Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 36
UHASAGAN
BT1R V
WIILY BRBNHOLST
Smávægileg áhugamál
augnatilliti hans og hann ók sér aftur ó-
rólega í sætinu. Þetta var nokkuð, sem
hann var ekki laus við að vera dálítið
smeykur við.
— Þér getið ekki ímyndað yður hve
ég þarfnast ástar góða og göfugs manns,
hélt frú Sölverberg áfram dáUiið áleitin
og færði sig aðeins r.ær hofsum.
— Maðurinn minn drekimr. Það er
erfitt, brútalt og viðbjóðslegi Jjí, sem
skipstjórarnir þarna eystra Hfa. K*nn
hefur hvað eftir annað viljað að ég kæmi
þangað til sín, en það á ekki við mif.
Mig dreymir um mann með góð og heil-
brigð áhugamál. Og ég, sem staað þó
ekki nema á fertugu!
— Getur það verið? séigði Kummti-
berg, en svo varð honum ljóst að *var-
ið hafði ekki verið allt of nærgætnislegt
•g flýtti sér að leiða talið að hætt**9U3-
ari efnum.
— Seyíján ár! Hafið þér í rgssjg eg
veru ekki séð manninn yðar i
ár?
— Nei, og nú er ég búin að fé
Eg þoli ekki þessa einskisverðu tBvsru
lengur. í gær lagði ég einmitt fram
skilnaðarumsókn. Ég er viss um að lffið
á ennþá upp á svo margt gott að bjóða,
aðeins ef ég finn réttan mann. Haldið
þér að ég hafi ekki rétt fyrir mér, herra
Kummelberg?
— Jú, auðvitað, sagði Kummelberg.
Svo reyndi frú Sölverberg ennþá einu
sinni að líta djúpt I augu hans. Hún
þrýsti hönd hans hlýlega og sagði inni-
legum rómi:
— Þér eruð indæll maður. Reglulega
indæll. Ég er viss um að ég . . . að þér
og . . .
Kummelberg ók sér ennþá einu sinni
órólega í sætinu. Svo losaði hann um
flibbann og hallaði sér aftur á bak í
sófanum og sagði:
—Hefur maðurinn yðar aldrei skrifað
yður þarna að austan?
Frú Sölverberg kinkaði biturlega kolli:
—Jú. Eitt bréf um hver jól. Seytján
jólabréf hef ég fengið og aldrei eina ein-
ustu línu þar fram yfir. Ég er raunar
með þau öll hérna í töskunni minni,
sagði hún.
Hún tók bréfin upp og breiddi úr þeim
fyrir framan hann, svo hann gæti sann-
færzt um að hún segði sannleikanri.
— Seytján bréf á seytján árum, það
er allt og sumt. En nú skal því vera lok-
ið! Ég þarfnast ástar karlmanns, um-
hyggju og ástar. í staðinn er ég reiðu-
búin að gefa honum allt sem . . .
Framhald á bls. 42.
Kummelberg skrifstofustjóri var mað-
ur á bezta aldri. Ákaflega frambærilegur
maður, en dálitið hlédrægur. Hann hafði
aldrei kvænzt og myndi aldrei gera það,
ef einhver tæki ekki undir arminn á
honum, drægi hann upp að altarinu og
segði: „Nú gerir þú svo vel, minn góði
Kummelberg, og segir já!“ Hann hafði
dúfurnar sínar, frímerkjasafnið sitt og
annað smágaman, sem hann undi við í
frístundum, og það var honum nóg. En
skyndilega getur ævintýrið þrengt sér
inn í líf sérhvers manns, honum ger-
samlega að óvörum.
Það var í þessum hátíðakvöldverði hjá
framkvæmdastjóranum. Eftir borðhaldið
kom þokkagyðja og hlammaði sér niður
í sófann við hliðina á honum. Hún
brosti blítt og elskulega við honum og
vildi svo gjarna hefja samræður.
— Ég hef heyrt svo mikið frá yður
sagt, sagði hún.
— Jæja, er það svo, sagði Kummel-
berg og laumaðist til að líta á úrið sitt,
því bráðum þurfti hann að fara heim
og huga að dúfunum sínum.
— En auðvitað ekki nema gott eitt!
Ég er systir framkvæmdastjórans. Hann
segist vera mjög ánægður með yður og
að þér séuð alveg einstakur maður. Mig
hefur alltaf langað svo mikið til að hitta
yður.
— Er það satt? sagði Kummelberg.
— Ég heiti frú Sölverberg, kynnti
þokkagyðjan sig.
— Kummelberg! sagði Kummelberg.
Svo stóðu hinir gestirnir upp frá borð-
um og gengu inn í aðliggjandi stofu til
að spila bridge og Kummelberg varð
einn eftir í sófanum með frú Sölver-
berg. Afskaplega notalegri og aðlaðandi
konu.
— Eruð þér giftar? sagði hann til að
segja þó eitthvað.
— Frú Sölverberg stundi og leit djúpt
í augu hans.
— Já, því miður! Því miður!
Kummelberg færði sig dálitið til. Það
var eitthvað í augnaráði hennar, sem
gerði hann óöruggan.
—En ég hef í rauninni ekki séð mann-
inn minn í seytján ár. Hann er í sigl-
ingum í Suðurhöfum, skiljið þér. Á
Kyrrahafssvæðinu, Kóralhafinu, Nýju
Hebridiseyjum, Samoa, Markgreifaeyjum,
eða hvað þetta heitir nú allt saman þarna
suður frá.
—Seytján ár? hváði Kummelberg.
— Já, sagði frú Sölverberg og kinkaði
kolli um leið og hún lagði hönd sína á
hönd Kummelbergs, eins og af tilviljun.
— Þér getið ekki ímyndað yður hvað
ég er einmana!
— O jú. Ætli það ekki, sagði Kummel-
berg.
Frú Sölverberg reyndi aftur að mæta
36
FALKINN