Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 30
Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð Margir beztu skíðamenn heims nota TOKO skíða- áburð, enda er hann einhver sá bezti, sem völ er á. N Ý T T tOKO fyllingarefni fyrir kófixsóla N Ý T T TOKO svigáburðtír fyrir kófixsóla N Ý T T TOKO gönguáburður TOKO plastlakk TOKO spray svigáburður HEILDSALA — SMÁSALA Laugavegi 13. Sími 13508 • Veiðidýrið Framh. af bls. 13. eru mér ekki svo hliðholl, að- stoða ég þau lítillega í mína þágu. Komið hérna að gluggan- um. Rainsford gekk út að glugg- anum og horfði út yfir sjóinn. — Sjáið þarna úti, hrópaði hershöfðinginn og benti út i nóttina. Og þá um leið og hers- höfðinginn ýtti á hnapp, sá Rainsford ljósglampa langt úti á sjónum. Hershöfðinginn hló lágt með sjálfum sér. — Þau vísa á sund, sagði hann, — þar sem ekkert sund er, aðeins stórgrýti, egghvasst, sem mylur skipin eins og kjaft- urinn á risavaxinni ófreskju. Það getur mulið þau jafn auð- veldlega og ég myl þessa hnetu. Hann lét valhnetu falla á gólfið og muldi hana undir hælnum. Síðan sagði hann eins og af tilviljun og hann væri að svara spurningu: — Við höfum rafmagn. Við reynum að vera siðmenntaðir hér úti. — Siðmenntaðir! Og þér skjótið niður fólk. Reiðiglampa brá fyrir í and- liti hershöfðingjans, en það varði ekki nema svo sem eins og eina sekúndu og hann svar- aði í sínum blíðasta málrómi: — Hjálpi mér. Hve þér eruð réttlætisfullur ungur maðuri Ég fullvissa yður um að ég geri ekkert af því, sem þér sakið mig um. Það væri hrein villimennska. Ég annast gesti mína með mestu nákvæmni og umhyggju. Þeir fá nóg af góð- um mat og hreyfingu og þeir komast í prýðilega likamíega þjálfun. Þér getið sjáífur séð það á morgun. — Hvað eigið þér við? — Við munum heimsækja þjálfunarstöðina mína, sagði hershöfðinginn brosandi. — Hún er niðri í kjallara. Þar eru nú nokkrir nemendur af spánska barkskipinu San Lucar, sem var svo óheppið að stranda á klettarifinu þarna úti. Þetta er í rauninni brjóstumkennanleg- ur hópur. Léleg sýnishorn og vanari þilförum en frumskóg- um. Hann lyfti hendinni og Ivan, sem þjónaði þeim til borðs kom með þykkt tyrkneskt kaffi. Rainsford átti í erfiðleikum að hafa taumhald á tungu sinni. — Þetta er eins og leikur, sagði hershöfðinginn þurrlega. — Ég sting upp á því við einhvern þeirra, að við förum út á veiðar. Ég bý hann út með nesti og prýðisgóðan veiðihníf. Ég gef honum þriggja klukku- stunda forskot og ég á að elta vopnaður aðeins lítilli skamm- byssu, skammdrægri. Ef bráð- in kemst undan mér í þrjá heila sólarhringa, vinnur hún' leikinn, en ef ég finn hana — og hershöfðinginn brosti — tap- ar hún. — Segjum sem svo, að hahn neiti að taka þátt í veiðunum? — Ó, sagði hershöfðinginn. Ég gef honum auðvitað frjáíst val. Hann þarf ekki að Jeika leikinn, ef honum er það á móti skapi. Ef hann óskar ekki eftir að fara á veiðar, læt ég Ivan kljást við hann. Ivan hafði eitt sinn þann heiður að vera opin- ber böðull og flengingarmeist- ari zarsins og hann hefur sínar eigin hugmyndir um íþrótta- anda. Ævinlega, hr. Rainsford. Ævinlega skulu þeir velja veið- arnar. — Og ef þeir vinna? Brosið á andliti hershöfðingj- ans breikkaði: — Til þessa dags hef ég ekki tapað. — Síðan bætti hann við í flýti: — Ég vil ekki að þér haldið mig grobbinn hr. Rainsford. Margir þeirra þarfnast ekki nema hinna einföldustu að- gerða. Öðru hvoru kemst ég yfir tatara. Einum þeirra tókst næstum að vinna, ég varð að lokum að nota hundana. — Hundana? — Þessa leið gerið svo vel. Ég skal sýna yður þá. Hershöfðinginn leiddi Rains- ford að glugga. Bjarminn frá ljósunum í gluggunum flökti draugalega um garðinn fyrir neðan og Rainsford kom auga á hreyfingu nokkurra stórra kvikinda og þegar þau snéru sér að honum glytti í grænar glyrnurnar. — Þetta er fremur gæfuleg- ur hópur, sagði hershöfðinginn. — Þeim er hleypt út klukkan 7 á hverju kvöldi og ef einhver reynir að komast inn í húsið, eða út úr því, kemur eitthvað óskaplega eftirsjónarvert fyrir þann hinn sama. Hann raulaði lagstúf úr Foli- ies Bergére. — Og nú, sagði hershöfðing- inn, — langar mig að sýna yður nýjasta hausasafnið mitt. Vild- þér koma inn í bókasafnið? — Ég vona að þér hafið mig afsakaðan í kvöld, Zaroff hers- höfðingi. Mér líður ekki rétt vel, sagði Rainsford. — Jæja. Einmittþað? Spurði hershöfðinginn dálítið undr- 3Q FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.