Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 34
öskuvondur. „Og hver eruð þér?“ „Rólegur, góðurinn," sagði hinn glottandi. „Engin nöfn, þá er einskis að iðrast seinna. Þú getur kallað mig Arthur, ef þú vilt. Það gera það svo margir. Þú ert herra Carey, ekki satt?“ „Það var þá líka spurningin!" sagði George og gaut augunum illskulega á skilríki sín, sem lágu á víð og dreif um rúmið. „Æi — já, þetta þykir mér reglulega leiðinlegt, herra Carey. Ég hafði ásett mér að taka til, áður en þú kæmir. En mér vannst aðeins tími til að líta á þau. Vitanlega hef ég ekki tekið neitt.“ „Vitanlega ekki. Ég læt ekki peninga mína liggja á lausu í herbergjum.“ „Þetta var nú annars illgirnis- lega sagt,“ sagði hinn glaðlega. „Þú ert anzi tannhvass, ha?“ „Ja, ef það eru ekki pening- ar, til hvers eruð þér þá kom- inn?“ „Eiga tal við þig, smáspjall, herra Carey, það er allt og sumt.“ „Eruð þér vanur að taka með yður byssu í heimsóknir?" Gesturinn leit á hann særður á svip. „Heyrðu mig nú góðurinn, hvernig átti ég að vita, að þú myndir taka sönsum? Ókunnur maður í herberginu — hvað nú ef þú hefðir farið að öskra og fleygja húsgögnunum um allt? Ég var tilneyddur að gera mín- ar varúðarráðstafanir.“ „Þér hefðuð getað spurt eftir mér niðri." Hinn brosti gleið- gosalega. „Já, það var svei mér alveg rétt! Það hafði mér alls ekki dottið í hug! Hnei — þú ert víst ekki vel kunnugur í þessu heimshorni, herra Carey!“ Rödd hans fékk skyndilega á sig við- skiptabrag. „Nú skal ég segja þér hvað ég ætla að gera. Þú lofar að kalla ekki á hjálp, og þá skal ég fela hólkinn. Ókey?“ „Allt í lagi. En mér þætti samt ekkert að því að vita, hvað þér eruð að gera hér.“ „En ég var að segja þér það. Ég ætla að spjalla svolítið við þig í trúnaði. Það er allt og sumt.“ „Um hvað?“ „Það skal ég segja þér.“ Art- hur stakk byssunni á sig og dró upp pakka af grískum sígar- ettum. Hann bauð George eina. „Reykja, herra Carey?“ George tók fram sínar eigin. „Nei, þakka yður fyrir, ég ætla að halda mér við þessar.“ „Chesterfields, ha? Það er nú orðið æði langt síðan. Er þér sama þó ég fái mér eina?“ „Gjörið svo vel.“ „Takk.“ Hann hélt áfram að leika hinn hugulsama gestgjafa og kveikti í fyrir George. Síð- an bar hann eld að sinni eigin sígarettu og sogaði reykinn á- fergjulega í sig. „Dásamlegt tó- bak,“ sagði hann. „Dýrðlegt." George settist á rúmbríkina. „Heyrið mig nú,“ sagði hann ó- þolinmóður. „Hvað er eiginlega á seyði? Þér brjótizt inn á her- bergi mitt, rótið í viðskipta- skjölum mínum, ógnið mér með byssu og nú segið þér, að við eigum að spjalla saman í trún- aði. Allt í lagi, spjöllum þá! Og hvað svo?“ „Hefurðu nokkuð á móti því að ég setjist, herra Carey?“ „Gerið eins og yður þóknast, en í guðanna bænum reynum að komast að efninu!“ „All right, all right, dragðu nú andann!“ Arthur settist var- lega á stólbrún. „Þetta er trún- aðarmál, herra Carey, ef þú skilur við hvað ég á.“ „Já, já, látið það nú koma.“ „Ég vildi sízt af öllu að það færi lengra," hélt hinn enn á- fram. „Mér er að verða það ljóst.“ „Jæja þá,“ — hann ræskti sig — „mér hefur verið sagt af vissum aðilum," sagði hann var- færnislega, „að þú hafir fengizt við vissar rannsóknir leynilegs eðlis hér í bænum.“ „Já.“ „Síðdegis í dag áttir þú á- kveðið samtal við ákveðna konu, sem við þekkjum báðir með nafni.“ „Já, og hvað með það?“ „Rólegur, rólegur, herra Carey . . . fyrirspurnir þínar vörðuðu tiltekinn þýzkan liðþjálfa, Schirmer að nafni. Er það rétt?“ „Það er rétt.“ „Er þér sama þótt þú segir mér, hvers vegna þú ert að spyrja eftir honum, herra Ca- rey?“ „Ef þér segið mér fyrst, hvers vegna þér viljið vita það, þá gæti hugsazt að ég segði yður það.“ Arthur velti fyrir sér svarinu um stund. „Og til þess að gera allt saman einfaldara, Arthur, ætla ég að láta yður vita það, að jafnvel þótt ég sé amerískur lög- fræðingur þá skil ég mætavel venjulega ensku. Því þá ekki að sleppa öllu gríninu og reyna að komast að efninu?“ Arthur hleypti brúnum hugsi og horfði á hann með áhyggju- svip. tt „Jú, sérðu til, þetta er trúnað- armál og þar stendur hnifurinn í kúnni, herra Carey.“ „Því hafið þér skýrt mér frá nokkrum sinnum. En ef það er svo mikið trúnaðarmál, að þér getið ekki talað um það, þá er varla um annað að gera fyrir yður en að fara heim og láta mig hafa svefnfrið, er það?“ „Vertu nú ekki að þessu, herra Carey. Ég geri mitt ýtrasta. Setj- um nú svo, að þú segðir mér hvað það er, sem þú vilt vita, svo ég gæti sagt það vissum mönnum, sem ef til vill gætu hjálpað þér.“ „Hvaða mönnum?“ „Mönnum, sem geta gefið upp- lýsingar." „Selt upplýsingar, eigið þér við?“ „Ég sagði gefið . . George virti hann fyrir sér hugsandi. Svo brosti hann. „Gott og vel, Arthur, þá segj- um við það . . . Sjáðu til, þessi Schirmer, sem ég er að spyrjast fyrir um, var erfingi að allhárri fjárhæð, sem fjarskyldur ættingi hans í Ameríku lét eftir sig. Það var tilkynnt, að hans væri sakn- að. í rauninni kom ég hingað til þess að fá lát hans staðfest, en ég vildi einnig komast að því, hvort hann hefði átt börn. Það er allt og sumt. í dag komst ég að því, að hann er dáinn.“ „Hjá madame Vassiotis?” „Já. Og nú er ég á leið heim.“ „Einmitt það . . .“ Arthur hugsaði af öllum kröftum. „Eru þetta miklir peningar?“ „Nóg til þess að gera það ó- maksins vert fyrir mig að ferðast hingað." „Og litla frökenin, sem þú hef- ur með þér?“ „Þú átt við ungfrú Kolin? Hún er túlkur minn.“ „Jæja já.“ Arthur tók ákvörð- un. „ímyndum okkur nú, að fleiri upplýsingar væri að fá um þenn- an Þjóðverja. Gæti það freistað þín til að vera nokkra daga í viðbót?“ „Það veltur á upplýsingunum." „Ja, ég á við, að hann hafi átt konu og börn — þá ættu þau að erfa peningana, er það ekki?“ „Atti hann konu og börn?“ „Ég sagði ekki að hann ætti það, og ég segi ekki heldur að hann hafi ekki átt það. En við skulum'setja sem svo . „Ef gildar og órækar sannan- ir eru fyrir hendi, þá verð ég auðvitað kyrr. En ég fresta ekki burtför minni einungis til þess áð hlusta á einhver ósköp af ó- staðfestum orðrómi og ég borga engum eitt einásta cent.“ „Er nokkur að fara fram á það?“ „Ekki enn.“ „Þú ert skrambi tortrygginn náungi, ha?“ „Já.“ Arthur kinkaði kolli þungur á brún. „Það er víst varla hægt að lá þér það. Þetta eru sumt bölv- aðir ræningjar á þessum slóðum. Heyrðu, ef ég gef þér drengskap- arloforð mitt fyrir því að það muni borga sig fyrir þig að vera nokkra daga í viðbót, myndirðu þá gera það?“ „Það er ekkert smáræði, sem þú krefst af mér.“ „Heyrðu mig nú góðurinn. Það „Já, þú segir það!“ „Ég get ekki gert meira. Þú getur tekið tilboði mínu eða hafnað því. Ef þú vilt fá þessar upplýsingar, sem vinir mínir hafa, þá vertu hér kyrr og gerðu eins og ég segi.“ „Og hvað er það þá?“ „f fyrsta lagi skaltu ekki segja aukatekið orð við litla höfuðs- mannskvikindið, sem þú varst að krunka við í gærkvöld. Ókey?“ „Áfram.“ „Þú ferð í stóru kaffistofuna með gulu gluggatjöldunum sem er við hliðina á hótel Acropolis milli klukkan fjögur og fimm Framhald á bls. 35. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.