Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 25
Hann er ekki síður flatvax- inn og rennilegur en tveggja sæta sportbíllinn var, en í þess- um nýja Jagúar E rúmast fjögurra manna fjölskylda og venjulegur farangur sem henni fylgir. Eiginlega liggur það í hlut- arins eðli, að tveggja sæta sportbíll er ekki rökrétt fyrir- brigði. í fyrsta lagi verður mað- urinn sem honum ekur aldrei lengi einsamall, og í öðru lagi hljóta tvö í svona sportbíl að vera svo lífsglöð, að þau verði ekki lengi ein. Og barnunginn verður þá að láta sér nægja barnavagninn... Enn hvílir mikil leynd yfir þessum nýja Jagúar, og blaða- manninum sem tók sér ferð á hendur til Coventry ætlaði að ganga illa að fá nokkra vitn- eskju um gripinn. Hann kom í bílaverksmiðjuna í Coventry, þar sem smíðaðir eru renni- legir Jagúarar og gamalenskir Daimlerar, og þar var honum boðið að skoða allt mögulegt — nema nýju gerðina af Jagú- arsportbílnum. En blaðamaður- inn var þrár. Honum voru sýndir bílar í smíðum, og hon- um var sýndur einn gamaldags á fjórum hjólum, hár, svartur og kassalaga. Það var reyndar nýjasta gerðin af Daimler og kostar yfir 300.000,00 kr. (sjálf- sagt gott betur ef hann væri fluttur^til íslands). En hann hefur sínu hlutverki að gegna, með því að hann er lífsgæða- tákn ríka mannsins, sem er ekki alveg nógu ríkur til að eiga Rolls-Royce. Blaðamaðurinn sýndi enga hrifningu. Forsvarsmenn verk- smiðjanna sýndu honum loft- fjaðraða strætisvagna, en blaða- maðurinn sagði, að loftfjaðrað- ir strætisvagnar væru svo mikl- ir skröltarar að þeir hristu sundur allar götur og sprungur kæmu í húsveggi í nágrenninu. Þeir sáu þá að það dugði ekkert minna en sá nýi fjög- urra sæta til þess að hafa áhrif á hann. Þeir settust á tveggja tíma ráðstefnu, en að henni lokinni opnuðu þeir dyr að stórum sal, buðu blaðamann- inum að ganga í bæinn, og þar stóð Jagúar E sportbíll, rauður að lit. Verksmiðjumennirnir voru ákaflega hátíðlegir og töluðu í hálfum hljóðum. En blaðamanninum fannst hann eins og blaðra sem stungið hef- ur verið gat á, því að hann sá ekki betur en þetta væri venjulegi tveggja sæta sport- bíllinn. Hann áttaði sig ekki fyrr en einum af eldri gerðinni var ekið upp að hlið þess nýja, því að þetta var sá nýi. Mis- munurinn lá eingöngu í lengd- inni. Þeim gamla hafði verið skipt í tvennt og 23 sm bætt inn í miðjuna. Útkoman er sú, að nýi Jagúarinn verður rúm- betri án þess að missa nokkuð af glæsilegum rennileik sínum. Blaðamaðurinn ætlaði að reyna hvernig aftursætið væri, en komst að raun um, að með sitt umfang yrði hann að halda sig að framsætunum. En það getur farið ágætlega um tvö stálpuð börn aftur í. Og þó að ekki virðist geta verið mikið afgangs rými fyrir farangur, eftir lög- un bílsins að dæma, þá gefur að líta stærðar töskugeymslu, þegar opnað er að aftan. Sem -sagt, fjölskyldan getur farið saman í ferðalag og farið hratt yfir, allt að 240—245 km á klukkustund. Hitt er svo annað mál, hversu æskilegt það er, Framhald á bls. 43. Þessi bíll er svo nýr að hann er enn ekki kominn á markaðinn. Jagúarsportbíll, þriggja dyra með fjórum sætum. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.