Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Side 38

Fálkinn - 28.02.1966, Side 38
H O IVl M fsj HOIVIAIMIM MAYTAG GIVIBH Viilíma tæki ■ niitíiiia liilliús FRÁBÆR ELDAVÉL ÞaS fyrsta sem liúsmóðir- in tekur eftir er hversu Homann eldavélin er fyrir- ferðalítil og live vel liún fellur í venjulegt eldhús- borð. Aðrir augljósir kostir: Tvær thermóplötur, sem halda ákveðnu hitastigi og fyrirbyggja bannig að upp úr sjóði; 12 hitastillingar, sem gera matargerð eins auðvelda og kostur er á; klukka, sem er tengd við eina plötuna. Ilomann elda- vélin kostar aðeins kr. 5.986,00. FRÁBÆR OFIM Þá eru kostir Homanns ofnsins augljósir: Sér undir- og yfirlúti, sem gerir bökun sérstaklega auðvelda; tíma- rofi, sem kveikir og slekkur; „Neutral“ stilling; sér ljós í ofni. Almennt viðurkennd- ur afbragðs góður bökunar- ofn. Engin lykt kemur frá ofn- inum, en honum getur fylgt lykteyðandi vifta (60—70— 90 sm, verð frá kr. 5.900,00). Grillteinn fæst sér, verð kr. 1610,00. — Homann ofninn kostar aðeins kr. 9.110,00. laust hurðinni inn til þeirra. 1 gleði sinni yfir hinni óvæntu heimsókn, hafði Ulf auðsjáan- lega gleymt launalistanum. Hún hafði fengið frest. Ef til vill myndi eitthvert kraftaverk ger- ast og þeir koma í leitirnar. Hún settist við ritvélina, en eftir stundarkorn kom Ulf út ásamt Hákoni. — Má ég kynna þig fyrir einkaritaranum mínum — eða hafið þið ef til vill þegar hitzt? spurði Ulf. — Kæri litli vinur, við kynnt- umst í sandkassanum, sagði Hákon. Heimurinn er lítill. — Já, það er satt, þið eruð frá sama bæ, sagði Ulf og leit snöggvast tortryggnislega á Há- kon. Var það vegna Marianne, sem hann var hingáð kominn? Hann sneri sér hvatlega frá henni og kynnti Jansson, sem hneigði sig og þakkaði. — Þú hefur líklega ekki fund- ið listana? sagði hann um öxl, 38 þegar hann var á leið til dyra. Marianne hristi höfuðið. Við för- um niður að verksmiðjunum, bætti hann við. í gegnum gluggann sá Mari- anne þá ganga yfir flötina og hverfa ofanfyrir brekkuna. Ulf var kátur eins og strákur í óvæntu skólafrii. Hann benti niður að vatninu og var auð- sjáanlega að útskýra verk- smiðj ubyggingarnar. Ef hún hefði bara fengið að fara þangað með honum og heyra hann tala um þær endurbætur og stækk- anir, sem hún vissi, að hann hafði í hyggju! Aðeins að hlusta á rödd hans... En hún átti enga aðild í lífi hans. Hún var ekkert nema hirðulaus skrif- stofumús, sem hafði gloprað niður tveim áríðandi skjölum. Og hann var... — Nei, ég er ekki ökuníðing- ur! Hún hrökk saman. Hafði hún sagt þetta upphátt? Hún sneri höfðinu og leit á Jansson með óttaslegnu augnaráði. En hann sat niðursokkinn í talnadálk. Hvern hefði lika getað grun- að, að Ulf og Hákon væru kunn- ingjar? Og að Hákon mundi skjóta upp kollinum hér á Mal- ingfors... En hvers vegna hafði hún verið að ímynda sér, að henni myndi takast að losna frá öllu saman? Það var hreinn og beinn barnaskapur. Það gat enginn flúið örlög sín. Þau fylgdu manni eftir, hvert sem maður fór. Hún gat aldrei orðið frjáls. Og þó höfðu endurfundirnir við Hákon fært henni eitthvað. Hróflað við einhverju í undirvit- und hennar. Hún varð að rifja það upp fyrir sér, draga það fram úr skugganum ... — Hvaða listar voru þetta, sem veiðistjórinn var að tala um? spurði Jansson. Marianne skýrði honum frá hinu óskiljanlega hvarfL — Það er sennilega rétt, sem Tolvmans Olof segir, að ég sé andstæð huldunni, sagði hún áhyggjufull. Vonandi var hún ekki farin að trúa því sjálf, að hún væri í ónáð hjá einhverri dularveru. En hvers vegna áttu allir þessir undarlegu atburðir sér stað: bílslysið, glugginn, sem fauk upp, listarnir, sem týnd- ust... og nú kom Hákon Magn- ússon aðvífandi. Enginn nema fjandsamleg skógardis hefði get- að visað honum veginn til Mal- ingsfors, sem var svo langt úr alfaraleið. — Sagði Tolvans Olof að hún væri í hulduálögum? spurði Jansson og ýtti gleraugunum niður á nefið til þess að geta litið yfir þau. Marianne kink- aði kolli. Hún beið eftir að sjá herðar hans fara að hristast og heyra þetta venjulega „hrrm“, sem hann rak upp í staðinn fyr- Framh. á bls. 41. FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.