Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 12
Vísitölubúið ibúðarhúsið í smíð- um og súrheysturninn gnæfir yfir umhverfið. Tja. Það er nú spurning út af fyrir sig. Persónulega finnst Gunnari að fjölskyldurekstrar- formið sé heppilegast, sé hægt að sníða því hæfilegan stakk. Hinsvegar sér hann ekkert þvi til fyrirstöðu að bændur taki upp samvinnu sín á milli á ýms- um sviðum, þar sem hægt er að koma því við og landfræðilegar aðstæður leyfa. f Flóanum eru ekki teljandi eyðiiarðir. en vandamálið er að viðkoman flyzt burt. Það er óróleiki f unga fólkinu og það unir ekki fásinni sveitanna. Fé- lagslífið má ekki vera daufara og skólamálin eru vandamál dagsins. Skeggjastaðir eru að vísu vel í sveit settir hvað barnaskóla snertir. Þingborg er hinum megin við veginn og þar er barnaskóli hreppsins og þar er einnig aðstaða til að halda minniháttar innansveitar- skemmtanir. Unglingaskóli er hinsvegar enginn. Á Laugar- vatni er setinn bekkurinn og komast miklu færri að en vilja. Sama er að segja um aðra hér- aðsskóla. Á Selfossi er unglinga- skóli fyrir kauptúnið, en hann er þétt setinn. Verði þessum málum málanna kippt í liðinn og búin jafnframt stækkuð það mikið að næg verkefni væru fyrir unga fólk- ið heima við, er ekki að vita nema töluvert drægi úr flóttan- um úr sveitunum. Eitt er það mál sem leysa þarf í Flóanum og á félagsleg- um grundvelli, segir Gunnar. Það er framræslumálið. Verði það gert er hægt að gera Fló- ann allan að einu túni — og það yrði stórt tún. Nei, það er ekki hægt að kaupa vinnukraft. Hann er of dýr. Helzt er reynt að fá stálp- aða krakka til að létta undir. Hvað eigi að gera við „smjör- fjallið" fræga? Auðvitað á að éta smjörfjallið. Ég skal að vísu viðurkenna að smjör er dýrt, segir Gunnar. En smjör er afburðaholl fæða. Of- framleiðsla er vandamál um all- an heim, ekkert frekar hjá okk- ur en hjá öðrum þjóðum, en ekki tel ég ástæðu til svartsýni á, að úr því rætist. Þeir segja reyndar fyrir sunn- an, að smjör sé óhollt fyrir kyrrsetumenn og geti hreinlega riðið þeim að fullu. Ég hefði nú haldið að kyrrsetumönnum nýtt- ist enginn matur og auðvitað er óhollast að vera kyrrsetumaður í sjálfu sér. Ég veit ekki, segir Gunnar, hvort borgarbúar gera sér almennt grein fyrir við hvað við hér i sveitunum erum að glíma og kannski er það gagn- kvæmt. Auðvitað má þjóðfélag- ið ekki vera sjálfu sér ósam- þykkt og hver stétt verður að gera sér grein fyrir mikilvægi þess, sem hinar eru að vinna. Frúin ætlar að útbúa kjall- arann þannig, að þar geti hún haft súrmat að góðum og göml- um sið og okkur kemur saman um, að ekki sé eftirsóknarvert að búa í svo fínni blokk með svo fínu fólki, að ekki megi sjóða vel kæsta skötu, eða signa grásleppu án þess að haldinn sé húsfundur og gerð á mann samþykkt. Ljósmyndarinn og Gunnar ganga niður að fjárhúsunum, sem standa spölkorn austan við bæinn, en á meðan röbbum við Sigríður saman á hlaðinu. Hún segir að þau hafi verið svo heppin að komast til Reykja- víkur til að hlusta á 9. sinfón- 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.