Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 15
Fyrstu vikurnar í lífi barnsins eru mjög mikilvægar fyrir
andlegan þroska þess. — Þetta hafa tveir læknar upp-
götvað eftir ýtarlegar athuganir. Og þeir hafa samið fjölda
góðra ráðlegginga sem mæður ungra barna geta tileinkað
sér og ræktað hæfileika bamanna af ástúð og á auðveldan
hátt.
TTILAÐLÆRA
við hringluna. Árangurinn er af-
ar merkilegt hljóð.
Það er bragð af öskjunni, það
er hægt að japla á henni.
Barnið hefur verið tvær mín-
útur að komast að þessu öllu.
Kassinn hefur því verið öllu at-
hyglisverðari en innihald hans.
Það skyldi enginn vanmeta
ungbarn sitt, jafnvel ekki allra
fyrstu vikurnar. Sú trú, að það
fái ekki vitið, fyrr en það verð-
ur eldra, á við engin rök að
styðjast. Læknarnir tveir hafa
fært sönnur á, að það er ekki
eingöngu heilinn, sem stjórnar
líkamanum. Líkaminn getur
einnig kennt heilanum ýmislegt.
Hreyfingar ungbarnsins geta
„skerpt“ heilann á hin undra-
verðasta hátt. Á sjúkrahúsi fyr-
ir heilasködduð börn í Phila-
delphia, tókst þessum tveim
mönnum að framkvæma gagn-
merka tilraun. Sjúklingarnir
litlu gátu hvorki gengið né talað
skýrt. Með ærinni fyrirhöfn
tókst læknunum að kenna þeim
að skríða, og skyndilega gátu
þau lesið. Eftir tvö ár gátu sum
þeirra meira að segja lesið lestr-
arkennslubók fyrsta bekkjar.
Nótt eftir nótt unnu Doman og
Delcato úr því efni, sem þeir
höfðu safnað. Það, sem valdið
hafði svo undraverðum breyt-
ingum á þessum heilasködduðu
börnum, hlaut að hafa enn meiri
áhrif á heilbrigð börn. Þeir tóku
saman vitneskju sína í þetta ráð
til allra foreldra: Leyfið börn-
um yðar að skríða á gólfinu.
Fleiri ráð fylgdu á eftir: Veit-
ið barninu allt hugsanlegt at-
hafnafrelsi og leyfið því eins
oft og mögulegt er að nota öll
fimm skilningarvit. Margar mæð-
ur hafa fylgt þessum ráðum og
engin þeirra orðið fyrir von-
brigðum.
Börn, sem fæðast í heiminn
að vorlagi, fá beztu möguleik-
ana gefins frá náttúrunnar
hendi. Á þeim árstíma er hægt
að láta barnið liggja að mestu
nakið í rúminu, og þannig fær
það hið nærri ótakmarkaða at-
hafnafrelsi, sem er andlegum
þroska þess svo mikilvægt.
Þegar á fyrsta mánuði þarf
barnið að fá leikgrind. Hún legg-
ur engar hömlur á hreyfingar
þess. Sem botn er bezt að nota
eitthvað slétt og flatt — og
barnið á vitanlega að liggja á
maganum. Á bakinu ætti það
aldrei að liggja, nema þegar það
borðar og þegar skipt er á því.
Það ríður á miklu, að botninn
í leikgrindinni sé flatur og slétt-
ur, annars er hætta á að barn-
inu verði erfitt um andardrátt
Nú megið þér ekki örvænta þótt
þér eigið enga leikgrind. Gólfið
kemur að sömu notum.
Ef barnið hefur sitt eigið her-
bergi með sérstöku hitunartæki,
er yður óhætt að hafa um 30
stiga hita þar inni og láta
barnið skríða um gólfið í þunn-
um samfestingi eða jafnvel að-
eins bleyju.
Aðeins fárra vikna gamalt
reynir barnið að velta sér um
hrygg. Veitið því umfram alltþá
ánægju. Leggizt niður á gólfið
við hlið barnsins og látið það
klappa yður með smáum hönd-
unum. Og er yður Ijóst, hve í-
þróttamannslega fætur lítið barn
hefur?
Ef barnið reynir að velta sér
á hina hliðina, til þess að sjá
yður betur, megið þér ekki
hindra það. Leyfið því það, velt-
ið því við aftur og látið það
byrjar á ný, veltið því aftur við
. . . leikurinn er í fullum gangi.
★ Herffiff ekki aff barninu
Þegar barnið er um það bil
mánaðargamalt, munuð þér upp-
götva, að það gerir fyrstu til-
raunina til að skríða ofurlítið.
Það er mikið ævintýri. Þetta
þýðir, að vissir hlutar af tauga-
kerfi barnsins hafa nú verið
teknir til réttrar notkunar.
Barnið hefur nú náð hærra
greindarstigi.
Það er núna, sem þér verðið
að gæta þess, að barnið sé ekki
í of þröngum fötum. Leikgrind-
ina getið þér enn notað, en
linoleumgólf er einnig prýðilegt.
Munið aðeins: Engin teppi.
Strax og barnið kemur inn á
teppi, dettur það á magann.
Ef til vill óttizt þér, að barn-
ið geti ekki séð. Það þurfið þér
ekki að gera. Strax fyrstu mín-
úturnar í lífi barnsins byrjar
þjálfun augnanna, þegar læknir-
inn bregður Ijósi í augu þess
til að rannsaka augasteinana.
Það er ekki sérlega ástúðleg
rannsóknaraðferð, en þess ger-
ist heldur ekki þörf að sýna allt
of mikla varúð við meðferð
augnanna. Augun eiga að venj-
ast ljósinu, það á að þjálfa þau,
þau eiga að læra að vinna.
Þér getið óhrædd látið ljósið
loga í herbergi barnsins þegar
það sefur. Ljósið er því ekki
til óþæginda. Þvert á móti get-
ur það hjálpað barninu að átta
sig, þegar það vaknar. Þér getið
einnig „leikið yður með ljósið“,
Framhald á bls. 38.
FÁLKINN 15