Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Qupperneq 35

Fálkinn - 28.02.1966, Qupperneq 35
urinn var á leiðinni til að leika sér að músinni. Zaroff hershöfðingi fylgdi slóðinni með nákvæmni blóð- hundsins. Ekkert fór framhjá þessum leitandi svörtu augum, ekkert brotið grasstrá, enginn beygður teinuri'gur, ekkert far, hve óljóst sem það var, í mos- anum. Kósakkinn einbeitti sér svo að slóðinni, að hann var kominn að gildrunni, semRains- ford hafði útbúið áður en hann varð hennar var. Fótur hans snerti bogann, sem verkaði sem gikkur. Jafnvel þegar hann snerti bogann, fann hershöfð- inginn á sér hættuna, sem hann var í og stökk til baka með snerpu mannapans. En hann var ekki alveg nógu snöggur, því að dauða tréð, sem var ná- kvæmlega skorðað við skurðinn í lifandi trénu, féll niður og straukst við öxlina á hershöfð- ingjanum um leið og það skall á jörðinni. Vegna varkárni sinn- ar komst hann hjá, að knosast undir því. Hann riðaði við, en féll ekki, né heldur missti hann skammbyssuna úr hendinni. Þarna stóð hann og nuddaði auma öxlina og enn greip ótt- inn heljartökum um hjarta Rainsfords, þegar hann heyrði stríðnislegan hlátur hershöfð- ingjans. — Rainsford, kallaði hers- höfðinginn, — ef þér eruð í kall- færi við mig, eins og ég geri ráð fyrir að þér séuð, leyfið mér þá að óska yður til ham- ingju. Þeir eru ekki margir, sem kunna að búa til malayiska mannagildru. Til allrar ham- ingju fyrir sjálfan mig, hef ég einnig stundað veiðar á Mal- akkaskaga. Þér eruð að verða girnilegur til fróðleiks Rains- ford. Nú fer ég heim og læt búa um sár mitt, það er mjög lítilfjörlegt. En ég kem aftur, sannið þér til. Ég kem aftur. Nuddandi særða öxlina snéri hershöfðinginn til baka og Rainsford lagði enn á flótta. í þetta sinn var það flótti, ör- væntingarfullur, vonlaus flótti, sem rak hann áfram í nokkrar klukkustundir. Húmið lagðist yfir, síðan myrkrið og enn hélt hann áfram. Jörðin varð mýkri undir mokkasínunum, gróður- inn varð rakari og skordýrin bitu hann grimmdarlega. Svo, þegar hann steig fram sökk fótur hans í kviksyndið. Hann reyndi að draga hann til baka, en drullan saug hann að sér, eins og hún væri risavaxin blóðsuga. Með örvæntingarafli tókst honum að rífa sig lausan. Nú vissi hann hvar hann var. Dauðakviksyndið og sandbleyt- an þar. Hendur hans voru krepptar, eins og taugar hans væru eitt- hvað áþreifanlegt, sem einhver í myrkrinu væri að reyna að taka af honum. Mýkt jarðar- innar hafði gefið honum hug- mynd. Hann gekk nokkur skref frá kviksyndinu og ein« og ein- hver stórvaxinn, forsögulegur bjór, fór hann að grafa. Rainsford hafði grafið sig niður í Frakklandi, þegar lífið lék á því hvort hann varð sek- úndunni fyrr eða seinni til. Honum fannst eins og það hefði verið skemmtileg afþrey- ing miðað við þann gröft, sem hann nú var að framkvæma. Holan varð dýpri og dýpri og þegar hún náði honum upp fyr- ir axlir klöngraðist hann upp úr henni og tíndi saman nokkra unga teinunga, sem hann yddi á hvassan odd. Teinungunum stakk hann í botninn á gryfj- unni. Síðan kraup hann, renn- votur af svita og lerkaður af þreytu, á bak við tré, sem hafði klofnað af eldingu. Hann vissi að ofsækjandi hans var á leiðinni. Hannheyrði dauft fótatakið á mjúkri jörð- Ef vatnsleiðslan bilar í húsi yðar má telja víst aS af því Ieiði tjón, er hæglega getur nuniiff tugum þúsunda. Gegn þessu er unnt aff tryggja meff VATNSSKAÐATRYGGINGU HÚSEIGNA, en hún tekur til tjóna, sem verffa á húseigninni af völdum skemmda effa bilana á vatnsleiffslum og óffrum tækjum innanhúss. Iðgjaldið er reiknaff af brunabótamati, eins og þaff er á hverjum tíma, ein króna af hverju þúsundi. Ekki eru teknar til tryggingar einstakar fbúðir, heldur affeins heilar hús- eignir. Vátrygging þessi er því miffur ekki nægiiega aigeng meffal húseigenda. Vér veitum yffur allar nánari upplýsingar. Hringiff til vor og fáiff tryggingu á húseign yffar nú þegar. Simi 11700. S JOVATRYGGINGARFtLAG ISLANDS HF. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.