaraði Marianne og af ómótstœðilegri þörf eftir að trúa einhverjum fyrir kveljandi áhyggjum sinum, sagði hún honum frá erindi sínu til verksmiðjunnar. Ef gamli smiðurinn gæti nú bent henni á, hvar listarnir væru niðurkomn- ir. Hann hafði orð á sér fyrir að vera skyggn. Tolvmans Olof kom höktandi fram til hennar, hóf kubbslegan, svartan vísifingurinn á loft og hristi hann rétt við nefið á henni. — Huldan er henni óvinveitt, svo hún kemur til með að missa fleira en þessa pappira, sagði hann og spýtti mórauðu í fagur- legum boga. Hann var á ein- hvern hátt ógnvekjandi. Hún varð að leggja hart að sér til að hörfa ekki undan. — Hvað á Tolvmans Olof við með þvi? spurði hún. — Það er skógarhuldan, sem hefur lagt þetta á hana. Það er betra að'koma sér vel við huld- una, því annars fer illa, tísti hann. Svo hún skal fara varlega. — Það skal ég gera. Þakka þér fyrir aðvörunina, sagði Mari- anne alvarleg. Hún fann á sér, að hún mátti ekki með nokkru móti láta sér stökkva bros, meðan hann horfði á hana, og þegar hún var komin úr sjón- máli, var henni horfin öll löngun til að hlæja. Vitanlega hlaut gamli maðurinn að vera meir en lítið ruglaður! Samt var hún fegin að hafa hitt hann. Hún fann af einhverri óljósri eðlis- ávísun, að þessum gamla huldu- karli í smiðjunni var vel til henn- ar. Ætti hún ef til vill að fara hiður til þorpsins eitthvert kvöldið og heimsækja hann? Hún gæti haldið leiðar sinnar, ef svo færi, að henni yrði ekki Vel tekið. 1 Þegar Marianne kom upp að setrinu aftur, ók stór bifreið, með amerísku númeri inn í húsa- garðinn og nam staðar við skrif- stofuálmuna. Út úr bifreiðinni vatt sér hár og renglulegur máð- ur með dökkskolleitt hár, og andlitið allt, nærri upp að aug- um, vaxið stuttklipptu skeggi. Marianne snarstanzaði. Það var eitthvað við slánalegar hreyf- ingar hans sem kom henni kunn- uglega fyrir. Gat þetta verið maðurinn, sem ekið hafði biln- um forðum? Hafði hann látið sér vaxa skegg, til þess að hann yrði ekki þekktur? Hann stóð og sneri við henni baki k>g dáð- ist að hinum fögru, stilhreinu byggingum herragarðsins. Svo sneri hann sér við. — Getur ungfrúin sagt mér.. byrjaði hann, en rak síðan í vörðurnar. Á andliti hans gat að líta ótal svipbreytingar — allt frá falslausri undrun til djúprar blygðunar. Þetta var Hákon Magnússon. Marianne gat hvorki hreyft legg né lið. Hákon ... Hún hafði frétt að hann væri erlendis. Hvernig gat hann þá allt I einu skotið upp kollinum hér? Var hann kominn til að fletta ofan af henni? Gera uppskátt, hver hún væri? Hana langaði mest til að hrópa til hans, að hypja sig burt, hverfa. Malingsfors var hennar griðastaður. Hann færði henni aftur alla martröðina frá árunum áður: ákærur, baráttu hennar fyrir að sanna sakleysi sitt. Minningarnar skullu á henni eins og freyðandi foss. En i sama mund skeði nokkuð annað: eitthvað innra með henni vakn- aði til vitundar þessi augnablik, sem hún stóð og einblindi á Hákon. f undirvitund hennar var minningin, enn óljós og ógreini- leg, formlaus eins og skuggi. Hún reyndi af öllum mætti að grafa hana upp á yfirborðið. Það var eitthvað, sem hún átti að kannast við. Ef til vill eitthvert orðasamband — eða hluti af því. Eða einhver ofsjón frá sjúkra- húslegunni? Var það eitthvað, sem hún gat byggt á ... vonaðist eftir? Hákon kom til hennar með út- rétta hendi. — Marianne! Ert þetta raun- verulega þú? Hvernig stendur á þvi, að þú ert hérna? spurði hann. — Ég vinn hérna á skrifstof- unni, svaraði hún. En hvernig getur þú verið hér? Ég hélt þú værir erlendis. — Ég fékk reyndar stöðu í Ameríku fyrir einum tveim ár- um, sagði hann með nokkrum herkjum. — Mjög góða stöðu ef satt skal segja. Ég er aðeins heima í sumarleyfi. Hann hafði þá ekki verið með neinar vangaveltur en flýtt sér að leggja hálfan hnöttinn milli sín og „ökuníðingsins". Mari- anne fékk kökk í hálsinn. Það var andstyggilegt! En Hákon var ekki sá eini, sem hafði hald- ið sér í „hæfilegri fjarlægð" eins og það var svo hæversklega orð- að. Hún hataði það orðatiltæki. Það höfðu allir forðast hana eins og pestina. Þögnin var orðin óþægileg. Hún var þrungin svo mörgu, sem aldrei myndi verða sagt. — Hvernig liður þér? spurði hann. — Ágætlega, þakka þér fyrir, sagði hún og hnykkti til höíð- inu. Þessi litla, þrjózkulega hreyfing snart hann djúpt. í stað þess að leyna, lýsti hún von- brigðum hennar yfir því, að hann skyldi hafa lagt á flótta þegar hún þurfti hans mest við. — Veistu, að þú ert orðin fjári falleg síðan ég sá þig síðast? sagði hann. Þú varst lagleg þá .. en það er eitthvað sérstakt við þig núna. Það munaði engu að ég þekkti þig ekki aftur. Það hefði nú varla verið eðli- legt, ef hún hefði ekkert breytzt. Falleg, já! Ætlaði hann að friða samvizku sína með því að slá henni gullhamra? Ef hann hafði þá einhverja samvizku ... — Ég átti sannarlega bágt með að þekkja þig líka, sagði hún. Líklega er það skeggið. — Er það ekki snoturt? spurði Hákon og létti sýnilega yfir að hafa fengið hlutlaust umræðu- efni. — Nei, það finnst mér ekki. Þú litur út eins og ... gærusokk- ur. Hákon fór að hlæja. — Þetta er þó það alversta, sem ég hef heyrt. En ég ætla að láta þig vita það, að eftir að ég lét mér vaxa skegg fór fólk þarna fyrir handan að kalla mig „Sir“. Og það líkar mér prýðilega, svo ég hef ekki í hyggju að raka mig. Lítið bros var að myndast í öðru munnvikinu á Marianne. Hákoni var farið að liða illa undan augnatilliti hennar. — Hvers vegna ertu hingað kominn? spurði hún fyrirvara- laust. — Ég ætlaði að heimsækja Ulf Stigman meðan ég væri á landinu, svaraði Hákon. Við vor- um saman á Lundsberg og seinna höfðum við talsvert sam- band, þegar hann las við Skóg- ræktardeildina og ég við Tækni- deildina. — Þú hefur þá ekki komið hingað til þess að segja honum að ég hafi verið dæmd fyrir ökumorð, sem ég reyndar er saklaus af, þótt ég fái líklega aldrei nokkurn mann til að trúa því. — Hvernig geturðu ímyndað þér annað eins? Hákon varð dimmrauður í framan undir skegginu. Það kemur mér lík- lega lítið við, hvað Ulf Stigman veit eða veit ekki. — Já, það kemur þér ekkert við. Hún hefði kannski átt að þakka honum fyrir, að hann ætl- aði ekki að ljóstra upp um hana? Hún yppti öxlum. Eitthvað mátti hann bæta fyrir að hafa stung- ið af og falið sig eins og hrædd kanina. Hvað myndi Ulf hafa gert í hans sporum? Hún hélt þá enn fast við þessa óráðskenndu sögu sina um, að ókunnur maður hefði ekið bíln- um. Hákon var furðu lostinn yfir einþykkni hennar. Það hefði ver- ið betra ef hún hefði játað. Hin þrákelknislega neitun hennar hafði vakið allt að þvi hærri reiðiöldur en sjálf ákeyrzlan. Ef hún hefði fallið saman og grátið, sýnt örvílnun yfir að hafa orðið manni að bana, þá hefði bæði hann og margir aðrir getað skil- ið hana. Ef til vill hefðu þeir jafnvel fyrirgefið henni. En harka hennar og tilfinningaleysi hafði komið öllum í uppnám ... og gert hann sjálfan utan við sig af örvæntingu. Hún hafði fengið mildan dóm. Alltof mildan að flestra áliti. Það var fært fram henni til af- sökunar, að hún hefði verið undir áhrifum deyfingar, sem tannlæknirinn hefði gefið henni. Hún hafði látið það uppi, að henni hefði verið illt, jafnve áður en hún settist inn í bílinn. Gat hugsast, að hún hefði verið svo rykuð, að hún hefði séð of- sjónir? hugsaði hún allt í einu. Svo var að sjá, sem hún tryði sjálf algerlega þessari sögu um ókunna manninn! Hann hafði gengið út frá þvi sem gefnu, að hún hefði skrökvað til þess að reyna að losna undan hinni ægilegu ábyrgð. Var það þessi sannfæring um eigið sakleysi, sem logaði í sál hennar og olli þessu breytta útliti? Hann gat ómögulega fordæmt hana leng- ur. Marianne gekk á undan hon- um inn í hægri álmuna. — Þarna inni er skrifstofa Stigmans veiðistjóra, sagði hún og benti á dyrnar. Hákon barði og gekk innfyrir. — Halló, gamli skröggur! æpti hann. Glad to see you! Marianne heyrði skarkið í stól Ulfs, þegar hann skaut hon- um aftur fyrir sig og stóð upp. Framh. á bls. 37. HON HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HÚN NOKK- URN TlMA FINNA HINN ÓÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKIJGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVÍ AÐ HÚN FENGI ALDREI MANNINN SEM HÚN ELSKAÐI? FALKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.