Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Page 31

Fálkinn - 28.02.1966, Page 31
BÓ K H ALDARAR! Höfum aftur fengið kortakassa með og án vagna. Kassarnir eru fyrir A 4. Án efa fallegustu, vönduðustu og ódýrustu bókhalds- kassar, sem hér fást. — Eigum einnig stafróf, miUispjcId, riddara og fleira. tJtvegum einnig: S PJALDS K RÁR KAS SA Fyrir félagsasamtök, stærð A 5 með eða án vagns. Fyrirliggjandi: Vagnar fyrir rit- og reiknivélar. Komið og skoðið meðan úrvalið er nóg! BORGARFELL HF. Laugavegi 18 — Sími 11372 andi. — Nú, ætli það sé ekki eðlilegt eftir hið langa sund. Þér þarfnist góðs nætursvefns og á morgun verðið þér sem nýr maður og þá förum við á veiðar, er ekki svo? Ég hef til- tölulega gott fórnardýr . . . . Rainsford flýtti sér út úr her- berginu. — Mér þykir leitt, að þér skuluð ekki geta farið með mér í nótt, kallaði hershöfðinginn á eftir honum. — Ég býst við tiltölulega jöfnum leik, það er stór og sterkur svertingi og hann lítur út fyrir að vera þolgóður. — Jæja, góða nótt hr. Rainsford, ég vona að þér hvílist vel í nótt. Rúmið var þægilegt og nátt- fötin úr mýksta silki og hver einasta taug hans var að þrot- um komin af þreytu, en samt sem áður gat Rainsford ekki fallið í svefn. Hann lá með aug- un galopin. Eitt sinn hélt hann að hann heyrði þrusk af fóta- taki fyrir framan dyrnar hjá sér. Hann reyndi að opna þær, en það var ekki hægt. Hann gekk út að glugganum og leit út. Herbergi hans var hátt uppi í einum turninum. Búið var að slökkva öll ljós í höllinni og það var dimmt og þögult, en það var örlítil rönd af tungli og í daufri skímunni sá hann niður í forgarðinn, þar sem svartar verur flöktu inn og út úr skugganum, hljóðlausar ver- ur. Hundarnir heyrðu til hans í glugganum og litu upp, eftir- væntingarfullir sínum grænu augum. Rainsford fór aftur í rúmið og lagðist niður. Hann reyndi allar leiðir til að kom- ast inn í draumalandið. Honum hafði tekist að falla í mók rétt fyrir dögun, en þá heyrði hann langt í burtu inni í frumskóg- inum dauft hljóð af skamm- byssuskoti. Zaroff hershöfðingi kom ekki niður fyrr en til miðdegisverð- ar. Hann var óaðfinnanlega klæddur í tweedföt, eins og herragarðseigandi. Hann var mjög áhugasamur um líðan Rainsfords. — Hvað mér viðvíkur, stundi hershöfðinginn, — líður mér ekki rétt vel. í nótt fann ég til míns gamla veikleika. Þegar Rainsford leit spyrj- andi á hann, sagði hann: — Leiða. Síðan, um leið og hann tók sér annan skammt af crepes suzette, gaf hann eftirfarandi skýringu: — Veiðiförin í nótt var ekki vel heppnuð. Náunginn missti stjórn á sér og skildi eftir beina slóð, sem enginn vandi var að fylgja. Mestu vandræðin með þessa sjómenn eru, að þeir eru ekki vel klárir í kollinum og vita ekkert hvernig þeir eiga að haga sér i frumskóginum. Þeir eru vísir til að haga sér ein- staklega heimskulega og gera hina augljósustu hluti. Það er mjög þreytandi. Viljið þér ann- að glas af Chables hr. Rains- ford? — Hershöfðingi, sagði Raina- ford ákveðinn, — ég óska að yfirgefa þessa eyju þegar í stað, Hershöfðinginn lyfti þykkum augnabrúnunum og hann sýnd- ist særður á svip. — En kæri vinur mótmælti hann, — þér eruð rétt nýkominn og þér haf- ið enn ekki komizt á veiðar. — Ég óska að fara héðan í dag, sagði Rainsford. Hann fann svört augu hershöfðingj- FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.