Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 32

Fálkinn - 28.02.1966, Side 32
Heili yðar gegn mínum, Teikni yðar gegn minni, Þol yðar og reynsla gegn minni. Útiskák; Og það er ekki svo lítið sem lagt er undir, ha? — Og ef ég sigra? byrjaði Rainsford hásri röddu. — Ég mun með ánægju við- urkenna mig sigraðan, hafi ég ekki náð yður um miðnætti hins þriðja sólarhrings, sagði Zaroff hershöfðingi — mun snekkja mín fiytja yður á land í nám- unda við einhverja borg. Hershöfðinginn las hugsanir Rainsfords. — Þér getið treyst mér full- komlega, sagði kósakkinn. — Ég gef þér loforð mitt, sem heið- ursmanns og íþróttamanns og auðvitað verðið þér til endur- gjalds að lofa að segja engum neitt af heimsókn yðar hingað. — Ég lofa engu um það, sagði Rainsford. — Nú, sagði hershöfðinginn. — Fyrst svo er . . . . En hvers vegna að tala um það núna? Eftir þrjá daga getum við rök- rætt málið yfir glasi af Veuve Cliquot, nema . . . Hershöfðinginn saup á víni sínu og nú kom alvörusvipur á andlit hans; — Ivan mun búa yður út með mat, veiðifatnað og hníf. Ég sting upp á að þér verðið í mokkasíum, þær skilja eftir sig daufari slóð. Ég sting einnig upp á að þér forðist blautlendið á suðausturhluta eyjarinnar. Þar er sandbleyta og kviksyndi. Einn heimsking- inn reyndi þá leið og það sorg- legasta við það var, að Lazar- us fylgdi honum eftir. Þér get- ið ímyndað yður tilfinningar mínar hr. Rainsford. Ég elsk- aði Lazarus. Hann var bezti hundurinn í öllum hópnum. Jæja. Nú verð ég að biðja yður að hafa mig afsakaðan. Ég tek mér ævinlega hvíld eftir há- degisverð. Þér munuð tæplega hafa tíma til að fá yður blund, er ég hræddur um. Þér munuð vilja komast að stað, ég hef ekki eltingarleikinn fyrr en í ljósaskiptunum. Næturveiðar eru miklu meira æsandi held- ur en veiðar á daginn. Eruð þér ekki sammála? Au revoir herra Rainsford. Au revoir. Síðan skundaði Zaroff hers- höfðingi út úr herberginu með kurteislegri hneigingu. Ivan kom inn um aðrar dyr. Undir annarri hendinni hélt hann á kakhi veiðifatnaði, skjóðu með matvælum í og leð- urhulstri með löngum veiðihníf. Hægri hönd hans hvíldi á spenntri skammbyssu í rauðu belti um mitti hans. í tvær klukkustundir hafði Rainsford brotist um runnana. „Ég verð að vera rólegur og SPAIR stjörnurnar Kæri Astró! Ég er forvitinn um framtíðina og vona að þú getir greitt úr því. Ég er fæddur kl. 12,30 að nóttu hér í Reykjavík. Ég vinn á skrifstofu hér í bænum og er dálítið leiður á starfinu. Ég er mikið fyrir tilbreytinguna og er á móti öllu lífi sem er í föstu formi. Tekur það einhverjum breytingum á næstunni? Hvernig eru skapgerðareinkennin? Hvað um áframhaldandi nám og á hvaða sviði? Hvað segja stjörnurnar um fjármál mín í framtíðinni? Hvað um hcilsufarið og mun ég búa hér- lendis eða erlendis, og hvað þá um ferðalög? Og þá þessi sígilda: hvað um ástamálin? Mun ég verða ánægður með til- veruna í framtíðinni? Grein þín um Hljóma var mjög góð. ans hvíla rannsakandi á sér Skyndilega glaðnaði yfir svip hershöfðingjans. Hann fyllti glas Rainsfords með angandi Chablis úr rykfallinni flösku. — í kvöld förum við á veið- ar, þú og ég, sagði hann. Rainsford hristi höfuðið — Nei hershöfðingi. Ég fer ekki á veiðar, sagði hann. Hershöfðinginn yppti öxlum og nartaði í gróðurhúsavínber — Eins og þér óskið vinur minn, sagði hann. — Völin er algerlega yðar. En ég hika ekki við að fullyrða, að þér munuð komast að raun um að mínar hugmyndir um íþróttaanda, eru allt aðrar en Ivans. Hann kinkaði kolli í áttina til hornsins, þar sem Ivan stóð með hendurnar krosslagðar á tröllaukinni bringunni. — Þér eigið þó ekki við . .? hrópaði Rainsford. — Kæri vinur, sagði hers- höfðinginn. — Hef ég ekki margoft sagt yður að ég meina ævinlega það sem ég segi um veiðar? Þetta er raunverulegur innblástur og ég drekk skál þess andstæðings sem hæfir mér, — loksins. Hershöfðinginn lyfti glasi sínu, en Rainsford sat og starði á hann. — Þér komið til með að skemmta yður konunglega, sagði hershöfðinginn með ákefð. Með kæru Svar til Jóns Jónssonar yngri: Að mörgu leyti á núverandi starf mjög vel við þig, en þú munt aldrei verða fastur í neinu starfi til lengdar. Þú 32 FÁLKINN þakklæti, Jón Jónsson, yngri. munt alltaf vera að skipta um. Það getur að sumu leyti verið gott fyrir þig að skipta oft um starf og reyna sífellt eitthvað nýtt, en það mun ávallt fylgja því viss spenna, sem ekki fer vel með þig. Þig skortir ekki hæfileika til að stunda marg- vísleg störf, en þú átt ávallt á hættu að gefast upp áður en þú nærð raunverulegum árangri. Allt nám liggur mjög létt fyrir þér og ættir þú að notfæra þér það. Það starf sem þú velur þér þarf að fela í sér mikla fjölbreytni og þér mundi ekki þykja miður að taka á þig nokkur ferðalög vegna þess. Þú hefur töluverða löngun til að græða skjótt og auðveldlega og ekki er því ólíklegt að þú leggir út í fjárgróðabrall. Þó gætu ýmis störf varðandi fjár- málastarfsemi verið heppileg, svo fremi að þú sért ekki of fljótur að ákveða þig og athug- ir ekki allar hliðar mála sem skyldi. Þú ert anzi mikið háð- ur tilfinningum og það er til- tölulega auðvelt að hafa áhrif á gerðir þínar. Tilfinningar þín- ar sveiflast nokkuð mikið eftir því hvernig vindurinn blæs. Þú ert afskaplega næmur og þessi næmi þín getur stundum vald- ið þér erfiðleikum. Þú hefur bæði Sól og Mána í Vatnsmerk- inu og af því kemur þessí til- hafa taumhald á taugum mín- um“ tautaði hann milli saman- bitinna tannanna. Hann hafði ekki verið alger- lega klár í kollinum, þegar hall- arhliðin skullu í lás að baki honum. í fyrstu hugsaði hann um það eitt, að ná sem lengstu forskoti fram yfir Zaroff og til að ná þessu markmiði hafði hann brotist áfram, rekinn á- fram af einhverri tilfinningu sem átti skylt við örvæntingu. Nú var hann búinn að ná stjórn á sér og hafði numið staðar og hann yfirvegaði kringumstæð- urnar og þá möguleika, sem hann hafði til undankomu. Honum var ljóst, að flótti beint af augum var óðs manns æði. Þá myndi hannóhjákvæmi- lega standa augliti til auglitis við sjóinn. Það var eins og hann væri staddur í mynd, sem væri römmuð inn með vatni og að- gerðir hann yrðu óhjákvæmi- lega að gerast innan þess ramma. — Ég skal láta hann fá slóð til að þefa uppi, muldraði Rains- ford og hann veik út af troð- inni slóðinni, sem hann hafði fylgt inn í frumskóginn. Hann reyndi hvert bragðið á fætur öðru, gekk til baka í slóð sína hvað eftir annað og hafði í huga allt það sem hann vissi um refaveiðar og undankomu- Framh. á bls. 34. finninganæmi. Mjög margir listamenn eru fæddir með svip- aða afstöðu. Þetta veldur því einnig að þú ert óstöðugur. Leiðindi sækja töluvert að þér ef þú ert ekki sífellt á ferðinni. Margir sem hafa Mánann í Fiskamerkinu eins og þú sækja töluvert í áfenga drykki og verða oft sjúklingar hvað það snertir. Ég held samt sem áður að þú þurfir ekki að kvíða því. Ástamálin eru og munu verða töluvert vandamál fyrir þig. Þú gerir þér þó nokkuð háar hugmyndir og stundum óraunverulegar um hjónaband. Mjög hætt er við að fljótfærni ráði miklu í þessum málum. Þú verður einnig að hafa gát á mikilli hneigð til afbrýðisemi og spillir það mikið fyrir. Síð- astliðið ár og tvö næstu eru dálítið erfið í þessu sambandi. Þú ættir að vanda val vina þinna ekki síður en þeirra stúlkna sem þú umgengst. Leit- astu við að kynnast stúlkunum betur áður en þú tekur upp náið samband við þær. Þetta ár er hagstætt í sambandi við atvinnumál.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.