Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 33

Fálkinn - 28.02.1966, Side 33
MÚLALUNDUR Lausblaðabækur Vinnubækur Fermingabækur Skólabókahulstur Bréfabindi Möppur með rennilás Glærar plastmöppur og plastpokar í öllum algengum stærðum. MÚLALUNDUR ÖRYRKJAVmNVSTOFVH S í II S Ármúla 16. — Sími 38400 — 38450 HVAD GERIST ÞESSA VIKU tírúturinn, 21. marz—20. avríl: Þetta er bezti tíminn til að taka til al- varlegrar yfirvegunar þau verkefni sem fyrir liggja og sem þú munt brátt þurfa að taka til við af fullum krafti. Engin ástæða er til að ergja sig út af afstöðu ættingja til gerða þinna. NautiÖ, 21. avril—21. mai: Þú hefur fullan hug á að koma metnaðar- málurn þínum á framfæri, og treystir í því tilfelli á aðstoð vina þinna og kunningja, en samstarf þeirra gæti leitt til full mikilla fjárútláta fyrir þig, og þú orðið fyrir von- brigðum með árangurinn. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní: Þú munt þurfa að taká á þig aukna ábyrgð, sem kannski mun gera þér full erfitt fyrir. Afstaða yfirmanna þinna er ekki þannig eins og stendur að þú getir vænzt mikils úr þeirri átt. Nýjar hugmynd- ir verða að biða betri tíma. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Þú hefur tilhneigingu til að láta timann líða án þess að notfæra þér þær hagstæðu afstöður sem fyrir hendi eru til þess að fræðast. Þótt þú viljir hvílast þá er ekki ástæða til að gleyma öllu öðru. Ljóniö, 2í. júlí—23. áfiúst: Fjármálin eiga eftir að valda þér nokkr- um heilabrotum og jafnvel vandræðum. Þú ættir samt ekki að íeita á náðir vina þinna og kunningja, heldur revna að greiða fram úr Þessum málúm sjálfur. Meyjan, 2U. áqúst—23. sevt.: Þessa viku verður þú að gæta stillingar ekki siður en endranær, ef þú gerir það ekki verða einkamál þín á fleiri vörum en þú kærir þig um. Verðu tímanum sem mest heima og gerðu maka þínum eða félaga til hæfis. Voqin, 2U. sevt.—23. okt.: Fréttir langt að gætu haft mjög heppi- leg áhrif á gang málanna hjá þér. Nú væri rétti tíminn til að leggja drög að fram- kvæmdum til langs tíma til aukningar tekna og nýrra ástarævintýra. Leitaðu ráða eldri persónu síðari hluta vikunnar. Drekinn, 2k, okt.—22. nóv.: Þú átt auðveldara með að skapa Þér meira álit og skipuleggja málin fyrri hluta vikunnar heldur en venjulega. Berðu hug- myndir þínar undir yfirboðara þína, því þær kynnu að verða að góðu liði eins og ástatt er. BoqmaOurinn, 23. nóv.—21. des.: Stundum er hyggilegra að leita ráðlegg- inga náinna vina eða samstarfsmanna held- ur en að taka ákvarðanirnar siálfur. Það er oft sem aðrir eru hæfir til að dæma um ágæti þessa og hins heldur en maður sjálf- ur. Steinqeitin, 22. des.—20. janúar: Þú ættir að leita til læknis með þá kvilla sem ásótt hafa Þig að undanförnu, þvi ekki er fráleitt að þú fengir einhverja viðunandi lausn á þeim málum í vikunni. Leitaðu samstarfs við samverkamenn þína. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Þú ættir að létta þér eitthvað upp í vikunni og fara á dansleik eða kvikmynda- hús með ástvinum, Því afstöðurnar eru mjög hagstæðar þar að lútandi. Dveldu sem mest með þér yngra fólki, því það hefur góð áhrif á þig núna. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þú ættir að verja sem mestu af vikunni heima fyrir, því margt þyrfti að færa í rétt horf þar, og innan fjölskyldunnar yfir leitt. Það væri ekki úr vegi að fá sér fleiri púða í hægindastólana, þannig að betur færi um mann. FALKINN 33

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.