Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Síða 37

Fálkinn - 28.02.1966, Síða 37
• Allt um Ellu Framh. af bls. 18. gagnfræðaskóla í Beverly Hills og leikur á trommur með „bítla“-hljómsveit á helgum. Það er trúlegt að móðir hans sé ekki mikið um tónlistina, sem Ray og félagar hans leika. Sú Ella Fitzgerald, sem flaug heim til Bandaríkjanna fyrir skömmu, — á barmi tauga- áfalls, er þrautreynd söngkona, sem noitð hefur óskiptrar hylli jazz- og dægurlagaunnenda, svo að segja óslitið, í tæp þrjátíu ár. Þrátt fyrir óframfærni og hálfgerðan ótta við gagnrýni, stendur Ella Fitzgerald á há- tindi frægðarinnar. Hún hefur staðið þar ein — lengur en nokkur önnur sambærileg söng- kona. Til gamans má geta um tvennt: Þegar söngkonur telja upp uppáhaldssöngvara sína, telja þær Ellu sjaldnast með. Hún er í sér flokki. Ella Fitz- gerald hefur ekki sungið fyrir tómu húsi, jafnvel ekki hálf- tómu, í fleiri ár. Vonandi mun Ella Fitzgerald halda áfram að skemmta heims- lýð með söng sínum í þrjátíu ár í viðbót, — og ávallt fyrir troðfullu húsi... nema að Reykvíkingar kunni ekki að meta ... nei, það færi nú aldrei svo, — eða ... ? O Fálkimt hrlngdi Framh. af bls. 19. leikið inn á plötur. Meðal þeirra voru hratt lag, sem Duke nefnir „Song Call“ nýtt nafnlaust lag fyrir einleik tenórleikarans Paul Consalves, og einstaklega skemmtilegt lag fyrir Lawrence Brown, „Veldt Amore“. Það kom engum á óvart þegar röðin kom að Johnny Hodges, sem auðvitað lék „Things ain’t what they used to be“, en hann var einnig með annað einleikslag í poka- horninu. Lagið vafalaust yfir tuttugu ára gamalt Ellington lag, hefur verið í huga mér síðan, en ég get ómögulega munað eftir hvað það heitir. Við heyrðum alltof lítið af hin- um stórkostlega trombónleik- ara Burster Cooper, en aftur á móti fengu John Lamb, sem lék bogasóló á bassann, og Jimmy Hamilton, með hinn al- þekkta, fríska klarinetttón i sinn, ágæt tækifæri. Ég var hálfpartinn að vona, að Jimmy Hamilton fengi tækifæri til að leika á tenór, en því miður varð mér ekki þess auðið að heyra Hamilton leika tenór. Seinni hluta hljómleikanna kom Jimmy Jones tríóið í stað rhytmasveitar Ellington hljóm- sveitarinnar, og með- hljóm- sveitinni söng hin óviðjafnan- lega Ella Fitzgerald. Það hafa oft risið upp deilur um Ellu. Er hún jazzsöngkona eða dæg- urlagasöngkona? Hvernig sem það nú er, Þá söng hún þarna lög eins og „Sation Doll“ eftir Ellington, og fleiri falleg lög, — eins og engill. í enda hljómleikanna kom Ellington aftur inn á sviðið, og skipti á hlutverki við Jimmy Jones. Hljómsveitin og Ella léku og sungu „Cottontail“ eftir Ellington, svo að húsið ætlaði að rifna af fagnaðarlát- um. Paul Gonsalves átti fyrir- taks einleik í laginu. Hljóm- leikarnir enduðu á mjög fallegu lagi, sem Ellington, Gerald Wilson og Billy Strayhorn hafa samið, „Imagine my Frustra- tion“. Johnny Hodges átti fallegan einleik, og aftur sann- aði Ella, að það syngja alls engir eins Qg hún, þegar hún er vel upplögð.“ • Ég er saklaus Framh. af bls. 29. — Hákon Magnússon! Þetta var óvænt ánægja! Hvaðan úr ósköpunum kemur þú? hrópaði hann. — Ameríku. Mér datt í hug að flakka dálítið um gömlu Svía- byggð í sumarleyfinu mínu og áður en ég vissi af, rak ég aug- un í nafnið Malingsfors á vegar- skilti. Þá mundi ég eftir því, að þú áttir heima hér og þar sem ég var kominn svona nálægt, ók ég vitanlega hingað til þess að fræðast um, hvað orðið hefði úr þér. — Það var skynsamlegt af þér. — Þú býrð fallega hérna. Og þú virðist skrambans ári loðinn um lófana sagði Hákon. — Og þú' ert skrambans ári loðinn í framan, svaraði Ulf af bragði og hló. Hafa þeir engin rakblöð í Ameríku? En auðvitað þyrftirðu frekar hjólsög á þenn- an skóg! Það marraði í gömlu leðurstól- unum og Marianne dró þá álykt- un, að þeir hefðu sezt niður til að tala saman. Hún lokaði hljóð- ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN HEHDYEIZLUNIN HEKLA hf Laugaveqi 170-172 Simi 21240 Volkswagen 1300 er fyrirliggjandi Komiö, skoðið og reynsluakið Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn Volkswagen 1300 — Verð kr : 149.800 Volkswagen 1500 - Verð kr : 189.200 © © © Gerið samanburð á frágangi, öllum. búnaði og gseðuni Yolkswagen. og annarra Tbíla- frá Yestur-Evrópu, © © © Volkswagcn 1600 TL Fastback kr : 207.800 FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.