Fálkinn - 28.02.1966, Side 36
inni og næturkulið blés honum
anganina af sígarettum hers-
höfðingjans. Rainsford fannst
hershöfðinginn nálgast með ó-
venjulegum hraða. Nú þreyfaði
hann sig ekki áfram fet fyrir
fet. Rainsford kraup þar sem
hann var kominn, en gat ekki
séð til hershöfðingjans, né held-
ur sá hann til gryfjunnar. Ein
mínúta varð að heilu ári. Þá
fann hann til löngunar að
stökkva upp og hrópa upp yfir
sig af gleði, því að hann heyrði
brothljóðið, þegar hulan yfir
gryfjunni gaf eftir. Hann heyrði
skerandi sársaukaöskur, þegar
oddarnir hittu í mark. Hann
stökk upp úr felustað sínum,
36
en fleygði sér niður á ný. Þrjú
fet frá gryfjunni stóð maður
með vasaljós í hendi.
— Yður hefur orðið vel á-
gengt Rainsford, kallaði hers-
höfðinginn. — Burmiska tígra-
gildran þín gerði út af við einn
af mínum bestu hundum. Aftur
hafið þér haft betur. Ég held,
hr. Rainsford, að ég prófi hvers
þér megið yður gegn öllum
hópnum. Nú ætla ég að fara
heim og hvíla mig. Kærar þakk-
ir fyrir mjög skemmtilega nótt.
Rainsford vissi, að hann gat
gert annað af tvennu. Hann
gat verið um kyrrt þar sem
hann var. Það var sjálfsmorð.
Hann gat flúið. Það var aðeins
að fresta því óhjákvæmilega.
Eitt augnablik hugsaði hann
sig um. Fjarstæðukenndri hug-
mynd laust niður í huga hans
og um leið og hann spennti
beltið fastar að sér lagði hann
af stað frá kviksyndinu.
Gjammið í hundunum færð-
ist nær, síðan ennþá nær og
nær og alltaf nær. Á hæð einni
klifraði Rainsford upp í tré. Við
áffarveg, svo sem eins og fjórð-
ungsmílu í burtu gat hann séð
hreyfingu á runnunum. Með
því að einbeita sjóninni í áttina
kom hann auga á grannan lík-
ama Zaroffs hershöfðingja. Rétt
á undan honum sá hann aðra
veru, sem með breiium herðum
sínum ruddist í gegnum vafn-
ingsflækjurnar. Það var risinn
Ivan og það var eins og hann
væri togaður áfram af ein-
hverju ósýnilegu afli. Rains-
ford vissi, að Ivan hlaut að
halda aftur af hundunum.
Þeir myndu ná til hans á
hverri stundu og hugur hans
vann af öllum kröftum. Hon-
um datt í hug aðferð, sem hann
hafði lært af innfæddum í Ú-
ganda. Hann renndi sér niður
úr trénu. Hann náði taki á fjað-
urmögnuðum, ungum teinungi
og festi við hann veiðihnífinn
sinn, þannig að blaðið vísaði í
móti slóðinni, sem ofsækjendur
hans komu eftir. Og með grönn-
um vínviðargræðlingi strengdi
hann teinunginn aftur á bak.
Síðan hljóp hann í dauðans of-
boði. Gjammið í hundunum
hækkaði, þegar þeir hittu fyrir
ferska slóðina. Nú vissi Rains-
ford hvað það var að vera hund-
elt dýr.
Hann varð að stanza til að
ná andanum. Gjammið í hund-
unum hætti snögglega. Þeir
hlutu að vera komnir að hnífn-
um.
Hann klifraði eftirvæntingar-
fullur upp í tré og litaðist um.
Ofsækjendur hans höfðu numið
staðar, en vonin sem hafði verið
vakin í brjósti Rainsfords þeg-
ar hann kleif upp í tréð, var
andvana fædd, vegna þess að
hann sá að þarna niðri í grunn-
um dalbotninum stóð hershöfð-
inginn enn á fótunum. En Ivan
ekki. Hnífurinn hafði ekki
brugðist með öllu.
Rainsford var varla kominn
aftur niður á jörðina, þegar
hundarnir hófu gjammið á ný.
— Rólegur, rólegur, rólegur,
tautaði hann meðan hann hent-
ist áfram. Blátt gap kom í ljós
á milli trjánna beint fram und-
an og hundarnir nálguðust í sí-
fellu. Rainsford hraðaði sér í
áttina að bláa blettinum oghann
náði þangað. Sjö metrum fyrir
neðan hann ólgaði hvítflyss-
andisjórinn. Hann hikaði. Hann
heyrði til hundanna, þá henti
hann sér langt út í hafið ....
Þegar hershöfðinginn og
hundahópur hans komu á vett-
vang, stanzaði kósakkinn.
Nokkrar mínútur stóð hann og
virti fyrir sér blágræna víðáttu
hafsins. Hann yppti öxlum. Síð-
an settist hann niður og fékk
sér koníjakssjúss úr silfurfleyg,
kveikti sér í ilmandi sígarettu
og raulaði lagstúf úr Madame
Butterfly.
Zaroff hershöfðingi snæddi
einstaklega góðan kvöldverð í
hinni stóru eikarþiljuðu borð-
stofu sinni. Með honum drakk
hann flösku af Pol Roger og
hálfa flösku af Chambertine.
Tvenn lítilsháttar leiðindi
hindruðu hann í að njóta kvöld-
verðarins fullkomlega. Annars
vegar yrði erfitt fyrir hann að
fá mann í staðinn fyrir Ivan
og hins vegar hafði bráðin kom-
ist undan honum. Auðvitað
hafði Bandaríkjamaðurinn ekki
farið eftir réttum leikreglum,
hugsaði hann þegar hann bragð-
aði á lökjörnum eftir kvöld-
verðinn. Hann las úr verkum
Markúsar Árelíusar í bóka-
safni sínu, sér til hugarhægðar.
Klukkan 10 fór hann til svefn-
herbergis síns. Hann var dá-
samlega þreyttur, sagði hann
við sjálfan sig um leið og hann
læsti dyrunum á eftir sér. Það
var dálítið tunglsljós, svo að áð-
ur en hann kveikti ljósin í her-
berginu, gekk hann út að glugg-
anum og leit niður í hallargarð-
inn. Hann kom auga á stóru
hundana sína og kallaði til
þeirra:
— Heppnin verður með okk-
ur næst.
Svo kveikti hann ljósin.
Maður, sem hafði falizt á bak
við rúmhengið, stóð þarna.
— Rainsford! hrópaði hers-
höfðinginn, — hvernig í fjand-
anum komust þér hingað?
— Synti, sagði Rainsford. —
Mér fannst það fljótlegra en að
ganga gegnum frumskóginn.
Hershöfðinginn dró andann
djúpt og brosti. — Ég óska yð-
ur til hamingju, sagði hann., —
þér hafið unnið leikinn.
Rainsford brosti ekki. — Ég
er enn hundelt bráð, sagði hann
lágri, hásri röddu. — Verið við-
búnir, Zaroff hershöfðingi.
Hershöfðinginn hneygði sig
djúpt. — Ég skil, sagði hann,
—annar okkar verður rifinn í
tætlur af hundunum, en hinn
mun njóta svefns í þessu ágæta
rúmi. Viðbúnir Rainsford . . .
Rainsford fannst hann aldrei
hafa sofið í betra rúmi. ★ ★
FALKINN