Fálkinn - 28.02.1966, Síða 41
Kæru lesendur!
Vegna fyrirspurna sem komið hafa fram í fjölmörgum
bréfum frá ykkur viljum við svara í stuttu máli:
1. Þeir sem síður vilja klippa út úr blaðinu mega gjarnan
senda lausnina á lausu blaði. En þeir eru vinsamlega beðn-
ir að strika fyrir á sama hátt og gert er hjá okkur (þið
getið teiknað það í gegnum þunnan pappír ef ykkur finnst
það hægara) og gleyma ekki að skrifa tölurnar við hvern
staf og reikna út heildarupphæðina.
2. Skilafrestur mun framvegis vera 2 vikur en ekki 3.
Reynið að senda lausnirnar sem allra fyrst eftir að blað-
ið er komið út, því póstsamgöngurnar eru ekki alltaf sem
beztar. Oft fáum við nokkrum dögum of seint lausnir sem
annars hefðu getað unnið verðlaun (þetta á við bæði Ara
og Sigurð H. Þ. á Blönduósi).
3.. Eftirleiðis verður breytt um aðferð við verðlauna-
veitingar. Ur fimmtán hæstu lausnunum verða dregnar
þrjár, og verðlaunin munu þá verða kr. 300,00 fyrir hverja
þeirra. (Ef orðskrípi koma fyrir í lausnunum eru þær ekki
teknar til greina, þótt stigafjöldi sé hár, þ. e. a. s. orð sem
ekki koma fyrir í orðabókum og eru ekki viðurkennd af
norrænufræðingum). Þessi ráðstöfun er óhjákvæmileg,
vegna þess að það er mikil vinna og seinleg að athuga
allar lausnirnar eins og gert hefur verið og ritstjórnin
fáliðuð.
4. Ekki má nota y fyrir i eða öfugt, ekki i fyrir í, o. s. frv.
Sama orðið má koma fyrir oftar en einu sinni.
í 4. umferð voru hvorki meira né minna en sex lausnir
nákvæmlega eins, 232 stig. Þátttaka var góð, og við feng-
um mörg hlýleg bréf sem við þökkum kærlega fyrir. Því
miður rugluðust margir í reglunni með i og í og notuðu
orðið illa, en i kemur ekki fyrir í ólíklega, svo að þær
lausnir gátum við ekki tekið til greina.
Þrenn verðlaun voru dregin úr fimmtán hæstu réttum
lausnum, og þau hljóta:
Sigurgeir Þorvaldsson, Mávabraut 81 Keflavík, 232 stig.
(fimm aðrar lausnir voru nákvæmlega eins).
Lausnin: ólíklega — líklega — ílega — kella — líklega
— ella — gella — alólík.
Haukur Erlendsson, Skólastræti 5, Reykjavík, 244 stig.
Lausn Hauks: ólíklega — líklega — ílega — kíllega —
líklega — ella — gella — alólík.
SAwr.
N \ N N
s Xj N \ N N
N \ N N
\ N N
\ \ N
\ \ (n
V! \ N N
\ k N N
S V \ N N N
Samtals:
Nafn: ......................................
Heimilisfang: ..............................
Sigurður Magnússon, Hverfisgötu 14, Hafnarfirði, 205 stig.
Lausn Sigurðar: ólíklega — líklega — ílega — kella —
líklega — ella — gella — al.
Verðlaun:
Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun. kr. 300,00 fyrir
hverja lausn, en þær verða dregnar úr fimmtán réttum
lausnum. Skilafrestur er tvær vikur. Gerið svo vel að
merkja umslagið ORÐ AF ORÐI 8.
Utanáskrift: Vikublaðið Fálkinn pósthólf 1411.
Næsta þraut:
Næsta lykilorð er AFLAHÆSTIR. Nýjum þátttakendum
skal bent á að aðalreglan er sú að aðeins má nota þá stafi
sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en
þá er að finna í lykilorðinu.
Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur
heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi
réttritunarreglum.
• Ég er saklaus
Framh. af bls. 38.
ir hlátur. En Jansson varð skelk-
aður og hjálparvana á svipinn.
Ég vona sannarlega að smið-
Urinn hafi rangt fyrir sér í þetta
skipti.
— Hvað þá? Nei, nú er Jans-
son að skopast að mér aftur. Það
var litill vandi, hvað skógarupp-
boðið snerti, því ég hafði enga
hugmynd um, hvernig slík upp-
boð fara fram. En reyndu ekki
að telja mér trú um það, Jans-
son að einhver hulda sé í skóg-
inum! Og varla trúir Tolvmans
Olof því heldur sjálfur, þótt
hann tali þannig.
— Það getur hún sagt honum
sjálf, ef hún þorir! stakk Jans-
son upp á og nú leyfði hann sér
loksins að segja „hrrrm!“ svo
undir tók.
— Það get ég vel. En annars
finnst mér kynlegt hvað þið
minnist oft á hulduna hérna á
Malingsfors. Á þessum stutta
tíma, síðan ég kom hingað hef
ég heyrt ykkur öll nefna hana,
Önnu, Tolvmans Olof og þig,
rétt eins og þið tryðuð því, að
hún væri til. Er þetta einhver
málvenja, liggur einhver önnur
þýðing í orðunum?
— Ne-ei, nei, sagði Jansson.
Marianne hvessti á hann augun.
Hann virtist vera i hinni verstu
klípu.
I sama bili var barið að dyr-
um og Jannis Per kom inn.
— Ti'úir Jannis Per einnig
á hulduna? spurði Marianne
gáskafv”.
Hún var sannfærð um, að hann
að minnsta kosti mundi reka
upp hlátur, en hann og Jansson
litu aðeins hver á annan.
— Já, sem ég er lifandi, sagði
hann stuttur í spuna. Þú átt að
koma niður í smiðjuna, Jansson.
Tolvmans Olof vill fá að tala
við þig.
Já, hypjið ykkur bara! Og
FALKINN
41