Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 42
SEDRVS s.f.
IIlISfiAGNAVEItZLlVN
Hverfisgötu 50 — Sími 18830.
Ný gerð af settum. Sófanum má breyta i svefn-
sófa með einu handtaki. Þægileg húsgögn i ein-
staklingsherbergi og litlar íbúSir.
Póstsendum.
SVEFNSÓFASETT
læra af því sem jákvætt er ann-
ars staðar, en þurfum við endi-
lega að taka lestina með líka?
Hvers vegna ekki að vera öðru-
vísi en hinir einu sinni til til-
breytingar? Við töpum engu á
því að banna vín, en við getum
grætt mikið. Það er þegar kom-
ið í óefni hjá okkur, og það
mun fara versnandi ef við rönk-
um ekki við okkur og grípum
til sterkra aðgerða".
Bárður hefur lokið máli sínu.
Hann horfir lengi þegjandi út
í bláinn. Svo brosir hann og
tekur aftur um stýrið. „Fyrir-
gefðu lesturinn — þú mátt kalla
þetta ofstæki, en ég tala af
reynslu og að mér finnst þekk-
ingu. Ég er farinn að eldast, og
ég hef margt séð á minni leið.
Ég get ekki annað en talað af
hreinskilni og varað fólk við
þegar ég sé hættuna blasa við
eins og hyldýpi fram undan.
Trúmaður er ég kannski ekki,
en ég hef mína trú samt, trúna
á það góða í mönnunum. Og ég
hef trú á íslendingum og ís-
lenzkri menningu ef þeim tekst
að bjarga sér frá kviksyndi of-
drykkjunnar. Það getum við því
aðeins, að hér verði VÍNLAUST
LAND“. **
# Litla sagan
Framhald af bls. 36.
PARKET GÓLFFLÍSAR
PARKET GÓLFDÚKUR
-Glæsilegir litir -
GRENSÁSVEG 22-24 ÍHORNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262
Kummelberg fitlaði aftur dá-
lítið við flibbann sinn og renndi
augunum yfir umslögin, sem
lágu útbreidd fyrir framan hann.
Tasmanía, Nýja Guinea, Cale-
donia, Fijieyjar, Tonga og hvað
þetta hét nú allt saman.
Svo tók hann sig saman í
andlitinu og. lét slag standa:
— Það er svolítið, sem ég
verð að biðja yður um, frú Sölv-
erberg, byrjaði hann.
— Já, sagði hún uppörvandi.
— Auðvitað herra Kummel-
berg. Að sjálfsögðu!
— Jú, sjáið þér til. Ég er í
rauninni einmana maður og ekki
kröfuharður. Áhugamál mín eru
fá og fátækleg, en . . . Yður
finnst ég kannski uppáþrengj-
andi, en . . .
— Svona út með það, ýtti frú
Sölverberg undir hann með eft-
irvæntingu og gleðihreim í
rómnum.
— Ja, það sem ég vildi sagt
hafa er . . . Hefðuð þér nokkuð
á móti því að ég klippti frí-
merkin af umslögunum? Ég er
safnari sjáið þér til.
Willy Breinholst
• Fúsi
Framhald af bls. 31.
Ég óska af öllu hjarta
að í mörg þúsund parta
túngan þín söxuð sé
og vörgum veitt til fæðis
vegna þíns skemmdaræðis,
bölvaður beinasne.
Af þessu höfðaði prestur mál
á hendur Fúsa. Þá hafði sýslu
í Þverárþíngi vestan Hvítár
Guðmundur Jónsson, Sigurðs-
sonar frá Einarsnesi; dæmdi
hann Fúsa tylftareið, og var
dómnum skotið til alþíngis um
sumarið. Þá var athafnasamt á
þíngi: voru tveir menn brenndir
fyrir galdur og einni konu
drekkt, er barn hafði átt með
systurmanni sínum.
Um mál Vigfúsar ályktuðu
lögmenn, Sigurður Jónsson og
Þorleifur Kortsson, og öll lög-
réttan, að eiðamenn hans skyldu
vera hreppstjórar eða hrepp-
stjórasynir; og Guðmundi sýslu-
manni var skipað að taka vitni
heimamanna á Lángárfossi. Vor-
ið eftir, 1. júní 1675, tók sýslu-
maður eiðana; en eitt eiðvættið
hafði andazt nýlega, svo eiða-
menn Fúsa urðu ekki nema ell-
efu. Fúsi var klókur og mála-
þjarkur hinn mesti og vafði
málið einsog hann fékk við
komið. Stefndi hann nú sýslu-
manni til alþíngis fyrir drátt á
málinu. Sýslumaður kom með
mál prests og Fúsa í lögréttu;
var fyrst lesin eiðaþíngskrá
hinna ellefu og eiðtekníng
heimamanna á Lángárfossi. Á-
lyktuðu lögmenn og lögrétta að
Fúsi hefði fallið á eiðnum, en
hver eiðfallssekt hans yrði, var
skotið til Henriks Bjelke. Jón
prestur skyldi allri virðíng halda
eftir sem áður. Sekt Fúsa mun
hafa orðið lítil, og var það auð-
vitað kennt kunnáttu hans.
Árið 1679 yfirgaf séra Jón
sóknir sínar án þess að láta yf-
irvöld vita og fór utan. Mun
Fúsi hafa átt sinn þátt í að
flæma hann burtu, en prestur
mun einnig hafa ætlazt til að
kaupmaður nokkur, sem verið
hafði á Stapa, Pétur Hansson
Bladt, styrkti sig til að fá Staða-
stað eftir séra Björn Snæbjörns-
son látinn. Þetta tiltæki prests
var mjög haft í flimtíngum,
einkum af því að prestur álp-
aðist til að yrkja lofkvæði um
Pétur kaupmann, meir af vilja
en getu, og var því hampað. Að
sjálfsögðu greip Fúsi það á lofti
og orti ógurlegt spé um prest
og kvæðið, og er þetta upphaf
að:
42
FÁLKINN